Um Heilsubarinn

Heilsubarinn er net- og heildverslun með hágæða heilsuvörur. 

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi. Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á heilsubarinn@heilsubarinn.is. 

Athugaðu þó að við getum veitt almenna bætiefnaráðgjöf með tölvupósti en ekki ítarlega ráðgjöf eða læknisfræðilega ráðgjöf. Fyrir það bendum við á meðferðaraðila en Heilsubarinn er í samstarfi við marga meðferðaraðila á Íslandi. Endilega hafðu samband við okkur ef þú ert að leita að meðferðaraðila sem þekkir vörurnar á Heilsubarnum. 

Based on 291 reviews
92%
(269)
4%
(13)
1%
(3)
1%
(3)
1%
(3)

Við hjónin erum að tala þessar töflum og líkar mjög vel sofum miklu betur takk

Góð vara

Mér finnst erfitt að gefa sumum vörum umsögn því það sem þær gera er ekki alltaf sýnilegt. Eftir Covid sem ég fékk aftur í nóv. 2023 hefur ónæmiskerfið verið í rúst og ég fengið kvef og orðið veik á hálfs mánaðar fresti. Ég tók sérstaklega eftir því að í hvert sinn sem ég reyndi eitthvað á mig (ræktin eða fjallganga) var eins og kerfið hryndi og ég varð veik. Nú er ég búin að taka þetta á hverjum morgni í hálfan mánuð og búin að fara í nokkrar erfiðar fjallgöngur og orkan er góð, hef ekki fundið fyrir neinu. Ég vil því trúa því að þetta sé að hjálpa mér.

Frábær vara

Ég er á þriðju svona dollunni, ég elska þetta prótín, það er mjög bragðgott. Ég tek oft einn skammt með mér í vinnuna og fæ mér seinnipartinn þegar ég verð svöng. Mæli með.

Algjör bylting! Mun alltaf vera það fyrsta sem ég tek á morgnana.
Mun betri líðan yfir daginn og betri svefn.

Þetta virðist ekki henta mér, er búið að vera flögurt síðan ég byrjaði að taka þetta inn.

Besta próteinpúðrið á landinu

Þetta er langbesta próteinið á landinu, engu rusli bætt útí. Súkkulaði er mjög bragðgott mæli rosalega með.

Magnesium byltingin

Ég er búin að taka þetta inn í uþb 2 vikur og ég finn mikinn mun á svefninum, ég er fljótari að sofna, svefngæðin betri og ég er ekki endalaust að vakna upp,

Mjög gott kaffi

Eina kaffið sem ég drekk, finnst það bragðgott og treysti gæðum þess.

J
Optimal Magnesium (glycinate og malate)
Johann Hreidarsson

Fint

Er ekki viss hvað mér finnst því ég veit ekki hvernig er best að nota þetta og hvað mikið í einu

D
Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Ítarleg ráðgjöf (90 mínútur)
D.A.
Heilsuráðgjöf hjá Aletta

Ég get heilshugar mælt með heilsuráðgjöf hjá henni Alettu. Ég hef verið lengi í vafa með það hvaða bætiefni ég eigi að taka. Aletta leiðir mann algerlega í gegn um það hvaða bætiefni maður þarf miðað við þau einkenni sem maður er að eiga við. Það er mjög gott að tala við hana og hún hlustar á mann og útskýrir vel hvað er að gerast í líkamanum miðað við einkenninn sem maður telur upp fyrir henni.
Ég myndi segja að hún hafi mikla þekkingu og reynslu.
Einnig er alltaf hægt að senda henni póst ef það er eitthvað sem maður þarf að spurja út í og hún er mjög fljót að svara til baka.
Hún gaf mér gott plan að fara eftir bæði með mataræðið og einnig hvenær ég eigi að taka hvaða bætiefni ofl.

Mæli hiklaust með ráðgjöf hjá henni, það er mjög gott að fá leiðsögn frá henni í heilsumálum :)

Mjög góð vara

Kannski ekki að marka ennþá, en það er ekki eins mikið loft í maganum eftir að ég byrjaði
Ég held að ég muni halda áfram að taka þetta inn

Betra en allt annað

Hætti að drekka venjulegt kaffi fyrir rúmu ári vegna höfuðverkja en fór yfir í koffínlaust og það var mun betra en ekki sama hver tegundin var. Sá svo heilsubarinn augl og ákvað að prófa og sé ekki eftir því 🙂 kaupi koffínlausa kaffið þeirra pottþétt áfram.

hear fæst þetta ?

Við hjónin erum að bóta þessa vöru og líkar mjög vel
Takk fyrir

Besta kaffið

Prufaði þetta kaffi og mér finnst þetta mjög gott kaffi...bragðið og fer vel í mig...mæli með þessu kaffi

Ég er nú ekki búin að taka þetta lengi en liðar góðu

Þetta er mjög gott léttir hausin og ég finn mun snarpari hugsun og minkandi t.d. minnisleysi á manna nöfnum

H
Hágæða fjölvítamín fyrir börn eða viðkvæma (hylki)
HG
Góð vítamín

Ég er búin að gefa dóttur minni þessi vítamín í mörg ár. Hún er viðkvæm fyrir vítamínum og hef ég prófað margar tegundir en þessi eru best.

Þetta virkar of vel fyrir mig

Ég vil í raun gefa þessu 5 stjörnur því þetta virkar mjög vel, ég fann hvað ég hafði meiri orku þegar ég tók þetta, en…. Ég er með mjög og ég meina mjög viðkvæmt taugakerfi og t.d. flest nátturulyf sem eiga að virka róandi virka öfugt á mig. Því miður hefur nmn ekki góð áhrif á svefninn minn svo ég ætla að taka smá pásu en prófa svo aftur og taka annan hvern dag bara eina til að byrja með. Það fyndna er að ég keypti nákvæmlega þetta sama fyrr á árinu eða í fyrra og lenti í því sama en var búin að gleyma því svo nú á ég tvær dosir inn í ísskáp!

Mjög gott, er hressari og sef lika betur 😊

Mjög ánægð

Ég finn mun og ég sef betur. Er ekki að vakna á morgnanna með þurrk í muninum🥰

Við notum vafrakökur til að þú fáir sem besta upplifun af heimasíðunni.

SKILMÁLAR