Hæ hæ, Ég heiti Guðfinna. Ég er heilbrigðisverkfræðingur og held ég að enska orðið "biohacker" eigi ágætlega við mig þar sem ég hef prófað margt þegar kemur að heilsunni og þurft að einstaklingsmiða það og sníða að minni heilsu. 

Eftir að hafa myglað hressilega fyrir þó nokkrum árum og fengið efnaóþol í kjölfarið hef ég verið í vegferð að bæta heilsuna og síðan heilsuhámörkun. Til þess að ná bata hef ég prófað og notað mjög fjölbreytta flóru af aðferðum, eins og mataræði, umhverfið (minnka óæskileg efni í kringum mig), hreinsanir, fæðubótarefni, unnið mikið með hugann og heilann, hreyfingu, saunur, kuldaböð, öndun, svefninn, mikla áherslu á þarmaflóruna og meltinguna.

Verandi heilbrigðisverkfræðingur hef ég einnig mikinn áhuga á allri tækni og mælingum tengdum líkamanum og legg áherslu á að nýta mælingar til þess að hámarka heilsuna þegar það á við. 

Ég legg mikla áherslu á að velja eingöngu inn vörumerki sem ég sjálf nota dagsdaglega, eru af hæstu gæðum og ég hef trú á að komi til með gagnast þér.

Heilsumælingar hjálpa til við að skilja hvernig líkaminn þinn virkar og hvað hentar honum best.

Ekki eru öll fæðubótarefni sem henta öllum og því er mikilvægt að taka ekki bara inn hrúgu af fæðubótarefnum til þess að ná góðri heilsu. Það þarf að gera það af skynsemi og skilja hvernig hvert efni hefur áhrif á þig á hverjum tíma. Algeng er að fólk sem orðið viðkvæmt fyrir umhverfinu sínu eða eru með slæma meltingu, eða flóru þoli einungis lítið magn af fæðubótarefnum og þá er mikilvægt að byrja á mjög lágum skömmtum.  

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á heilsubarinn@heilsubarinn.is