Karfa

 • Engar vörur í körfu

Ketoflex Pakkinn

30.000 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Heilsubarinn

Ketoflex pakkinn hentar frábærlega með föstu- og ketóflex námskeiðinu hjá Þorgbjörgu Hafsteins. 

Pakkinn inniheldur:

- Real Broth beinaseyði frá Nyttoteket

- Clean Collagen frá Nyttoteket

- Grænt duft frá Organifi

- Elektrólýta duft með berjabragði frá Seeking Health

 

Lýsing á vörunum:

 

Real Broth beinaseyðið:

Viltu neyta beinaseyðis á auðveldan hátt? Real Broth beinaseyði er soðið úr mergbeinum úr sænskum nautgripum. 

Þetta beinaseyði er:

 • Með mjög hátt prótein innihald (97%)
 • Frá sænskum grasfóðruðum nautgripum
 • Blandast mjög auðveldlega í heita og kalda drykki
 • Hátt í glýsíni, prólíni og glútamíni.
 • Inniheldur engar gervisætur eða sykur
 • Engin sýklalyf notuð í nautgripum

Ef þú hefur prófað að gera beinaseyði sjálf/ur þá veistu hvað það er mikil vinna og tekur langan tíma. Að nota þetta beinaseyði er mjög fljótlegt og einfalt, þú smellir því hreinlega í drykk eða mat sem þú er með, hrærir og neytir beinasoðs sem þú veist að er búið að sjóða við rétt hitastig í langan tíma til að vernda næringarefnin. 

Framleiðsluaðferð:

Beinaseyðið er frá sænska fyrirtækinu Nyttoteket.

Með því að sjóða nautamergbein í langan tíma fæst 80% kollagen af týpu 1,2,3,4 og 5 Varan inniheldur líka smá af týpu 6 og 10. Þegar seyðið var soðið var smá bætt við af sólblóma lesitíni til þess að duftið leysist vel upp í heitu og köldu vatni. Næst er það þurrkað með spreyþurrkunar aðferð til að næringarefnin varðveitist þegar varan fer á duft form. 

Innihaldslýsingar:

Beinasoðsduft, sólblóma lesitín (1%)

 

Notkunarleiðbeiningar

Blandaðu 1-2 matskeiðum af dufti við vökva að eigin vali (heitan eða kaldan). 

Hreina soðið hentar best í hristinga, bökunarvörur, súpur og kássur.

 

Clean Collagen

 • Er með hátt prótein innihald (91%)
 • Frá sænskum grasfóðruðum nautgripum
 • 100% vatnsrofið (hydrolyzed) kollagen
 • Kollagen týpa 1 og 3
 • Paleo og ketó
 • Bragðlaust og lyktarlaust
 • Blandast mjög auðveldlega í heita og kalda drykki
 • Hátt í glýsíni, prólíni og hydroxoprólíni.
 • Inniheldur engar gervisætur eða sykur
 • Engin sýklalyf notuð í nautgripum

Hreint kollagen kemur úr kúm sem eru grasfóðraðar allt árið um kring.

Framleiðsluaðferð:

Beinaseyðið er frá sænska fyrirtækinu Nyttoteket.

Kollagenið kemur úr kúm sem eru grasfæddar allt árið um kring. Kollagenið er framleitt með ensím vatnsrofi sem gerir það mjög uppleysanlegt í heitum og köldum vökva. Mólekúl þyngdin í kollageninu eru 3000 Dalton. Kollagenið samanstendur aðallega af týpu 1 en einnig smá týpu 3.

Innihaldslýsing: 

Hreint vatnsrofið kollagen

Ef þú notar eina matskeið á dag þá er pakkinn 70 skammtar.

Ef þú notar tvær matskeiðar á dag þá er pakkinn 35 skammtar.

Notkunarleiðbeiningar

Blandaðu 1-2 matskeiðum af dufti við vökva að eigin vali (heitan eða kaldan). Mælt er með því að prófa hvaða skammtur hentar þér. Það hentar vel að blanda kollageninu í kaffi, te, hristinga, vatn, safa, súpur og kássur.

 

Elektrólýtar

Optimal Electrolyte er hollur, sykurlaus íþróttadrykkur sem hentar frábærlega í stað íþróttadrykkja með sykri og litarefnum. Hann kemur á duftformi sem er blandað í vatn. 

Elektrólýtar bera rafmagnshleðslur og spila stórt hlutverk í að viðhalda stöðugleika í frumuhimnum og tryggja góða vöðvavirkni. Elektrólýtar eru einnig mjög mikilvægir á ketómataræði.

Í drykknum eru kreatín, D-ribose og níasín og styður það við viðhald frumna ásamt orkuframleiðslu. 

Kreatín er framleitt á náttúrulegan hátt í líkamanum og hjálpar til við að koma orku til frumna. Kreatín er talið styðja við vöðvaheilsu, styrk og hraðaþjálfun.

D-ribose er pentósykur sem er talinn styðja við orkuframleiðslu og endurheimt vöðva. 

Níasíni er bætt við blönduna til að styðja við heilbrigt blóðflæði og metabólisma. Þetta B vítamín er mikilvægt fyrir almennilega virkni allra frumna, sérstaklega frumur í heilanum og taugakerfinu.

Blandan inniheldur einnig elektrólýta steinefnin kalíum og magnesíum. 

 

Organifi grænt duft

Blandan frá Organifi er vel þekkt í heilsuheiminum og er hún þekkt fyrir hágæða lífræn hráefni, ásamt því að bragðast vel (sem er ekki sjálfgefið með græn duft)

Blandan inniheldur:

Ashwaganda

Mikilvæg Ayurveda jurt og aðlögunar jurt (adaptogen) sem er talin koma jafnvægi á kortisólið.

Spírúlínu

Næringarrík blágrænn þörungur sem inniheldur mikið af andoxunarefnum

Rauðrófur

Taldar auka nitric oxide náttúrulega í líkamanum 

Sítrónusafa

Hár í c vítamíni og talinn styðja við basískt jafnvægi í líkamanum

Moringa duft

Hlaðið vítamínum, steinefnum, amínósýrum og andoxunarefnum.

Matcha duft

Hátt í pólýfenólum, blaðgrænu og L-theanín

Hveitigras

Fornu Egyptarnir elskuðu það fyrir góðu áhrifin á heilsu og hressleika

Kókosvatn

Hátt í elektrólýtum, sérstaklega kalíum.

Klórellu

Næringarríkt þurrkað sjávar grænmeti sem er hátt í blaðgrænu, vítamínum og steinefnum.

Mintu

Notuð í þúsundir ára til að styðja við meltingu, krampa, hvítta tennur og styðja við góðan svefn.

Túrmerik

Vel þekkt fyrir andoxunareiginleika sína og stuðning við bólguviðbragð.