Karfa

  • Engar vörur í körfu

Gena mæling

27.500 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Omnos

Genapróf er eitt af þeim prófum sem er að verða mjög vinsælt af þeim ástæðum að fólk vill vita meira um sjálft sig til að geta tekið ábyrgð á eigin heilsu.

Áttu að fara á ketó? Vera vegan? eða kannski kjötæta? Eins og þú veist er orðið mikið úrval af mjög ólíkum matarræðum en staðreyndin er sú að við erum öll misjöfn og mismunandi matur og næring hentar hverju okkar.

Með því að taka genapróf eykurðu líkurnar á því að velja næringu sem hentar þínum líkama og geta forgangsraðað hvaða þátt heilsunnar þú átt að einblína á.  

Þetta próf hjálpar þér að setja þér heilsumarkmið sniðin að þínum líkama og huga og eykur líkur að þú náir markmiðum þínum. 

Omnos fyrirtækið og Heilsubarinn eru í samstarfi við að bjóða uppá heilsumælingar á Íslandi. Það sem Omnos fyrirtækið gerir er að velja bestu mögulegu prófin í hverjum flokki (gena, hormóna og flóru) frá þekktum tilraunastofum útum allan heim og koma með ýtarlegar upplýsingar fyrir á einfaldan máta þannig að þú skiljir og getir framkvæmt það sem mælt er með.

Omnos tengir einnig saman niðurstöðurnar úr prófum, þannig að ef þú tekur t.d. fleira en eitt próf hjá þeim, þá verða niðurstöðurnar nákvæmari og eru þær tengdar saman. Ef það kemur t.d. útúr þarmaflórumælingunni  að þú virðist vera járnlítil/l en prófið segir líka að þú sért með sníkjudýr sem nærist á járni, þá er byrjað að tækla sníkjudýravandamálið en ekki járnskortinn, því annars heldurðu áfram að næra sníkjudýrið með járni.

Omnos er brautryðjandi í því að nota nýjustu tækni, og gervigreind við gagnaúrvinnslu og geta því á mjög snjallan hátt gefið ráðleggingar eftir því.  Þeir geta einnig brugðist hratt við nýjum ráðleggingum eftir því sem rannsóknum og vísindin koma fram með nýjar upplýsingar. 

Athugið að Heilsubarinn er eingöngu milliaðili í þessum viðskiptum og fær því engar upplýsingar frá hvorki þér né Omnos um niðurstöður úr prófum. Þjónusta Omnos ber mikla virðingu fyrir persónugögnum og fer með þær samkvæmt ströngustu kröfum.

Prófið er frá Vitagen X

Tilraunastofurnar sem vinna prófið eru allar með ISO vottanir frá Bretlandi og Evrópusambandinu. 

Prófið er með því víðtækara á markaðnum og eru fá próf sem prófa og gefa upplýsingar um svona mörg gen. Það að allar upplýsingar séu á rafrænu formi hjá Omnos gerir þeim kleift að bæta við um leið og nýjungar berast úr genavísindaheiminum. Þeir hafa til dæmis brugðist við faraldrinum með því að bæta inn sérstökum lungnasjúkdóma áhættuþætti ásamt sýkingarhættuþætti. Fleiri breytur eru sífellt að bætast við og eru nokkrar mjög spennandi á leiðinni. 

Þú færð einfaldar upplýsingar sem þú getur sjálf/ur skilið en hefur einnig aðgang að hráum upplýsingum og hverju einasta SNP-i (um 350) og getur skoðað vísindagreinar á bakvið hvert gen og hvernig þau tengjast ráðleggingunum sem þú færð. Mjög mikið er lagt upp úr gagnsæi og tengingu við vísindin. 

Hvað færð þú útúr þessu prófi?

- 700.000 gena SNP eru prófuð

- Fáðu upplýsingar úr yfir 350 genum (SNPs)

- Færð einfaldar ráðleggingar sem þú getur hrint í framkvæmd strax.

- Þú átt gögnin þín og getur fengið hráu gögnin og beðið um að fá gögnin þín afhent hvenær sem er.

Athugið að allt er innifalið í verðinu, sendingarkostnaður, prófið og greining og ráðleggingar til þín. 

Hvernig virkar þetta?

1. Þegar þú setur prófið í körfu hérna á síðunni og greiðir fyrir fer af stað pöntun.

2. Prófið verður sent heim til þín með DHL.

3. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja en við munum einnig senda tölvupóst með leiðbeiningum á íslensku. 

4. Helst daginn áður en þú setur sýnið (munnvatnssýni í þessu tilfelli) í meðfylgjandi pakkningar sendir þú tölvupóst (á ensku) á orders@omnos.me og segir að þú sért tilbúin/n að senda sýnið.

5. Þið komið ykkur saman um hvort DHL komi og sæki sendinguna til þín eða hvort þú skilir henni til DHL.

6. Þegar sýninu hefur verið skilað  brunar það á tilraunastofu þar sem það er greint.  

7. Í millitíðinni færð þú sendar upplýsingar frá Omnos um að breyta lykilorði á aðgangi þínum hjá www.omnos.me. 

8. Um 4 vikum eftir að sýnið kemur á tilraunastofuna munt þú fá tilkynningu í tölvupósti þegar niðurstöður eru komnar inná aðganginn þinn.

Hafið endilega samband: heilsubarinn@heilsubarinn.is ef eitthvað er óljóst eða ef þú vilt meiri upplýsingar. Sjálfsagt er að aðstoða þig í ferlinu :-)

Hvenær fæ ég niðurstöðurnar?

  • Niðurstöður fást um 3-4 vikum eftir að sýnið kemst á rannsóknarstofuna.  Þú færð tilkynningu að upplýsingar séu komnar inn á Omnos platformið og þá geturðu skoðað niðurstöðurnar á mannamáli.  Þú getur einnig prentað út ítarlega skýrslu. 

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.