Karfa

  • Engar vörur í körfu

Spermidine Life|Fasta á pilluformi|Náttúruleg öldrun

13.990 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Spermidine Life

Spermidine er eitt heitasta fæðubótarefnið í "anti-aging" heiminum í dag og er oft talað um það sem sem föstu á pilluformi.

Spermidine LIFE Original 365+ er hágæða náttúrulegt bætiefni sem er gert úr  "spermidine" ríku hveitikím þykkni og styður endurnýjun fruma í líkamanum.

Spermidine LIFE Original 365+ var þróað eftir margra ára rannsóknarvinnu í samstarfi við alþjóðlega frumusérfræðinga. Þetta fæðubótarefni er einstakt á markaðnum í dag þar sem það hefur hátt "spermidine" innihald og mikla rannsóknarvinnu á bakvið það. Rannsóknarvinnan fór fram við háskólann í Graz Austurríki.

Spermidine Original 365+ hefur verið klínískt rannsakað, öryggisprófað og þol rannsakað í samstarfi við alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og háskóla í yfir 10 ár. [1]

Hvað er Spermidine?

Spermidine er náttúrulegt pólýamín sem finnst í flestum frumum okkar. Líkaminn notar það til að við halda frumuvexti og endurnýjun fruma. Spermidine er talið virkja "autophagy" í frumum og hreinsa út hlutana sem eru ekki að virka og halda líkamanum ungum.

Með hækkandi aldri lækkar magn spermidine í frumum okkar og þarf þá líkaminn að reiða sig á að bakteríur í þarmaflórunni framleiði nóg spermidine til að halda frumum sterkum.

Samkvæmt rannsóknum er talið að með því að taka inn spermidine á bætiefna formi að þú getir ýtt undir "autophagy"[2].

Algengt er að fólk taki spermidine í föstu til að fá ennþá meiri áhrif af föstunni eða þegar þú ert minna að fasta og vilt fá þér mat. Margir kjósa að gera bæði.

Spermidine er mjög vinsælt til rannsókna í heiminum í dag og eru yfir 100 vísindateymi að gera rannsóknir á því um allan heim.

Þetta fæðubótarefni inniheldur einnig þíamín, (B1) og sink til þess að hjálpa til við að vernda frumurnar fyrir oxunarálagi. 

Spermidine LIFE 365+ er þróað í Austurríki. Hylkin koma í vandaðri glerkrukku.  

Ef við viljum halda okkur heilbrigðum í langan tíma er mikilvægt að við hugsum vel um frumurnar okkar. 

Um Longevity Labs+ fyrirtækið:

Fyrirtækið Longevity Labs+ var stofnað árið 2016 í Austurríki. Sagan byrjar hins vegar árið 2010 með prófessor Dr. Frank Madeo sem er talinn sá sem uppgötvaði spermidine og var yfir rannsóknum á spermidine í Háskólanum í Graz, Austurríki. 

Stofnendur fyrirtækisins, Dr. Gerald Sitte og verkfræðingurinn Herberg Pock tóku eftir rannsóknarvinnu hans árið 2016 og gerðu sér strax grein fyrir mikilvægi hennar og þessarar uppgötvunar á spermidine.

Þeir fóru strax af stað með samstarf við háskólann í Graz með vinnsluferli á spermidine og stofnuðu í kjölfarið Longevity Labs+. 

Eftir mikla rannsóknarvinnu og tilraunir var Spermidine Life Original 365+ sett á markað og varð strax mjög vinsælt í austurrískum apótekum. Til þess að fylgja eftir góðum árangri í Evrópu var síðan systurfyrirtækið Longevity Labs, Inc stofnað í Bandaríkjunum árið 2020. 

Fyrirtækið er staðsett í Graz og Vín í Austurríki og er með eigin rannsóknar og þróunardeild, ásamt eigin framleiðslu á bætiefninu sem er mikill gæðastimpill.  

Spermidine LIFE vann þýsku þróunarverðlaunin (Innovation Award) árið 2021

Longevity Labs+ er með vísindaráðgjafanefnd (Scientific Advisory Board). Núna í sumar bættist við nýr meðlimur, prófessor David Sinclair sem er talinn einn helsti sérfræðingur í náttúrulegri öldrum (Anti-aging). Hann er með doktorsgráðu í líffræði og vinnur sem erfðaprófessor við læknadeild Harvard háskólans. 

 

Innihald:

Per daily dose Amount % NRV*
Wheat germ extract 800 mg
of which Spermidine 1 mg
Thiamine (vitamin B1) 0,17 mg 15%
Zinc 1,5 mg 15%
* Reference quantity for daily intake according to EU Food Information Regulation


Ráðlagður dagsskammtur:

2 hylki daglega með vökva eftir máltíð. 

Heimildir:

1. Aging (Albany NY). 2018;10(1):19-33 doi: 10.18632/aging/101354

 2. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6287690/