Karfa

  • Engar vörur í körfu

FODMATE - fyrir þá sem þola FODMAP fæðu illa

8.450 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Microbiomelabs

FODMAP stendur fyrir Fermentable (gerjanlegar) Oligosaccharides (fásykrur), Disaccharides (sykrur), Monosaccharides (einsykrur) og Polyols (pólýól). FODMAPs eru gerjanlegar trefjar eins og sykuralkóhól og stuttkeðju kolvetni sem eru illa frásoganleg í meltingarveginum. Heilsubætandi áhrif þess að neyta gerjanlegra "prebiotic" trefja eru vel þekkt. Trefjarnar eru til að mynda frábær fæða fyrir meltingargerlana. Samt sem áður getur meltingin átt í erfiðleikum með að brjóta niður trefjarnar og getur þú þá fundið fyrir óþægindum þegar þú neytir þeirra. Einkennin geta verið:

- Vöðvaspenna í maga

- Magaverkur 

- Uppþemba

- Stífla eða hægðatregða

- Niðurgangur

- Vindgangur

 

Mataræði sem er lágt í FODMAPS er yfirleitt hugsað sem meiri skammtíma lausn við þessu vandamáli og reynist mörgum erfitt að vera á mjög ströngu FODMAP lágu mataræði til lengri tíma. Til lengri tíma getur það líka leitt til þess að meltingargerlarnir fá ekki næga fæðu. 

Kostir þess að taka inn FODMATE:

- Meltingarensíma blanda sem hjálpar til við að brjóta niður FODMAPs sem geta valdið þér vandræðum í meltingunni. 

- Hjálpar þér að komast yfir meltingarvandamál án þess að fara á strangt mataræði eða fara á mataræðið í styttri tíma. 

- Gerir þér kleift að neyta fæðu sem er gjarnan næringar-, og andoxunarrík.