Karfa

  • Engar vörur í körfu

Bulletproof kaffi pakki 3

12.590 kr14.820 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Bulletproof

Bulletproof kaffi með hreina og myglulausa vottun:

Léttristuð morgun blanda. Ljúft kaffi með mjólkursúkkulaði-, appelsínu-, berja- og sítrustónum. Blandan er vottuð sem hrein vara og laus við óæskileg efni og myglu. Er einnig vottuð af "Rainforest Alliance". Kaffiblandan fer í gegnum sérstakan Bulletproof kaffi feril sem er eftirfarandi:

- Beint samband við ræktunaraðila til að tryggja sjálfbærni framleiðslu.

- Ræktað í mikilli hæð í Guatemala og Kólumbíu. 

- Kaffibaunir eru þvegnar á sjálfbæran hátt, þurrkaðar í vélum og síðan prófað fyrir óæskilegum efnum. 

 

Bulletproof Brain Octane olía (473ml):

Brain Octane olían frá Bulletproof er 100% hrein C8 olía sem þýðir að hún gefur frábæra ketóna orku og gerir það betur hefðbundnar MCT olíur. Bulletproof eru þekktir fyrir C8 olíuna sína sem er eitt af innihaldsefnunum í Bulletproof kaffi. Olían er talin gefa heilanum orkuskot og skýra hugsun. Hún umbreytist hratt í ketóna orku sem gefur líkamanum orku og talið hjálpa við matar- og sykurlanganir. Olían er einnig talin hjálpa til við orkuskipti sem getur hjálpað við fitubrennslu. Olíuna má t.d. nota í Bulletproof kaffi, hella yfir salat, grænmeti eða steik, eða blanda í hristinginn þinn. 

Athugið að fyrir þá sem eru ekki vanir að taka inn MCT olíur, þá er gott að byrja rólega til að það endi ekki með klósetthlaupum...  Gott er að byrja á einni teskeið og vinna sig síðan upp í hærra magn ef þú þolir hana vel. 

 

Innerfuel prebiotic: næring fyrir góðgerlana og meltingarstuðningur

Gefðu góðu bakteríunum að borða með InnerFuel frá Bulletproof. Blandan er bragðlaus og blandast auðveldlega í uppáhaldsdrykkinn þinn, til dæmis í hristinga, djúsa eða Bulletproof kaffi. Blandan er talin hjálpa til við að halda reglulegri meltingu þegar þú nærð ekki að borða nógu trefjaríka fæðu. Samkvæmt vísindarannsóknum hjálpa innihaldsefnin þér að vera saddur/södd lengur. Larch Arabinogalactan sem fæst úr lerkiberki er "prebiotic-ið" í blöndunni og er talið styðja við heilbrigt ónæmiskerfi og innihalda pólífenóla.

Lífræn Acacia: gefur þarmaflórunni næringu og styður við heilbrigða meltingu.

Guar trefjar (PHGG): fæðir góðu bakteríurnar í þörmunum, taldar hjálpa þér að vera saddur/södd lengur og talið minnka líkur á að blóðsykurinn rjúki upp eftir máltíð. 

Larch Arabinogalactan: talið styrkja ónæmiskerfið og inniheldur pólifenóla.

 

Hvernig á að gera Bulletproof kaffi:

1. Hellið uppá kaffi og notið um 240ml af kaffi í blönduna 

2. 1-2 tsk ósaltað smjör

3. 1 tsk-2msk af Brain Octane olíu (athugið að gott er að byrja á 1tsk ef þú ert ekki vanur/vön olíunni og vinna sig rólega uppí 2msk ef maginn þolir)

4.  Setja Innerfuel útí eins og hentar

5. Setjið í blandara og blandið í um 20-30 sek (passið að það gjósi ekki uppúr!). Einnig er hægt að setja blönduna í stóra glerkrukku og nota töfrasprota til að blanda.