Karfa

  • Engar vörur í körfu

Exhale kaffi|Lífrænt|"Mycotoxin" laust|Hátt í andoxunarefnum

2.490 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
- eða komdu í áskrift, sparaðu 15% og fáðu fría heimsendingu -
Framleiðandi: Exhale

Fyrirtækið Exhale smakkaði og prófaði á tilraunastofu yfir 45 tegundir af kaffi frá öllum heiminum til að finna hollasta, bragðbesta og umhverfisvænasta kaffið. 

Þau ristuðu kaffið á mjög fjölbreyttan máta til að finna út hvað gæfi hollustu útgáfuna af kaffi með sem mestu af næringarefnunum. 

1 kaffibolli inniheldur jafnmikið af andoxunarefnum og 1.8kg af bláberjum eða 55 appelsínur! (þetta er sannreynt af tilraunastofu).

Kaffið er laust við sveppaeitur (e.mycotoxins) frá myglu, ásamt því að vera laust við skordýraeitur.

Kaffið er frá Ek Balam, Jaltenango framleiðandanum og á uppruna sinn í Chiapas í Mexíkó. Kaffið er ristað í London.

Kaffið er 100% Arabica.

Exhale kaffið er mjög hátt í pólýfenólum og er talið að það geti dregið úr kvíða eða hruni sem sumir lenda í eftir að drekka kaffi. Einnig er talið að pólýfenólar geti aukið árangur í bæði þol- og sprett íþróttum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að pólýfenól rík fæða sé náttúruleg leið til að styðja við heilbrigðan heila. 

Magn: 225g í pokanum

Athugið að hægt er að velja baunir  eða malað í öllum tegundum.

 

Hvaða tegund hentar best?

Organic House Roast:

Er flaggskipið þeirra. Miðlungsristað kaffi sem er ræktað í Chiapas í Mexíkó og ristað í London. 

Bragð: Apríkósukeimur og heslihnetu með karamellu eftirbragði. 

Hentar best: fyrir uppáhellingar, léttara og ávaxtameira kaffi án mjólkur.

Organic Darkish Roast:

Sama holla kaffið og House roast nema ristað aðeins dekkra fyrir meira súkkulaði bragð.

Bragð: hlynsíróp og kirsuber. Smá keimur af apríkósum og kanil. 

Hentar best: Fullkomið fyrir espresso, og alla kaffidrykki með mjólk eins og Bulletproof til dæmis. Eða ef sterkara bragð hentar.

Organic Decaf:

Koffínlaust kaffi sem hefur verið gert það með hreinasta vatninu í hæstu fjöllum Mexíkó og án allra aukaefna.

Bragð: Ljúft og í jafnvægi með smá saltkaramellu sætu. Keimur af kasjúhnetum, greip og epla eftirbragði.

Hentar best fyrir: Ef þú ert að forðast koffín en vilt njóta kaffidrykkjunar og þeirra hollu eiginleika sem þetta kaffi býður uppá. Einnig fyrir kvöldbollann. 

Bruggaðferðir:

Pressukanna:

Gott hlutfall fyrir pressukönnu er 60g af miðlungsmöluðu kaffi í 1 líter af vatni.

1. Fyrir 1 bolla, setjið 15-17g af kaffi í pressukönnuna

2. Fyllið með heitu vatni 30 sekúndum eftir að vatnið hefur soðið.

3. Bíðið í 5 mínútur með að pressu (gefið þessu 30-60 auka sekúndur ef þið viljið sterkara kaffi)

 

Umhverfið og vottanir

- Exhale fyrirtækið hlaut nýverið B-Corp vottun

- Exhale er að meta kolefnisspor sitt en þar sem kaffi vex ekki hér á Norðurslóðum þá þarf að flytja það frá Suður-Ameríku. 

- Exhale eru "Soil Association Organics" vottaðir og eins og áður kemur fram láta prófa á tilraunastofu til að vera vissir um að það sé ekkert skordýraeitur eða óæskileg efni í kaffinu. 

- Umbúðirnar eru plastlausar og jarðgerðanlegar (e. compostable)

- Kaffið er rekjanlegt

- "Fair Trade Certified"

- "Speciality Grade"

Meðan kaffið var í þróun fór það í gegnum 9 mismunandi próf á tilraunastofum. 

Hvernig varð Exhale kaffið til?

