Karfa

 • Engar vörur í körfu

Myotape - munnplástrar fyrir neföndun (90 stykki)

3.970 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Buteyko Clinic

Myotape plásturinn umlykur munninn með gat fyrir varir og er hannaður til að færa varir saman á öruggan máta til þess að hjálpa við neföndun.

Teygjan í plástrinum gefur létta en stöðuga áminningu um að halda vörum saman. Plásturinn er hugsaður sem æfingartæki í að halda munni lokuðum og anda með nefinu. Talið er að það taki um 60 til 90 daga til að breyta venjum og er því mælt með að nota plásturinn í svo marga daga (að sjálfsögðu með að skipta um á hverjum degi).  

Athugið að plástur

 

inn helst ekki á skeggi í kringum munn. Húðin þarf að vera hrein og rökuð hjá þeim sem það á við. 

Af hverju í ósköpunum ætti ég að plástra á mér munninn?

Til þess að venja þig á að anda með nefinu vegna þess að ávinningur af neföndun er meðal annars talinn vera að:

 • Minnka hrotur
 • Hafa jákvæð áhrif á kæfisvefn
 • Hjálpa til við einbeitingu
 • Bæta gæði svefns og minnka þreytu
 • Bæta tannheilsu

Small: Aldur 4-15 ára

Medium: 16 ára og eldri (þeir með minni munn)

Large: 16 ára og eldri.

Innihaldslýsing:

Plásturinn er úr bómull og er límið sem notað er ofnæmisprófað og sérstaklega fyrir notkun á húð (latex frítt)

Öryggi og varnarorð:

 • Þú getur alltaf talað eða andað með munninum þegar þú ert með plásturinn.
 • Ekki nota plásturinn ef þú:
  • ert með magaóþægindi eða ert á hættu á að fá uppköst.
  • hefur neytt áfengis eða sljóvgandi efna.
  • ert virkilega stífluð/stíflaður í nefinu.
  • átt við alvarlega öndunarerfiðleika að stríða.

Hvernig set ég plásturinn á mig?

 • Tekur pappírinn af baki plásturs
 • Togaðu plásturinn með höndunum þannig að þú teygir hann um 30%
 • Setjið plástur á þannig að hann umlyki munn.   

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
I
Ingibjörg E.

Mæli með þessum plástrum :)