Karfa

  • Engar vörur í körfu

Alitura Revitalize|Fyrir orkuna og húðina

6.890 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Alitura

Alitura handvaldi öflugustu "adaptogenic" jurtirnar í þetta hágæða bætiefni sem er hannað til að styðja við orkuna, jafnvægi og glóandi húð.

Bætiefnið er talið koma jafnvægi á og næra streitu viðbragðið, auka orku og endurheimt. 

Aðal innihaldsefnin eru:

Lífrænt Schizandra

Þessi skærrauðu ber hafa verið notuð í þúsundir ára og eru þau rík af andoxunarefnum og öðrum bólgu hamlandi efnum. Talið er að schizandra geti einnig hjálpað til við að koma jafnvægi á streituviðbragðið og aukið orku.

Lífræn spírúlína

Spírúlína er þekkt sem ein næringarríkasta fæða á jörðinni. Spírúlína er rík af vöðva- og taugaboðefna uppbyggjandi amínósýrum. Talið er að "phycocyanin", virka efnið í spírúlínu geti hjálpað til við að berjast við sindurefni og koma í veg fyrir bólgur.

Túrmerik extract

Túrmerik er vel þekkt í Ayruveda fræðunum fyrir bólguminnkandi eiginleika sína. Blandan inniheldur einnig svartan pipar sem er talinn geta aukið á virkni kúrkúmíns.

Gynostemma

Þessi græna, planta er mikið notuð í suður Kína og inniheldur hún mikið af "sapónínum" sem eru talin hjálpa við að vernda ónæmiskerfið, hjarta heilsu, og jafnvel lækka blóðsykur viðbragðið. Gynostemma inniheldur 80 mismunandi sapónína sem er mun meira en gingsng.

He Shou  Wu

Er mild en öflug jurt sem inniheldur steinefni eins og járn og sink ásamt öðrum andoxunarefnum.

Lífrænn Reishi sveppur

Talið er að reishi sveppurinn styrki ónæmiskerfið, minnki stress, minnki þreytu og styði við svefninn.

Lífrænn Chaga sveppur

Talið er að chaga sveppurinn sé ein besta uppspretta andoxunarefna í heimimum. Chaga er ríkur af betuín og betúlín sýru sem eru mjög vinsælar í vísindaheiminum í dag. Talið er að hann geti bætt insúlín næmni, minnkað bólgur og stutt við hjartaheilsu.

Ashwaganda

Ashwaganda er talin geta minnkað áhrif stress og streitu, aukið orku, og bætt einbeitingu. 

Leucine

Leucine er nauðsynleg amínósýra sem þýðir að líkaminn getur ekki framleitt hana sjálfur heldur treystir á að hennar sé neytt. Talið er að Leucine styðji og styrki vöðva og styðji við endurheimt.

 

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
B
Birna Jónsdóttir

Finnst ég vera búin að taka þessar vörur of stutt til að geta sagt til um árangur