Karfa

  • Engar vörur í körfu

Svefn mottan| Nálastungudýna |Bulletproof

6.853 kr9.790 kr

Ekki til á lager

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
Framleiðandi: Bulletproof

Nálastungudýnan frá Bulletproof merkinu er talin hjálpa þér að slaka á,  bæta orkustigið og bæta gæði svefnsins.  Dýnan er úr 55% lífrænum hampi og 45% lífrænum bómull. 

Dýnan er þunn, rúllast vel upp og er auðvelt að taka hana með sér. 

Gaddarnir eru úr ABS plasti sem er "non-toxic" og er hægt að endurvinna. 

Engin gervi litarefni eru notuð í vöruna. 

Stærð: 79cm X 46cm

Notkunarleiðbeiningar:

- Leggstu á dýnuna um 10 mínútum áður en þú vilt sofna. Slakaðu á og andaðu djúpt. 

- Notaðu hana til að minnka spennu í höfði á hálsi eða örvaðu fæturnar og örvaðu orkuna. 

- Þú getur smám saman bætt í tímann og farið upp í  30-40 mínútur eða eins og þér finnst þæginlegt. 

Hvernig líður manni?

Þegar þú leggst niður fyrst þá bregst taugakerfið við, því þú liggur jú á göddum. Þarna er best að slaka á og anda djúpt. Eftir nokkrar mínútur hættir þrýstingurinn og við tekur hiti, sem gefur til kynna aukið blóðflæði.  Ef tilfinningin er of sterk, getur hjálpað að klæðast þunnum bol eða nota þunnt handklæði ofan á mottuna. Þetta getur verið smá óþæginlegt fyrst en það er fljótt að ganga yfir, þú færð vellíðan í staðinn.