Karfa

  • Engar vörur í körfu

Jafnvægi – næring og jurtir fyrir hjarta, æða- og taugakerfi

7.490 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Pure Natura

Frábært íslenskt fæðubótarefni sem er fyrir alla þá sem vilja hugsa vel um hjartað sitt.

Blandan JAFNVÆGI inniheldur íslensk lambahjörtu og villijurtir, vallhumal, baldursbrá, burnirót og birki. Varan sameinar á einstakan hátt stuðning við hjarta og æðakerfi með hreinni næringu og sérvöldum jurtum.

JAFNVÆGI inniheldur fjölda góðra næringarefna fyrir hjarta og æðakerfi s.s. Co-ensím Q10 auk amínósýranna Taurine og Lysine en einnig kollagen og elastín sem nauðsynleg eru m.a. fyrir heilbrigðan tengivef, liðamót og meltingarveg. JAFNVÆGI inniheldur mikið af B12 vítamíni, sem stuðlar að eðlilegum efnaskiptum homocystein, eðlilegri myndun rauðra blóðkorna, dregur úr þreytu og sleni og styrkir ónæmiskerfið.

Allar vörur frá Pure Natura eru unnar úr íslensku hráefni og villtar jurtir eru handtíndar í íslenskri náttúru.


Blandan inniheldur: íslensk lambahjörtu, vallhumal, baldursbrá, burnirót og birki.

Varúðarráðstafanir: Fólk með heymæði eða astma ætti að gæta varúðar þegar jurtir eins og baldursbrá og vallhumall eru notaðar. Þær geta valdið versnun á einkennum. Baldursbrá getur aukið áhrif sumra blóðþynningarlyfja og vallhumall getur dregið úr blóðstorknun; Hætta skal inntöku hylkjanna a.m.k. 2 vikum fyrir áætlaðan uppskurð. Birki hefur væga þvagræsandi eiginleika, þeir sem taka þvagræsilyf þurfa að vera meðvitaðir um að ofþorna ekki ef þeir taka inn Pure Heart með slíkum lyfjum.