Karfa

  • Engar vörur í körfu

Lífrænt Chaga Saft með sólberjum 250ml

3.660 kr5.230 kr

Size

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Chaga Health

Lífrænt vottuðu Chaga söftin frá Chaga Health í Eistlandi er dæmi um þegar aldagamlar hefðir og vísindi koma saman í einstakri vöru. 

Chaga söftin sem eru til sölu hjá okkur eru allar taldar ónæmisstyrkjandi. Söftin hafa hátt C vítamín innihald, ásamt chaga sveppnum, sea bucktorn, jurtum og hunangi (athugið að einnig er til vegan útgáfa). 

Hér er vídeó frá framleiðendum.

Innihaldslýsing:

Chaga mushroom extract 60% (water, chaga (Inonotus obliquus)), blackcurrant concentrate 8% (Ribes nigrum), honey 17%, pine buds extract (Pinus sylvestris), yarrow flower part extract (Achillea millefolium), vitamin C (L-ascorbic acid), natural blackcurrant flavouring. C-vitamin: 200mg/per 50 ml daily serving.

Ráðlagður dagsskammtur:

Fullorðnir: 25ml fyrir máltíð tvisvar á dag, hámarksskammtur 50ml á dag. 

Börn:

  • 4-8 ára: 6ml
  • 9-13 ára: 11ml
  • 14-18 ára: 16ml

*Skammtastærð fyrir börn byggir á ráðlögðum dagskammti á C-vítamíni, E-vítamíni, Selen, og Carotenoids.

** Ekki er mælt með saftinni fyrir börn yngri en 3 ára!  Athugið að ein teskeið er 5ml (mæliglas fylgir einnig).

Geymsla: Geymist á köldum, þurrum stað, ekki í sólarljósi. Þegar flaskan er opnuð skal hennar neytt innan 10 daga. 

Tilgangur innihaldsefna og virkni:

Chaga: Talið er að Chaga sveppurinn hafi verið notaður í Austur-Evrópu frá því um 1500. Nýlegar rannsóknir staðfesta að sveppurinn sé sýkladrepandi, sveppadrepandi og bólguminnkandi eiginleika. Einnig inniheldur chaga mjög öflugt andoxunarefni. Hann er sveppur sem vex aðallega á berki birkitrjáa á kaldari slóðum (eins og í Eistlandi). Aldagömul hefð er fyrir notkun chaga í mörgum löndum, eins og t.d. Finnlandi og Eistlandi. Auk þess er áhuginn á chaga og eiginleikum þess að kvikna í rannsókna og vísinda heiminum og hafa rannsóknir sýnt fram á að chaga extract geti haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Chaga inniheldur B vítamín, flavinóða (flavonaoids), fenóla (phenols), kopar, kalk,kalíum, mangan, sink, og járn. 

Sólber: Sólber eru mjög C-vítamín rík. 

 C-vítamín: Hlutverk C-vítamíns fyrir líkamann er vel þekkt [1]. Því er bætt við saftina til að auka enn á ónæmisstyrkjandi eiginleika hennar. 

Vallhumall: (Yarrow): Rannsóknir hafa sýnt að neysla vallhumals getur haft jákvæð áhrif á ónæmisviðbragð líkamans. Bólguminnkandi eiginleikar hans hafa einnig verið staðfestir í vísindagreinum. 

Furufræ (pine buds): Rannsóknir hafa sýnt að furuolía hafi bólguminnkandi áhrif og innihaldi efni sem örvi ónæmiskerfið svo það verði ekki eins viðkvæmt fyrir sjúkdómum.  [2]

Hunang: Hunang er almennt talið styrkja ónæmiskerfið. 

Heimildir:

1.  https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7230749/ 

2. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/15300001/