Rakagefandi og stinnandi húðolía sem gerir húðina silkimjúka. Blandan inniheldur náttúrulegar og lífrænar Avókadó-, Vínberjafræ-, Hemp- og Birki olíur sem eru fullar af vítamínum, fitusýrum og andoxunarefnum sem gefa húðinni aukin raka og stinnleika.
Með ferskum jarðar angan.
Handgert: vörurnar frá Angan Skincare eru handgerðar frá grunni í smáum skömmtum til þess að vörurnar séu ávallt ferskar og með bestu virknina.
Innihaldslýsing:
Persea Gratissima (Avocado) Oil°, Simmondsia Chinensis (Jojoba) Seed Oil°, Cannabis Sativa (Hemp) Seed Oil°, Vitis Vinifera (Grapeseed) Oil°, Prunus Amygdalus dulcis (Almond) Oil°, Betula Pubescens (Birch) Leaf Extract*, Tocopherol, Citrus Bergamia (Bergamot) Peel Oil°, Citrus Sinensis (orange) Peel Oil°, Pogostemon Cablin (Pathouli) Oil°, Citrus Limonum (lemon) Peel Oil°, +Limonene, +Linalool, +Citral
°Vottað lífrænt *Villtar jurtir +Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía
Án parabena og annara aukaefna.
Tilgangur hráefna:
AVÓKADÓOLÍA : Nærandi og rakagefandi olía sem mýkir og nærir vel húðina. Bætir teygjanleika húðar og inniheldur mikið af fitusýrum og vítamínum.
VÍNBERJAFRÆOLÍA: Eykur teygjanleika, stinnir, sléttir og tónar húðina. Inniheldur beta-karótín, form A vítamíns sem viðheldur kollageni.
HEMPOLÍA: Rakagefandi, græðandi og nærandi olía sem inniheldur gott hlutfall af omega 3 & 6 fitusýrum og próteinum. Rík af GLA (gamma linoleic acid) sem hjálpar til við að halda réttu rakastigi húðarinnar.
ÍSLENSK BIRKIOLÍA: Hreinsandi & samdragandi olía. Virkar vel á appelsínuhúð og hjálpar við að hreinsa líkamann.
PACHOULI: Bólgueyðandi og vinnur vel á þurra húð.
Endurvinnsla:
Ytri umbúðir, gler flaska og pumpa eru endurvinnanleg í endurvinnslu innanlands. Einnig er hægt að nýta umbúðirnar fyrir eitthvað annað og gefa þeim þannig nýtt líf.
Vinsamlegast fylgdu þessum skrefum: ♻
- Aðskilið gler flösku og pumpu
- Skolið vel út íláti
- Setjið í endurvinnslutunnu