Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið

Fyrirtæki: Heilsubarinn, Sjafnarbrunnur 1

Netfang: heilsubarinn@heilsubarinn.is

Kennitala: 471021-0320

Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: Hrein Heilsa

Heilsubarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Við notumst við þjónustu Górilla Vöruhúss.

Allar pantanir eru síðan afhentar í gegnum þjónustu Dropp:

Hægt er að sækja pakka á næsta Dropp stað: 790kr.

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 1200kr 

Utan höfuðborgarsvæðis – Pakki á Flytjandastöð: 1200kr

Þegar verslað er fyrir 20.000 kr eða meira á höfuðborgarsvæðinu eða utan höfuðborgarsvæðis sendum við þér vörurnar án endurgjalds.

Sé varan ekki til á lager, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu sé varan ekki væntanleg aftur. 

Heilsubarinn.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. English: Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. English: Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

 

Based on 413 reviews
89%
(368)
7%
(27)
2%
(9)
1%
(4)
1%
(5)

Sinadrátturinn horfinn, það var það sem ég sóttist eftir, og þessi vara virkaði frá fyrst degi.

Mæli virkilega með!

Keypti þetta fyrir minn mann sem er fertugur og þetta hjálpaði gríðarlega! Hann var búinn að vera mjög þungur, þreyttur og orkulaus og var varla að meika daginn en eftir sirka 2 vikur af notkun þá kom orkan þvílíkt til baka og honum líður mikið betur!

Svefninn dýpri og betri

Ég er á dollu nr.2 núna og þessi vara fer fram úr Calm vórununum sem ég hef notað í mörg ár.
Ég finn mikinn mun á gæði svefnsins og hvað vöðvarnir eru ekki eins "þreyttir" og að vakna úthvíld á morgnanna gefur mér svo mikla orku og úthald yfir daginn.
Kv. Magga 🧡

Virkilega gott tannkrem

Eg er mjög sátt og ánægð með þetta tannkrem. Kaupi örugglega aftur og líklega enn og aftur ;)

Ætla að gerast áskrifandi

Ég sef betur og fæ síður sinadrátt.

Mæli með

Elska þetta fyrir stelpuna mína sem er oft lystarlaus og gleymir oft að borða

S
Svefn Byltingin
Soffía Amanda T Jóhannesdóttir
Sleep breakthrough

Þetta virkar betur en ég bjóst við. Mæli hiklaust með þessu.

S
Organifi drykkur fyrir svefninn | 10 skammtar
Soffía Amanda T Jóhannesdóttir
Sleep duftið

Virkar nokkuð vel. Sofna fyrr.

S
D3+K2 (MK7) vítamín
Soffía Amanda T Jóhannesdóttir
Vítamín

Frábær vara

Þetta er besta sem ég hef notað og maður sér árangurinn strax frá fyrstu notkun.

Gæðastund í bolla

Virkilega bragðgott kaffi sem fer vel í mann.

Góð Vara

Þetta er fyrirmyndar gelatine sem stóðst mínar væntingar að fullu.

Shilajit hjálpað sannarlega að koma reglu á líkamsstarfsemi og dró úr bólgum.

Shilajit hefur hjálpað mér að koma draga úr bólgum í líkamanum. Var með bólgur í kviðvegg umhverfis þarma sem ég fann ekki lausn á öðruvísi. Er einnig kraftmeiri eftir að ég byrjaði á þessu bætiefni. Mér dugar eitt hylki á dag og get slept úr 1-2 dögum í viku eftir að hafa tekið Shilajit í 3 mánuði.

Á
Magnesium Threonite
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir

Gæða magnesíum sem ég hef fundið fyrir að bæti svefn minn og hlúir að taugakerfinu. Ég mæli með eins og öðrum bætiefnum sem ég hef keypt af hinum frábæra Heilsubar.

Undra vara.

Þetta er undra vara. Hjálpar mér að sofna of sofa værum svefni á næturnar. Ekkert annað virkar eins vel og þetta.

Virkar ótrúlega vel gegn bakflæði, uppþembu og verkjum eftir máltíðir.

Mínir viðskiptavinir í heilsuráðgjöf finna mikinn mun á því að nota Organifi Pure drykkinn ef þeir upplifa óþægindi eða verki eftir máltíðir. Drykkurinn inniheldur meltingarensím, eplaedik og fleiri innihaldsefni sem hjálpa til við meltingu! :)

Er að hjálpa mér mikið

Greindist með sykuríki 2 fékk Jardiance við halda sýkinn niðri
birjaði að taka Curalin með þessum töflum eru þær að hjájpa
að halda sykrinum niðri eð mælast 6 7

Hreinasta og besta próteinið!

Ég hef prófað ótal tegundir af próteini í gegnum tíðina en ávallt fengið illt í magann þar sem langflest próteinduft eru með svo miklum viðbótarbragðefnum og ýmsum aukaefnum. Það var ekki fyrr en ég prófaði próteinið frá Nyotteket að ég fann að ég gat tekið próteinduft án þess að fá illt í magann. Set alltaf 1-2msk út í Chia grautinn minn á morgnana og þetta er líka æðislegt til að gera próteinpönnukökur úr. Mæli hiklaust með þessu.

Langbesta beinaseyðið og aukin próteininntaka

Þetta beinaseyði er mitt allra uppáhalds þar sem það blandast mjög vel í vatn og ég veit að ég er að fá algjöra næringabombu og engin óþarfa aukaefni. Til að toppa þetta er próteininnihaldið gífurlega hátt svo ég byrja alla mína morgna á þessu (2 msk) út í heitt vatn og matskeið af kókosolíu. Þannig fer ég mun betri inn í daginn og fæ minni löngun í sykur og að nasla. Mæli með!

M
Svefn Byltingin
María Weinberg

Hjálpar til að verða afslöppuð og sofna miklu fljótar. Mæli með. Fann mikinn mun þegar ég byrjaði að taka svefn byltinguna.

G
Hágæða majónes úr 100% ólívuolíu
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir
Olívu majones

Mjög gott majones...bíð eftir meiru 😊

G
Magnesíum byltingin|Fyrir svefn og endurheimt
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir
Magnesíum byltingin

Líst rosa vel á þetta magnesíum ...flott í þessu en hentar mér ekki ...sef illa á nóttunni þegar ég tek það þó ég taki það inn í hádeginu

Frábær vara!

Ég dýrka að setja InnerFuel út í kaffið mitt á morgnana. Þegar ég byrjaði að nota það fann ég strax hvað meltingarkerfinu mínu líkar vel við það og þegar það er í lagi líður mér svo miklu betur.
Það er ekkert bragð af þessari vöru og þetta blandast auðveldlega út í bulletproof kaffið mitt.
Mæli svooooo með!