Karfa

  • Engar vörur í körfu

Bulletproof - Hágæða ómega 3 blanda úr smáfiski (120 hylki)

11.590 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Bulletproof

Hágæða Omega Krill blandan frá Bulletproof inniheldur háa skammta af DHA og EPA fitusýrum úr 5 mismunandi tegunum af sjávardýrum. Varan er prófuð á óháðri tilraunastofu til þess að tryggja að varan sé laus við mengun, þungmálma og önnur óæskileg efni. Einnig til þess að tryggja að framleiðsluferlið skemmi ekki gæði olíunnar. Blandan er talin góð fyrir hjartaheilsu, heilaheilsu og með andoxunareiginleika. Blandan inniheldur einnig GLA, (Gamma-linolenic acid), astaxanthin og dydroxytyrosol.

Olíurnar eru úr:

- Suðurskauts krillolíu

- Norskri síldarhrognsolíu

- Ansjósuolíu úr Kyrrahafinu

- Makrílolíu úr Kyrrahafinu

- Sardínuolíu úr Kyrrahafinu

Fiskurinn er allur villtur og MSC (Marine Stewardship Council) vottaður. 

Sílarhrogn eru mjög rík af ómega 3 fitusýrum á fosfólípíða (phospholipid) formi. Fiski- og krillolíurnar koma úr hafsvæðum sem minnst mengun er í, til þess að lágmarka mengun eða óæskileg efni í ómega 3 olíunum eins og hægt er. Stuttlífur smáfiskur varð fyrir valinu í blönduna til að tryggja að fiskarnir innihaldi ekki þungmálma og óæskileg efni. Til þess að tryggja hámarksgæði og að olíurnar séu óskemmdar og ómengaðar lætur Bulletproof óháða tilraunastofu prófa vöruna. 

Auka GLA

Gamma-linolenic sýra (GLA) er nauðsynleg ómega 6 fitusýra. Líkaminn getur framleitt smá magn af GLA en ekki eins og líkaminn þarf. Þess vegna hefur Bulletproof bætt við GLA úr "borage seed" olíu. "Borage" fræ inniheldur mest magn af GLA af öllum náttúrulegum efnum. 

Astaxanthin og hydroxytyrosol

Blandan inniheldur einnig astaxanthin og hydroxytyrosol sem er pólýfenól með andoxunareiginleikum. Þetta er algengt í ólívum og er ein af ástæðum þess að ólívuolía er svo holl. Hydroxytyrosol-ið er unnið úr kaldpressuðum ólívum, og dregið úr án notkunar uppleysiefna. Þetta verndar ómega 3 fitusýrurnar og kemur í veg fyrir að þér verði fyrir oxunarskaða. 

Hvað er gott við DHA og EPA?

Ómega 3 fitusýrurnar DHA og EPA eru frábærar fyrir líkamann og hefur magnið sem á eftir kemur verið rannsakað sérstaklega. Dæmi um hvað DHA og EPA eru talin gera fyrir líkamann:

250mg af DHA eða DHA+EPA daglega:

- DHA er talið styðja við heilbrigða sjón

- DHA spilar hlutverk í virkni heilans.

- DHA og EPA eru taldar góðar fyrir hjartað.

2g eða meira af EPA+DHA daglega:

- DHA og EPA taka þátt í að viðhalda heilbrigðum þríglýseríð gildum í blóðinu. Blóð glýseríðin eru fríar fitur sem eru oft mælikvarði á áhættu á hjartasjúkdómum. 

3g eða meira af EPA+DHA daglega:

- EPA og DHA eru taldar hjálpa til við að halda blóðþrýstingi í eðlilegum mörkum.