Karfa

  • Engar vörur í körfu

Hlauparapakkinn

16.224 kr20.280 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Heilsubarinn

Þessi pakki er upplagður fyrir hlaupara og hjólara. Hann inniheldur Lífræna rauða djúsinn frá Organifi, NADH+COQ10 og steinefnasölt frá Seeking Health.

Rauði djúsinn:

Þreyta og orkuleysi geta skemmt góðan dag. Lífræni rauði djúsinn frá Organifi er talinn geta haldið orkunni jafnri og hentar frábærlega með í hlaupatúrinn eða sem "pick-me-up" seinnipartinn.

Pakkarnir henta vel til að taka með sér í hlaupatúra, ræktina eða ferðalagið. Þeir innihalda duft sem þarf að blanda í vatn.

Drykkurinn inniheldur:

Cordyceps

Forn hefð er fyrir því að nota cordyceps sveppinn í Indlandi. Hann hefur öfluga andoxunareiginleika og er aðlögunarjurt (adaptogen), talinn styðja orku og koma jafnvægi á líkamann. 

Siberian ginseng

Öflug aðlögunarjurt sem hefur verið notuð í þúsundir ára í kínverkum læknisfræðum til að auka þol og orku. 

Reishi svepp

Öflug aðlögunarjurt sem hefur verið notaður í þúsundir ára í kínverskri læknisfræði til að auka þol og orku. 

Rauðrófur

Hlaðnar vítamínum, steinefnum, andoxunarefni og nítrötum. Margir þjálfarar hafa séð frábæran árangur með notkun rauðrófusafa.

Berja blöndu

Lífræn bláber, granatepli, hindber, jarðaber og trönuber.

Acai

Pökkuð af næringarefnum sem eru talin auka orkuna. Rík af andoxunarefnum, elektrólýtum og B vítamínum.

Rhodiola

Planta sem þrífst vel í köldu veðri. Talin henta vel til að styðja líkama og huga í stressi og streitu, líkamlegu, andlegu og vegna umhverfis.

 

Steinefnasölt: Berjabragð

Optimal Electrolyte frá Seeking Health er hollur, sykurlaus íþróttadrykkur sem hentar frábærlega í stað íþróttadrykkja með sykri og litarefnum. Hann kemur á duftformi sem er blandað í vatn. Drykkurinn kemur í þremur mismunandi bragðtegundum, appelsínu, berja og límónaði. 

Steinefnasölt (elektrólýtar) bera rafmagnshleðslur og spila stórt hlutverk í að viðhalda stöðugleika í frumuhimnum og tryggja góða vöðvavirkni.

Í drykknum eru kreatín, D-ribose og níasín og styður það við viðhald frumna ásamt orkuframleiðslu. 

Kreatín er framleitt á náttúrulegan hátt í líkamanum og hjálpar til við að koma orku til frumna. Kreatín er talið styðja við vöðvaheilsu, styrk og hraðaþjálfun.

D-ribose er pentósykur sem er talinn styðja við orkuframleiðslu og endurheimt vöðva. 

Níasíni er bætt við blönduna til að styðja við heilbrigt blóðflæði og metabólisma. Þetta B vítamín er mikilvægt fyrir almennilega virkni allra frumna, sérstaklega frumur í heilanum og taugakerfinu.

Blandan inniheldur einnig elektrólýta steinefnin kalíum og magnesíum. 

 

NADH+COQ10:

Algengt er að fólk noti þetta fæðubótarefni fyrir meiri orku, minni og einbeitingu, ásamt stuðningi við miklar þol- og þrekæfingar. 

Þetta fæðubótarefni frá Seeking Health inniheldur 50mg af CoQ10 og 25mg af PANMOL® NADHmicro í tuggutöflu. NADH er líffræðilega virkt form af níasíni (B3) og virkar eins og neisti fyrir frumu metabólisma.

CoQ10 skaffar frumum ATP, eða orku sem nauðsynleg er fyrir eðlilega frumuvirkni. CoQ10 er einnig andoxunarefni í hvatberum og fituhimnum í líkamanum. Það styður við frumuheilsu og aðstoðar í endurnýjunarferli annarra mikilvægra andoxunarefna eins og E vítamíns. Magn CoQ10 í vef minnkar með aldrinum og hefur þar áhrif á getu fruma til að viðhalda orkuframleiðslu og frumuviðgerðum.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)