Karfa

  • Engar vörur í körfu

L-5-MTHF|Fyrir heilbrigða metýlerun

6.670 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
- eða komdu í áskrift, sparaðu 15% og fáðu fría heimsendingu -
Framleiðandi: Moss Nutrition

L-5-MTHF (methyltetrahydrofolate) er lífvirkt og aðgengilegt form fólats (fólinsýru). 

Það er talið virka form fólats vegna þess að það er formið sem er beint inní metýleringarhringinn sem breytir hómósýsteini í metíónín meðal annars. 

Hvað er metýlering?

Það er líffræðilegt lykilferli sem felur í sér að gefa einn metýlhóp (eitt kolefnisatóm tengt þremur vetnisatómum) í hvarfefni eins og DNA, RNA, prótein eins og taugaboðefni og einstakar próteinaminósýrur. 

Metlýlering er einnig mikilvægt skref í afeitrunarferlum í líkamanum. 

Umtalsverður fólks er talinn vera með ensímgalla eða MTHFR stökkbreytingu eða SNP (einkirnisfjölbreytni) sem dregur úr getu þessara einstaklinga til að umbreyta fólinsýru og náttúrulegum fólötum í virkt form, metýlfólat. Slíkir erfðagallar leiða til skorts á tiltæku fólati. 

Einkenni fólatsskorts eru meðal annars hækkað hómósystein (áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma), stórfrumublóðleysi (e. macrocytic anemia), þreyta, pirringur, úttaugakvillar, ofviðbrögð, fótaóeirð, niðurgangur, þyngdartap, svefnleysi, þunglyndi, vitsmunalegar truflanir og geðræn vandamál. 

L-5-MTHF er örugg og áhrifarík leið til að auka virkjað fólatmagn líkamans. Á meðgöngu er fólat vel þekkt sem mikilvægt næringarefni til að hjálpa til við að draga úr hættu á taugagangagalla í fóstrinu sem er að þroskast. Leiðrétting á ákjósanlegu fólatmagni í heilanum hjálpar til við að auka framleiðslu mikilvægra taugaboðefna, þar á meðal sérótónín, noradrenalín og dópamín. 

Innihaldslýsing:

Nutritional Information
Serving Size: 1
Servings Per Container: 120
  Amount Per Serving % Daily Value
Folate (as [6S]-5-Methltetrahydrofolate 1,000 mcg DFE 250%
† Daily Value not established.

Other Ingredients

 Microcrystalline cellulose, hypromellose (capsule), vegetable stearate, silicon dioxide.

Notkun:

1 hylki á dag. 

 

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)