Karfa

  • Engar vörur í körfu

Airofit PRO™ öndunarþjálfinn

54.900 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Airofit

Hvað er Airofit PRO™ öndunarþjálfinn?

Það er fyrsti og eini snjall öndunarþjálfinn í heiminum og kemur frá Danmörku. Airofit PRO™ kerfið byggir á öndunarþjálfanum og appi sem virkar eins og fjarþjálfari fyrir þig í öndunaræfingunum og gerir þér kleift að þjálfa öndunarstyrk, andrýmd (það loftmagn sem hægt er að blása úr lungum eftir hámarksinnöndun), loftfirrtan þröskuld og aðra þætti öndunar. 

Hægt er að stilla viðnám í sitt hvoru lagi fyrir inn- og útöndun og er þjálfunin einstaklingsmiðuð. 

Öndunarþjálfinn hefur innbygðan mælibúnað sem mælir öndunarrúmmál og styrk og sendir gögnin jafnóðum í appið. Appið gefur þér endurgjöf í rauntíma (eins og tölvuleikur) á hversu vel þú ert að anda og skráir niður niðurstöður úr fjölbreyttum æfingarprógrömmum sem í boði eru.  Þú velur sjálf/ur hvers konar þjálfun þú vilt leggja áherslu á. Æfingarprógrömmin eru sérsniðin að þér og tekur inn í myndina aldur, hæð, kyn og hvers konar æfingar þú vilt gera. Einnig er tekið með í myndina fyrsta mælingin sem þú gerir, þína lungna andrýmd og styrk og setur það sem grunnviðmið til þess að tryggja að þú byrjir á réttum stað í þjálfun. 

Það skiptir engu máli hvar þú stendur þegar kemur að öndunargetu. Auðvelt er að fylgjast með hvernig árangurinn þinn þróast yfir tíma.

Einungis þarf að æfa í 5-10 mínútur á dag (frá annarri hreyfingu) til þess að sjá sjáanlegan árangur á nokkrum vikum. Mælt er með því að æfa 2x5 mínútur á dag. Hins vegar hefur Airofit fundið út að 2x10 mínútur á dag þarf til að ná hámarksárangri en mælt er með að þú þjálfir þig hægt og rólega upp í þann tíma. 

Athugið að hægt er að nota tækið fyrir fleiri en einn sem eru t.d. á sama heimili, þ.e. hægt er að tengja fleiri en einn aðgang við hvert tæki. Hægt er að kaupa auka munnstykki fyrir hvern og einn. Til eru tvær tegundir, basic og advanced og er mismunandi hvort stykkið fólk velur, það er ekkert eitt rétt.  Þú bítur meira í advanced stykkið til að halda því á réttum stað en basic er með stærri flipa sem heldur því á sínum stað. 

Þó að fólk noti mismunandi munnstykki þá getur munnvatn hins vegar komist inn í þjálfann og því er að mikilvægt að þrífa þjálfann vel á milli einstaklinga ef til dæmis par eða fjölskylda notar sama tæki. Bakteríur eða vírusar geta því smitast á milli. Það má þrífa hann með rennandi heitu vatni (athugið að það verður að smella rafbúnaði af fyrir þrif!) og mildri sápu inná milli.

Hvernig hljómar það að sitja á rassinum, anda í tæki og mögulega bæta íþróttaárangur með því?

Appið sem er frítt hentar bæði fyrir Iphone (iOS 11 eða nýrri) og Android (7 eða nýrri). Það virkar einnig án nettengingar. Þú getur fengið daglegar áminningar um að gera öndunaræfingar frá appinu. 

Stærð: L: 7cm, V: 7,7cm D: 2,7cm

Þyngd: 45g með munnstykki

Ekkert aldurstakmark er til að nota Airofit. Hins vegar leyfir appið ekki neinum undir 13 ára að skrá sig. Það er vegna þess að viðmiðunargögnin sem gefin eru upp í appinu miða þig við einhvern á sama aldri og ekki eru til öndunargögn fyrir börn yngri en 13 ára. Það er hins vegar ekkert sem mælir móti því að yngri börn noti þjálfann en gögnin verða miðuð við 13 ára einstakling. Það er mælt með því að allir undir 15 ára aldri geri æfingarnar undir handleiðslu fullorðins einstaklings. 

2 ára ábyrgð er á tækinu og er 45 daga skilafrestur ef þú ert engan veginn ánægð/ur með árangurinn sem þú nærð á þeim tíma. Endurgreiðsla fer þá fram og þú færð engar spurningar tengdar því. 

Öndunarþjálfinn var upprunalega þróaður sem læknishjálp fyrir þá sem þjáðust af astma og langvinnri lungnateppu. Hann var þróaður og prófaður af AMBU, alþjóðlegu, dönsku lækningatækjafyrirtæki sem þróaði og framleiddi lækningabúnað fyrir spítala. 

Athugið að margt fyrir neðan eru linkar á vísindagreinar og "case studies", það sést mögulega ekki eins vel í síma að þetta eru linkar.

Fyrir hverja er Airofit PRO™ öndunarþjálfi? 

Fyrir þá sem:

  • vilja taka öndunaræfingar á næsta stig fyrir heilsu og vellíðan eins og aukna orku, dýpri slökun, minnkað stress og mögulega betri svefn.
  • vilja ná auknum árangri í ræktinni og í íþróttum
  • vilja auka endurheimt eftir æfingar
  • vilja ná hámarksárangri í keppnisíþróttum
  • syngja og vilja bæta öndunina
  • eru með astma
  • eru með langvinna lungnateppu (COPD)

Tækið hefur verið sérstaklega vinsælt meðal eftirfarandi íþróttagreina erlendis:

Öndunarþjálfun gagnast hins vegar í nánast hvaða íþróttagrein sem er. 

Töluvert er komið af reynslusögum af Airofit PRO™ öndunarþjálfanum erlendis frá eins og sjá má á heimasíðu Airofit.