Tannkrem á ferðinni? Mintur fyrir ferskan andardrátt og steinefna styrkingu á tönnum með hydroxyapatite.
Hvað er hydroxyapatite?
Hydroxyapatite er náttúrulegt steinefni sem glerungurinn er 97% byggður upp af. Þetta efni hefur verið vísindalega rannsakað og hefur þar verið sýnt fram á að það styrki tennurnar og verndi án notkunar flúors. Hydroxyapatite er almennt ekki mjög vel þekkt í Evrópu eða Bandaríkjunum en hefur verið mikið notað í Japan síðustu 40 árin.
Hydroxyapatite binst glerungnum og virkar sem skjöldur. Það getur einnig virkað sem fylliefni og fyllt í litlar holur og skorur á glerungi. Hydroxyapatite er einnig þekkt fyrir hvítunar virkni sína.
Þar sem það er algjörlega náttúrulegt og finnst í líkamanum okkar er það mjög öruggt til inntöku ef það gerist óvart.
Hvað gerir xylitol í myntunum?
Þegar bakteríur finna ekkert æti þá geta þær ekki myndað sýru sem leiðir til holumyndunar í tönnum. Hlutverk xylitols er að svelta bakteríurnar, þannig að þær geti ekki myndað sýruna sem skemmir tennurnar.
Innihaldslýsing:
Mannitol, Microcrystalline Cellulose, Xylitol, Hydroxyapatite, Calcium Carbonate, Silica, Gum Arabic, Magnesium Stearate, Stevia, Peppermint essential oil.
Heimildir og greinar:
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4252862/