Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið

Fyrirtæki: Heilsubarinn, Sjafnarbrunnur 1

Netfang: heilsubarinn@heilsubarinn.is

Kennitala: 471021-0320

Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: Hrein Heilsa

Heilsubarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Við notumst við þjónustu Górilla Vöruhúss.

Allar pantanir eru síðan afhentar í gegnum þjónustu Dropp:

Hægt er að sækja pakka á næsta Dropp stað: 790kr.

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 1200kr 

Utan höfuðborgarsvæðis – Pakki á Flytjandastöð: 1200kr

Þegar verslað er fyrir 20.000 kr eða meira á höfuðborgarsvæðinu eða utan höfuðborgarsvæðis sendum við þér vörurnar án endurgjalds.

Sé varan ekki til á lager, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu sé varan ekki væntanleg aftur. 

Heilsubarinn.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. English: Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. English: Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

 

Based on 238 reviews
93%
(221)
5%
(12)
0%
(1)
1%
(3)
0%
(1)
Frábært kaffi!

Mér hefur alltaf þótt kaffi gott en er ný farin að drekka það. Það er ótrúlegt hvað þetta kaffi er gott, ég virkilega mæli með því. Maðurinn minn er mikill kaffi maður og ekki sama hvað hann drekkur, hann elskar þetta kaffi. Nýja uppáhaldið okkar!

Peptides

Mér finnst collagen próteinið betra en collagen peptides.
Próteinið gefur meiri fyllingu, en er að vinna með peptides núna .

Frábært!

Ég er búin að nota þetta í 3 vikur og þetta er þvílíur munur, að það er æðislegt.
Ég er svo ánægð með þetta❤️

Mjög ánægð

Frábært, funn mikinn mun ásvefni og fleiru.

Hágæða kaffibaunir

Eitt allra besta kaffi sem ég hef smakkað, fimm stjörnur!

Tek 2 á kvöldin. Fótapirringur farinn og ég sef miklu betur

Mjög góð kaupi þau aftur

O
Gut+|Forgerlar og Butyrate
Oddný Jóna Þorsteinsdóttir
Frábær vara!

Ég er mjög ánægð með þessa vöru og staðráðin í að halda áfram á gut+, það besta sem ég hef notað hingað til.

Er nú bara ný byrjuð svo engin reynsala en held að þetta lofi góðu 😁

Virkar betur en duftið.

Þ
Gut+|Forgerlar og Butyrate
Þórdís Ingjaldsdóttir
Góð verkun

Var einmitt að hugsa um að kaupa meira af þessu
Finnst það virka vel á það sem hrjár mig

E
Gut+|Forgerlar og Butyrate
Elisabet Albertsdottir
Ibs matarofnæmi ofl

Ég held klárlega fram að þessi vara sé að hjálpa sé mun á 3 vikum og ég sé að hún er að hjálpa hundruðum einstaklinga því yfirleitt uppseld : en jú hún er búin að draga úr uppþembu og óþægindum í maganum sem er æði búin að prufa margt og kaupi meira 🙂

Magnesíum byltingin|Fyrir svefn og endurheimt

Finn mikinn mun

Er langt kominn með fyrsta glasið og finn mikinn mun sérstaklega á svefni

Hefur reynst mér mjög vel

Hvetjandi kaffidrykkja

Silkimjúkt og einstaklega bragðgott kaffi. Loksins get ég drukkið mína 4-5 dagsbolla með góðri samvisku og notið hvers dropa. Mæli eindregið með!

🤌

Virkar vel, er að kaupa þriðju pakkninguna. Situr þæginlega í kringum muninn og einfaldir í notkun. Passa bara að setja ekki of feitt krem á undan ;)

L
Gut+|Forgerlar og Butyrate
Lilja H Óladóttir
Frábært

Virkar mjög vel

Mjög ánægð með þetta magnesíum

Ekki í lagi

Aldrei verið jafn lystugt.... Virkar akkúrat ekkert.

Virkar vel

Hef tekið þetta i 3 vikur og fin. Mikinn mun a matarlyst og þyngd.
Lettist um kiló a viku.
Sykurlöngun horfin.

Gott

Ég er mjög ánægð með þessa vöru sem ég pantaði

Kæfisvefn

Ég er með kæfisvefn og á að fá tæki til að sofa með, sá þennann plástur auglýstan og ákvað að prófa, það sakar ekki. Ég var strax ánægð eftir 1 nóttina, svaf alla nóttina og var ekki til þreytt, var orkumeiri og makinn var mjög ánægð að heyra ekkert. Ég ákvað strax að þetta kæmi í staðin fyrir svefngrímuna og hávaðann og óþægindin sem fylgdi henni. Mæli hiklaust með þessum plástri þótt hann sé blár að lit. Takk fyrir að koma með þetta á markað.

Besta kaffið sem að ég hef drukkið hingað til

Frábært lífrænt kaffi með fullt sf heilsubætandi efnum. Mæli mjög með, drekk 3 bolla daglega á morgnana og mæli með því að setja Jarðaberja Haagen Daz ís ofan í, lýður mjög vel eftir notkun, hef persónulega ekki funding fyrir neinum óþægindum aem að fylgja oft koffeini : "jitters".

Við notum vafrakökur til að þú fáir sem besta upplifun af heimasíðunni.

SKILMÁLAR