Joð er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á skjaldkirtilshormónum sem regla hormónaframleiðslu í líkamanum. Þetta hefur síðan áhrif á metabólisma, er talið örva ónæmiskerfið og styðja við miðtaugakerfið.
Líkaminn er ekki fær um að framleiða joð sjálfur og er því háður því að fá joð frá fæðu. Misjafnt er hversu dugleg við erum að neyta joðs. Þeir sem helst eru líklegir til að vera lágir í joði eru þeir sem eru á vegan mataræði og þungaðar konur.
Einkenni joðskorts geta verið þreyta og veikleiki, þurrt og stökkt hár, húð og neglur, einnig þyngdaraukning.
Það að taka joð á fljótandi formi eykur frásoganleika þess og nýtingu í líkamanum.