Þakklætisbókin eða "The Five-Minute Journal" er orðin þekkt víða um heim. Sýnt hefur verið fram á [1] að með því að iðka þakklæti í um 10 mínútur á dag og halda þeirri venju í tvær vikur að það hafi jákvæð áhrif á heilann og geri þig hamingjusamari og bjartsýnni. Einnig er talið að það hjálpi þér að takast á við stress.
Það að vera þakklátur fyrir alla litlu hlutina gleymist oft í amstri dagsins.
Ekki gleyma því að oft getum við verið þakklát fyrir neikvæða hluti líka, því margt er hægt að læra af þeim. Þó þú sért í vondu skapi eða ósátt/ur þá er allt í lagi að "feika" þakklæti, það er samt gott fyrir heilann. Þetta er æfing eins og svo margt annað.
Erfitt er að finna einfaldari leið til að byrja daginn þinn hamingjusamari.
Bókin hjálpar þér að einbeita þér að jákvæðu hlutunum og að vera þakklátari fyrir alla litlu hlutina sem oft gleymast í amstri dagsins.
Í bókinni finnurðu mjög einfaldar æfingar til að bæta sjálfa/n þig. Takið eftir að bókin er á ensku.
Bókin er prentuð á FSC vottaðan pappír.