1. Markmið

Exhale prófaði 9 vinsælustu kaffitegundirnar fyrir heildarmagni pólýfenóla til að setja sér markmið fyrir Exhale kaffið og til að skoða vel samkeppnina.

2. Uppspretta

Einungis kaffi í hæsta gæðaflokki ( með yfir 80/100 í "speciality grade coffee scoring" hjá Speciality Coffe samtökunum) varð fyrir valinu. Einkunn er gefin eftir bragði, sem setur ákveðin viðmið og tryggir bragðgott kaffi.  

Einungis full rekjanlegt kaffi (til býla og bænda) kom til greina. Kaffið þurfti að vera flutt frá býlum á sem umhverfisvænastan máta.

Eingöngu bændur sem nota lífrænar ræktunaraðferðir komu til greina. 

Flest kaffi sem er koffínlaust inniheldur mjög mikið af efnum enda krefjast margir vinnsluferlar mikillar efnanotkunar og verður efnanotkunin til þess að kaffið missir hollustu eiginleika sína. Exhale valdi eingöngu baunir sem nota ekki kemísk efni við vinnslu á baunum sínum.

3. Velja rétta kaffið

Bragðprófun: Eftir ferlið að ofan sátu eftir 7 mismunandi inflytjendur af kaffi og völdu þau 10 mismunandi kaffi tegundir frá þeim sem þóttu bragðbestar og fóru með á tilraunastofu í prófanir. 

Kaffið var prófað á óháðri tilraunastofu þar sem pólýfenólagildi voru mæld. Kaffið sem innihélt mest af pólýfenólum hélt áfram á næsta stig. 

4. Verslun og geymsla

Sanngjarnt verð: Þau eru með staðla hjá sér að borga sanngjarnt verð (e. fair trade price) fyrir kaffið og borgar Exhale 5-10x hærra verð en það. 

Geymsla: Þau völdu kaffi sem er geymt í "Grain Pro" pokum. Pokarnir halda kaffinu fersku og það sem er mikilvægara, minnka líkur á mengun og skemmdum. 

5. Prófílgreining

Kaffið frá Exhale er ristað á mismunandi hátt en aldrei meira en meðal ristun ( upp í "darkish") til þess að hámarka klórgensýru sem fer hratt minnkandi eftir því sem kaffið er ristað dekkra. 

Bragðpróf: Valið var uppáhalds kaffið af "Q-grader" sem er fólk sem starfar við að bragða kaffi og meta gæðin á því og uppháhalds ristunar prófílarnir voru sendir áfram í prófanir.

Prófanir á tilraunastofu: Kaffið var prófað og magn pólýfenóla mælt til að finna hollasta kaffið og var klórgensýra einnig mæld. 

6. Staðfesting

Þó að eitthvað eigi að vera hátt í andoxunarefnum er það ekki gefið og að þau séu virk... Þau mældu magn andoxunarefna og báru saman við ýmsa ferska ávexti og grænmeti.

Bragðpróf: Lokabragðpróf fóru fram til að geta mælt með bestu brugg aðferðunum og í mismunandi kaffivélum, með og án mjólkur. 

Prófanir á tilraunastofu: Þessi mæling staðfesti að kaffi baunirnar séu án myglu, skordýraeiturs, óæskilegra efna og þungmálma. 

Prófanir á tilraunastofu: Mælt var magn níasíns (B3 vítamín) í löguðu kaffi til að sanna að kaffi af hæstu gæðum getur innihaldið nauðsynleg vítamín eins og ávextir og grænmeti.

7. Flutningur

Pakkningar: eru plastlausar og eru úr FSC vottuðum endurnýjanlegum skógum. Þær eru einnig 100% endurvinnanlegar og jarðgerðanlegar (e. compostable). Verið er að vinna með áfyllingar og verða þær vonandi fáanlegar fljótlega. 

Ferskleiki: Kaffi er fljótt að missa ferskleika, bragð og hollustu eiginleika sína. Ekki er mikið pantað í einu á Heilsubarnum til að tryggja að eingöngu ferskt kaffi sé í boði og er mælt með því að kaupa baunir til að halda ennþá meiri ferskleika og tryggja að sem mest af andoxunarefnum endi í bollanum þínum. 

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
B
B.
Mjög gott kaffi!

Ég hef bæði prófað decafe og með koffíni og er mjög ánægð með kaffið 👌🏼