Karfa

  • Engar vörur í körfu

Skotheldar meltingarensíms tuggutöflur

5.990 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
Framleiðandi: Seeking Health

Hlutverk ensíma í meltingarveginum er að brjóta niður næringu eins og prótín, fitu, sterkjur, sykrur, trefjar og laktósa. Líkaminn framleiðir sjálfur ensím en algengt er að skortur sé á þessum ensímum og matur sé því að fara í gegn ómeltur að hluta til. 

Algengt er að fólk finni fyrir meltingaróþægindum eftir að hafa borðað mat. Dæmi skammtíma óþægindi sem geta tengst illa meltum mat og skorts á ensímum eru loftgangur, uppþemba og orkuleysi eftir að hafa borðað. Lengri tíma skortur er talinn geta leitt til ónógrar upptöku á næringarefnum, þreytu, aukningar á aukakílóum og húðvandamála. 

Þessi blanda frá Seeking Health inniheldur 19 ensím (af grænmetis uppruna) og er talin:

  • Styðja við heilbrigða meltingu og meltingarþægindi
  • Styðja við frásog næringarefna
  • Styðja við heilbrigt ónæmiskerfi

Ensímin í blöndunni eru talin hjálpa til við að brjóta niður:

  • Sykur og sykurtegundir (eins og mjólkursykur, maltósa, hvítann sykur og sterkjur)
  • Prótín

Blandan inniheldur einnig serratia peptidase sem er einstakt ensím sem hjálpar til við viðkvæma meltingu. 

Kostir þess að taka ensím:

Virkni meltingarkerfis:

Með aldrinum og sökum stress og streitu er algengt að meltingarkerfið sé ekki að vinna eins vel og það á að gera. Þessi blanda af ensímum er breiðvirk og virkar á mismunandi sýrustigum og virkar þá á mismunandi stöðum í þörmunum. Blandan inniheldur einnig ensím sem brjóta niður trefjar og sykrur sem geta verið tormeltar. Þess vegna getur blandan hjálpað til við loftgang, uppþembu og önnur einkenni lélegrar meltingar. 

Aukin orka

Það að hafa slæma meltingu krefst mikillar orku fyrir líkamann. Það er aðalástæðan fyrir þreytu eða orkuleysi eftir að hafa borðað mat sem meltingin þín ræður illa við. Matur sem fer í gegnum meltingarveginn ómeltur getur kveikt á ónæmiskerfis viðbragði sem getur leitt til bólgu og það krefst einnig mikillar orku. Ef upptaka á næringarefnum er ekki góð, getur það leitt til þess að birgðir af B-12 vítamíni og járni getur verið lágt sem getur valdið orkuleysi. 

Hjálp við fæðuóþol

Skortur á meltingarensímum í meltingunni frá brisinu er talið tengjast svokölluðu "Leaky Gut" ástandi sem getur leitt til bólgu í líkamanum [1]. Talið er að "Leaky Gut" geti leitt til þess að matur og óæskileg efni úr bakteríum komist í tæri við ónæmiskerfið og að fæðuóþol eða ofnæmi myndist við það.

Það að hafa óæskileg efni úr bakteríum í blóðinu er talið geta leitt til vægrar bólgu í líkamanum sem er talið geta leitt til offitu, blóðsykursójafnvægis, heilaþoku og jafnvel þunglyndis [2]. 

(Hafið í huga að eins og með önnur fæðubótarefni eru þau ekki ætluð til að koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma).

Húðin

Húðin er oft talin endurspegla það sem er í gangi í líkamanum og er algengt að fæðuóþol og skortur á næringarefnum komi fram í húðinni. Með því að styðja við heilbrigða meltingu er ensímablandan talin gæta bætt húðheilsu.

Það að meltingin virki ekki sem skyldi krefst mikillar orku af líkamanum og getur það leitt til þreytu eftir að hafa borðað. Einnig getur ómeltur matur triggerað ónæmis kerfið sem getur leitt til bólgu og krefst það orku frá líkamanum. 

Innihaldslýsing:

Total Carbohydrate <1 g <1%***
Sugar Alcohol (xylitol, mannitol) <1 g **
Comprehensive Enzyme Blend (microbially derived) 320 mg **
Amylase 732 BAU **
Alpha-Amylase 40 DU **
Glucoamylase (with isomaltase side chain activity) 12 AGU **
Sugar Specific Enzymes
Lactase 600 ALU **
Sucrase (invertase) 160 SU **
Maltase 80 DP **
Pullulanase (debranching enzyme with isomaltase side chain activity) 10 U **
Vegetable/Plant Fiber Specific Enzymes
Cellulase 200 CU **
Hemicellulase/Pectinase/Phytase Complex 80 HSU **
Phytase 4 PU **
Beta-Glucanase 8 BGU **
Alpha-Galactosidase 40 AGSU **
Galactomannase 80 HCU **
Protein and Peptide Specific Enzymes
Acid Protease 20 SAPU **
Alkaline Protease 20 PC **
Protease/Peptidase Complex with endopeptidase, exopeptidase, and DPP-IV activity 16,000 HUT **
Serratia peptidase (enteric-coated) 1,000 SPU **
Fat Specific Enzyme
Lipase 600 FIP **
***Percent Daily Values are based on a 2,000 calorie diet.
**Daily Value (DV) not established.


Other Ingredients: Stearic acid, silicon dioxide, and natural cherry flavor.

Ráðlagður dagsskammtur:

2 töflur í byrjun hverrar máltíðar. 

 

Heimildir:

[1] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/1578303/

[2] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6722750/

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
H
H.G.
Frábær meltingarensím

Dóttir mín hefur kvartað undan magaverk og að hún sé með æluna í hálsinum eftir að borða. Mig grunar að hún sé með bakflæði sem er þá skortur á meltingarensímum. Ég átti þessar töflur til og sagði henni að prófa, hún er búin að vera að taka þær með mat í tvær vikur og líður miklu betur. Hún er hætt að kvarta undan magaverk. Í dag gleymdi hún að taka þær með í skólann og fékk æluna upp í háls eftir hádegi. Mæli með þessum töflum, þetta er kraftaverki líkast.