Karfa

  • Engar vörur í körfu

Alitura derma rúllur - Örnála rúllur fyrir húð

4.786 kr

Nálastærð

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Alitura

Alitura derma rúllurnar eru með 600 örnálar úr hreinu, óhúðuðu títaníum og eru stór partur af húðrútínu þeirra sem vilja ná hámarksárangri með húðina sína. 

Talið er að notkun örnála á húð:

- Hjálpi húðinni að nýta næringarefni úr húðvörum enn betur vegna þess að blóðflæði í háræðum við húðina eykst við það að rúlla. 

- Örvi kollagen framleiðslu og endurnýji húðfrumur sem getur leitt til þéttari og stinnari húðar.

- Geti dregið úr örvef á húð, sliti, appelsínuhúð, minnkað svitaholur, bólur og önnur bólguvandamál í húð.  

Hvaða stærð af nálum á ég að velja?

- 0,25mm: Byrjandi

- 0,5mm: Er með reynslu

- 1mm: Reynslubolti

Hvernig á ég að nota rúlluna?

Hér er vídeó sem sýnir hvernig þú átt að bera þig að með rúlluna

Hér er grein (á ensku) um derma rúllur

Hvernig þríf ég rúlluna eftir notkun?

Mjög mikilvægt er að þrífa rúlluna vel eftir hverja notkun. Best er að sótthreinsa rúlluna með því að leggja hana á kaf í alkóhól (isopropyl) í um 1-5 mínútur. Þú getur síðan látið rúlluna þorna og hrist auka vökva af.

Hvað dugir rúllan lengi?

Rúllan gefur bestan árangur ef hún er notuð í 20 skipti. Athugið að þetta er breytilegt eftir því hvernig þú notar rúlluna eða hversu lengi í hvert skipti.