Karfa

  • Engar vörur í körfu

Meltingagerla mæling

81.400 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Omnos

Hvað er í gangi í þörmunum?

Í maganum og þörmunum eru hundruðir tegunda baktería og örvera sem breyta matnum sem þú borðar í gagnlega hluti fyrir líkamann. Fjölbreytileiki og heilbrigði örveranna spilar einnig stórt hlutverk í því að minnka bólgur í þörmum. Þessi mæling hefur verið hönnuð til að meta núverandi stöðu meltingarkerfisins. 

Omnos fyrirtækið og Heilsubarinn eru í samstarfi við að bjóða uppá heilsumælingar á Íslandi. Það sem Omnos fyrirtækið gerir er að velja bestu mögulegu prófin í hverjum flokki (gena, hormóna og flóru) frá þekktum tilraunastofum útum allan heim og koma með ýtarlegar upplýsingar fyrir á einfaldan máta þannig að þú skiljir og getir framkvæmt það sem mælt er með.

Omnos tengir einnig saman niðurstöðurnar úr prófum, þannig að ef þú tekur t.d. fleira en eitt próf hjá þeim, þá verða niðurstöðurnar nákvæmari og eru þær tengdar saman. Ef það kemur t.d. útúr einu prófi að þú virðist vera járnlítil/l en annað próf segir að þú vinnir ekki vel úr járni, þá er byrjað að tækla vandamálið að þú vinnir ekki vel úr járni, í stað þess að hlaða í þig járni. 

Athugið að Heilsubarinn er eingöngu milliaðili í þessum viðskiptum og fær því engar upplýsingar frá hvorki þér né Omnos um niðurstöður úr prófum. Þjónusta Omnos ber mikla virðingu fyrir persónugögnum og fer með þær samkvæmt ströngustu kröfum.

Hvað fæ ég útúr þessu prófi?

  • Mögulegar ástæður fyrir algengum einkennum eins og tíðu kvefi eða sýkingum, heilaþoku eða viðkvæmni í maga.
  • Góðar og slæmar bakteríur í þörmunum.
  • Upplýsingar um sveppi og sníkjudýr (parasites) og vírusa
  • Innsýn í hvernig meltingin þín virkar.
  • Upplýsingar um hvort möguleiki sé á "Leaky Gut".

  • Fáðu einfaldar ráðlegginar sem auðvelt er að fylgja.

  • Þú átt gögnin þín og getur fengið hráu gögnin og beðið um að fá gögnin þín afhent hvenær sem er.

Þetta meltingagerlapróf er GI-MAP frá Diagnostic Solutions laboratory. 

Hvernig virkar þetta?

1. Þegar þú setur prófið í körfu hérna á síðunni og greiðir fyrir fer af stað pöntun.

2. Prófið verður sent heim til þín með DHL.

3. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja en við munum einnig senda tölvupóst með leiðbeiningum á íslensku. 

4. Helst daginn áður en þú setur sýnið (hægðasýni í þessu tilfelli) í meðfylgjandi pakkningar sendir þú tölvupóst (á ensku) á orders@omnos.me og segir að þú sért tilbúin/n að senda sýnið.

5. Þið komið ykkur saman um hvort DHL komi og sæki sendinguna til þín eða hvort þú skilir henni til DHL.

6. Þegar sýninu hefur verið skilað brunar það á tilraunastofu þar sem það er greint.  

7. Í millitíðinni færð þú sendar upplýsingar frá Omnos um að breyta lykilorði á aðgangi þínum hjá www.omnos.me. 

8. Um 4 vikum eftir að sýnið kemur á tilraunastofuna munt þú fá tilkynningu í tölvupósti þegar niðurstöður eru komnar inná aðganginn þinn hjá Omnos.

Sjálfsagt er að aðstoða þig í ferlinu. Hafðu endilega samband ef þú vilt meiri upplýsingar eða aðstoð: heilsubarinn@heilsubarinn.is

Hvenær fæ ég niðurstöðurnar?

  • Niðurstöður fást um 2 vikum eftir að sýnið kemst á rannsóknarstofuna. 

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.