Karfa

  • Engar vörur í körfu

Skotheldi Meltingarpakkinn

13.050 kr17.100 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Heilsubarinn

Skotheldi meltingarpakkinn inniheldur:

- Skothelda þarmaflóru blöndu frá Bulletproof

- Butyrate fitusýru (með kalsíum og magnesíum)

- Skotheldar meltingarensíms tuggutöflur

 

Í þessum pakka færðu 20% afslátt af vörunum. 

Þarmaflórublanda:

Þarmaflórublandan frá Bulletproof er frábær fyrir þarmaheilsuna. Blandan er með appelsínu- og vanillu bragði. Blandan inniheldur grasfóðrað nautakollagen, ásamt góðgerlum, prebiotic, "glycine", og sink carnosine. Auðvelt er að blanda duftinu í uppáhaldsdrykkinn þinn. Blandan er sykurlaus og hentar vel fyrir ketó og lágkolvetna matarræði. 

Butyrate:

Butyrate er fitusýra sem er talin stuðla að heilbrigðri þarmaflóru, réttu sýrustigi í ristli og talin bólguminnkandi. 

Butyrate er talin hjálpa til við viðgerðir á slímhimnu þarmanna og heilsu frumna í henni. Það er síðan talið styðja við heilbrigt bólguviðbragð líkamans og talið styrkja ónæmiskerfið. 

Ensímin:

Hlutverk ensíma í meltingarveginum er að brjóta niður næringu eins og prótín, fitu, sterkjur, sykrur, trefjar og laktósa. Líkaminn framleiðir sjálfur ensím en algengt er að skortur sé á þessum ensímum og matur sé því að fara í gegn ómeltur að hluta til. 

Algengt er að fólk finni fyrir meltingaróþægindum eftir að hafa borðað mat. Dæmi skammtíma óþægindi sem geta tengst illa meltum mat og skorts á ensímum eru loftgangur, uppþemba og orkuleysi eftir að hafa borðað. Lengri tíma skortur er talinn geta leitt til ónógrar upptöku á næringarefnum, þreytu, aukningar á aukakílóum og húðvandamála. 

Þessi blanda frá Seeking Health inniheldur 19 ensím (af grænmetis uppruna) og er talin:

  • Styðja við heilbrigða meltingu og meltingarþægindi
  • Styðja við frásog næringarefna
  • Styðja við heilbrigt ónæmiskerfi

Ensímin í blöndunni eru talin hjálpa til við að brjóta niður:

  • Sykur og sykurtegundir (eins og mjólkursykur, maltósa, hvítann sykur og sterkjur)
  • Prótín

Blandan inniheldur einnig serratia peptidase sem er einstakt ensím sem hjálpar til við viðkvæma meltingu.