New
Uppselt

Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Eftirfylgni (45 mín)

FRAMLEIÐANDI: Heilsubarinn

15.000 kr

Við erum svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur hana Alettu Sørensen sem er reyndur, löggiltur næringarfræðingur með áherslu á hagnýta læknisfræðilega (e. functional medicine) nálgun sem býður nú uppá heilsuráðgjöf fyrir kúnnana okkar. 

Aletta hefur einstakan skilning á líkamanum, heildræna hugsun, víðtæka menntun, gríðarlega reynslu og hefur hún náð miklum árangri með skjólstæðingum sínum.

Hún hefur sjálf lent í alvarlegum veikindum sem hún hefur þurft að vinna sig upp úr með hjálp næringar, lífstílsbreytinga og bætiefna. Þetta hefur gefið henni einstaka innsýn í hvað virkar og hvað ekki á eigin skinni og hvernig er hægt að vinna að því að komast að rót veikinda með hjálp hagnýtrar læknisfræðinálgunar.

Aletta hefur unnið með skjólstæðingum um allan heim og hefur sérhæft sig í flóknum veikindum þar sem mörg kerfi líkamans eru í ólagi. Þá hefur hún einnig unnið með fjölmörgum með minna flókin heilsuvandamál þar sem markmiðið er að efla heilsuna og hámarka hana. Hún nýtir sér nýjustu klínísku rannsóknir og fjölbreytta tækni og aðferðir til að hjálpa skjólstæðingum sínum að ná árangri í heilsumarkmiðum sínum. 

Hún leggur mikið upp úr að efla heilsu með því að fræða og veita skjólstæðingum sínum verkfæri til að taka sjálft ábyrgð á heilsu sinni og þannig bætt lífsgæði. 

Hún hefur einnig unnið við ráðgjöf á háþróuðum bætiefnalínum, unnið að námskeiðum í samstarfi við þekktar erlendar stofnanir og sérfræðinga í greininni, ásamt því að fá umfjöllun í fjölda lækna- og heilsutímarita.

Hvort sem þú ert að leitast eftir að hámarka heilsuna eða vinna með flókin heilsufarsleg vandamál þá tekur Aletta á móti þér í ráðgjöf.

Athugaðu að ráðgjöfin fer fram á ensku og í símaviðtali eða netviðtali. Ef enskan er vandamál getum við einnig skoðað stuðning við þýðingu.

 

Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Hér koma ummæli frá skjólstæðingum Alettu erlendis frá:


“ Ég mæli hiklaust með Alettu vegna þess að hún hefur hjálpað mér að skilja mikilvægi heilbrigðs mataræðis og lífstíls. Hún er sérfræðingur sem hefur greinilega eitt miklum tíma í að afla sér þekkingar á sínu sviði. Með nákvæmni sinni, eftirtekt og greiningaraðferðum tókst henni að komast að orsök einkenna sem ég hef glímt við í mörg ár. Með hennar hjálp tókst mér að tileinka mér mun heilbrigðari lífstíl. Hún er fær í að setja fram flóknar læknisfræðilegar upplýsingar á skýran og einfaldan hátt. Aðrir eiginleikar hennar sem mér finnst bera af eru hversu áreiðanleg hún er og fagleg. Ég mun alltaf leita til Alettu í framtíðinni með mín heilsuvandamál.”

- Adelina skjólstæðingur


“Aletta er mjög heildrænn næringarfræðingur! Hún gaf mér ekki bara næringaráætlun heldur einnig heilbrigðari lífstíl sem hefur hjálpað mér með þyngdartap eftir tíðahvörf! Ég mæli mikið með uppskriftunum hennar og næringaráætlun.”

- Celia skjólstæðingur


“Aletta breytti lífi mínu. Eftir að hafa verið með síþreytu og mikla heilaþoku í yfir 15 mánuði og vandamál í lungum eftir Covid og verið við það að gefast upp með að ná einhverjum bata og ná fyrri heilsu fékk ég tækifæri á að vinna með Alettu. Eftir mjög ítarlega upphafsráðgjöf þá náði hún að finna rót vandamálanna hjá mér og koma með ítarlega næringar- og bætiefnaáætlun. Lífið mitt breyttist eftir þetta. Ég hafði aldrei haft þessa nálgun á mataræði en áætlunin innihélt mikið að hreinum mat, mikið af próteinum og að forðast unninn mat. Með þessu einu og sér leið mér mun betur. Aletta hefur haldið áfram að vinna með mér og styðja mig í gegnum breytingar sem ég fann fyrir í vegferðinni. Ég er nú orðin 85% af því sem ég var áður og er farin að æfa eins og áður sem er yndislegt. Nú hef ég verkfærin og þekkinguna til að halda áfram á þessari vegferð. Ég hefði aldrei trúað því að þetta væri hægt fyrir 9 mánuðum síðan. Ég er svo þakklát fyrir hjálpina og þessa öflugu þekkingu sem Aletta hefur gefið mér. Þekking hennar er einstök, ég hef lært svo mikið á því að vinna með henni. Ég myndi mæla með henni við hvern sem er.

- Ebony skjólstæðingur


“Ég hafði verið með krónísk einkenni þreytu og öndunarfæravandamála, ásamt öðrum vandamálum í yfir 14 mánuði þegar ég hitti Alettu fyrst. Öll einkennin byrjuðu eftir að ég fékk Covid-19. Ég eyddi 14 mánuðum í að ná bata án stuðnings. Ég prófaði fjöldann allan af vítamínum og lífstílsbreytingum án nokkurs bata. Aletta kom eins og ferskur andblær. Ég fór í ítarlegt viðtal til hennar og sagði henni heilsufarssöguna mína. Hún fann strax lykilatriði sem við yrðum að tækla til að líkaminn minn fengi tækifæri í að lækna sig. Það hefur enginn hlustað jafn vel á mig og skilið mig alla mína ævi. Hún hefði ekki getað haft meira rétt fyrir sér í þeim skrefum sem við tókum næst með næringu og bætiefnum því eftir 5 vikur fann ég strax ótrúlegan árangur. Ég hef einnig lært svo mikið af henni um næringu, þekkingin hennar er einstök. Takk Aletta!!”

- Sara skjólstæðingur

Innihaldslýsing

Heilsuráðgjöf

Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu.

Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.

Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Eftirfylgni (45 mín)

Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Eftirfylgni (45 mín)

15.000 kr