Upphaf tíðahvarfa og hvernig er hægt að draga úr einkennum með bætiefnum og jurtum

Breytingaskeiðið sem leiðir til tíðahvarfa getur valdið ýmsum einkennum sem hafa áhrif á líðan og lífsgæði margra kvenna. Eðlileg einkenni geta verið þreyta, pirringur, þunglyndi eða skapsveiflur, hitakóf, lítil kynhvöt, þyngdaraukning, máttleysi, minni beinþéttni og þurrkur í leggöngum.

Þessi einkenni geta haft veruleg áhrif á líkamleg þægindi, tilfinningalega vellíðan og almenn lífsgæði. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þetta er allt viðráðanlegt með réttri nálgun.

Það að finna réttu bætiefnin getur verið snúið og erum við oft ruglaðar í hvað á að taka og hvað er skilvirkast og hagkvæmast. Í þessari grein munum við leitast við að kanna nokkur vísindalega studd náttúruleg fæðubótarefni sem eru talin henta fyrir tíðahvörf og einkenni þeirra. 

Hér eru 5 fæðubótarefni og jurtir sem geta hjálpað:

Munkapipar (Vitex/Chasteberry)

Hefur um aldir verið notað til að styðja við hormónajafnvægi hjá konum (ekki bara í tíðahvörfum). Vísindarannsóknir benda til þess að Vitex geti haft áhrif á losun gulbúsörvandi hormóns (LH) og geti hindrað losun á eggbúsörvandi hormóns (FSH). Með því að stilla og koma jafnvægi á þessi hormón getur Vitex hugsanlega dregið úr einkennum eins og hitakófum, prirringi og orkuleysi sem eru algeng einkenni tíðahvarfa [1,2]

Ísóflavón

Eru efnasambönd úr plöntum sem finnast mikið í belgjurtum. Þessi efnasambönd hafa estrógenlíka eiginleika sem kallast plöntuestrógen. Vísindarannsóknir benda til þess að ísóflavón geti líkt eftir áhrifum estrógens í líkamanum án aukaverkana, hjálpað við að koma jafnvægi á hormónasveiflur í tíðahvörfum. Rannsóknir benda einnig til þess að ísóflavón geti verið gagnleg við að stjórna einkennum eins og hitakófum, þurrki í leggöngum og beinþéttnitapi. [3,4]

Ómega fitusýrur

Finnast venjulega finnast í feitum fiski eins og laxi, makríl og sardínum hafa verið tengdar fjölmörgum heilsubótum eins og Íslendingar þekkja. Þessar nauðsynlegu fitusýrur eru taldar hafa bólgueyðandi eiginleika og geta hjálpað til við að dragar úr einkennum tíðahvarfa eins og liðverkjum og skapsveiflum. Að auki hafa ómega fitusýrur verið tengdar við bætta hjartaheilsu sem getur verið sérstaklega mikilvæg á þessu æviskeiði [5]. Mikilvægt er að hafa nokkra hluti í huga þegar kemur að lýsi/fiskiolíu eins og að það sé kaldpressað, helst úr smáfiski og að það innihaldi nægt magn af EPA á dag en mælt er með í mörgum rannsóknum 2g en leyfilegt magn á Íslandi er 1,8g af EPA á dag.

Slöngujurt (Black Cohosh)

Er jurt sem hefur jafnan verið notuð til að stjórna einkennum tíðahvarfa. Nákvæm virkni er ekki að fullu skilin í vísindaheiminum en rannsóknir benda til þess að slöngujurtin geti stjórnað serótónín viðtökum og stillt losun ákveðinna hormóna. Sýnt hefur verið fram á að þetta fæðubótefni geti dregið úr hitakófum, nætursvita og pirringi í tíðahvörfum [6,7]. 

Aðlögunarjurtir (e.adaptogens)

Ashwagandha, burnitót (rhodiola) og "Holy Basil" eru dæmi um aðlögunarjurtir sem geta verið gagnlegar í tíðahvörfum til að hjálpa líkamanum að auka streituþol með losun streituhormóna eins og kortisóls. Með því að stuðla að jafnvægi í streituviðbrögðum geta aðlögunarjurtir óbeint dregið úr einkennum eins og pirringi, lítilli orku og máttleysi [8]. 

Þetta er ekki tæmandi listi af fæðubótarefnum og jurtum sem eru gagnlegar á þessu skeiði en frábær byrjunarpunktur til að ná góðum árangri. 

Allar þessar jurtir og bætiefni má finna á Heilsubarnum og erum við alltaf tilbúin að aðstoða þig við val á bætiefnum fyrir þínar þarfir. Þú finnur bætiefnin hér.

 

Heimildir

1. Jarry H, et al. Vitex agnus-castus in der prämenstruellen Dysphorie. Aktuelle Endokrinologie. 2009;34(1):10-20.

2. Van Die MD, et al. Vitex agnus-castus (Chaste-Tree/Berry) in the treatment of menopause-related complaints. Journal of Alternative and Complementary Medicine. 2009;15(8):853-862.

3. Taku K, et al. Extracted or synthesized soybean isoflavones reduce menopausal hot flash frequency and severity: systematic review and meta-analysis of randomized controlled trials. Menopause. 2012;19(7):776-790.

4. Crisafulli A, et al. Effects of the phytoestrogen genistein on hot flushes, endometrium, and vaginal epithelium in postmenopausal women: a 1-year randomized, double-blind, placebo-controlled study. Menopause. 2004;11(4):400-404.

5. Rondanelli M, et al. Omega-3 fatty acids supplementation and blood pressure control in essential hypertension: a meta-analysis of randomized clinical trials. Archives of Medical Science. 2017;13(4):806-821.

6. Lethaby AE, et al. Phytoestrogens for menopausal vasomotor symptoms. Cochrane Database of Systematic Reviews. 2013;(12):CD001395.

7. Leach MJ, Moore V. Black cohosh (Cimicifuga spp.) for menopausal symptoms. Cochrane Database of Systematic Reviews. 2012;(9):CD007244.

8. Panossian A, et al. Adaptogens in mental and behavioral disorders. Psychiatric Clinics of North America. 2013;36(1):49-64.