Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið

Fyrirtæki: Heilsubarinn, Sjafnarbrunnur 1

Netfang: heilsubarinn@heilsubarinn.is

Kennitala: 471021-0320

Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: Hrein Heilsa

Heilsubarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Við notumst við þjónustu Górilla Vöruhúss.

Allar pantanir eru síðan afhentar í gegnum þjónustu Dropp:

Hægt er að sækja pakka á næsta Dropp stað: 790kr.

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 1200kr 

Utan höfuðborgarsvæðis – Pakki á Flytjandastöð: 1200kr

Þegar verslað er fyrir 20.000 kr eða meira á höfuðborgarsvæðinu eða utan höfuðborgarsvæðis sendum við þér vörurnar án endurgjalds.

Sé varan ekki til á lager, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu sé varan ekki væntanleg aftur. 

Heilsubarinn.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. English: Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. English: Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

 

Based on 318 reviews
92%
(291)
5%
(15)
2%
(6)
1%
(3)
1%
(3)
Taugakerfið

Betri vanlíðan, ég hef fundið betri mun à líkama mínum à tveimur mánuðum

Magnesíum sem virkar vel

Þetta er að virka mjög vel, hef verið að fá heiftarlegan sinadrátt í fætur sem hefur ekki komið frá því ég hóf inntöku

Frábært

Góð og frábær vara 😊 virkar mjög vel.

Elska þetta!

Borðaði ekki gluten í mörg ár því það fer illa í mig, ég fæ í magann. Ég get leyft mér það þegar ég tek þessi hylki með, elska að geta borðað gott brauð aftur.

Hjálpar meltingunni

Á það til að vera uppþembd og skrítin í maganum, þetta hjálpar við það. Mæli með.

Hjálpar mér að sofna

Gott að taka Apigenin stuttu fyrir svefn og lyfið virðist róandi, einkum í samspili við Magnesium. Vafamál hvort Apigenin (2 belgir) tryggir svefn næturlangt.

Góð Áhrif

Ég hef góða reynslu af að taka Magnesium sem virðist róa kerfið og hafa slakandi áhrif. Kemur m.a. fram í því að sinadráttur er mjög sjaldgæfur!

Magnesíum Byltingin

Búin að nota efnið ca 10 daga, finn mikin mun á svefni og svefngæðum, sofna fljótt og sef betur og lengur😊 og er þar af leiðandi orkumeiri yfir daginn, mæli með😊

K
Ashwagandha Extract
Kristjana Kristjansdottir
Frábært Ashwaganda🙏🏻

Skipti yfir í þetta Ashwaganda úr öðru vörumerki sem fæst í stórverslunum og VÁ þvílíkur munur! Finn mun á streitunni hjá mér við skiptin og þetta var góð áminning um að passa upp á gæði bætiefnanna sem ég kaupi. Mun halda áfram að versla þetta og get hiklaust mælt með fyrir streitu/stress.

Virkar!

Eg akvað að kaupa Curalin bætiefnið vegna þess að eg er orðin svo kallað “pre-diabetic” og þ.a.l hugsaði eg að þetta væri frabært bætiefni til þess að hjalpa mer að vinna mig niður i fastandi bloðsykri.

Helsti munurinn sem að eg finn eru einmitt sveiflurnar i bloðsykri eftir maltið. Þær eru minni þegar að maður tekur bætiefnið inn. Það er lika einstaklega hjalplegt þegar maður leyfir ser inn a milli e-h sætindi sem geta hækkað bloðsykurinn og þa að geta tekið þetta samhliða þvi og sveiflunar verða ekki eins drastískar.

Góð þjónusta

Gott magnesíum

Hressir og kjætir og gott að drekka þetta ískalt

Virkar rosalega vel fyrir svefninn,kvíða,streitu og vefjagigtina 😉

Búin að kaupa 6 stk og gefa - þarf nokkuð að segja meir :-)
STÓRKOSTLEG

Besti græni safinn

Bragðgóður og orkugefandi. Mæli með til að byrja daginn. Frábært að grípa ferðapakkningu ef þú ert á flakki.

H
Nicotinamide Mononucleotide - NMN
Hulda Karen Danielsdottir
NMN

Virkilega áhrifaríkt.

Fimm stjörnur

Frábært 👏👏

Ensím sem virkar

Það besta sem ég hef prufað

Mjög gott

Mjög gott og blandast vel, geggjað í gríska jógúrt 👌

ég finn mikinn mun eftir að ég fór að taka Magnisíum frá ykkur bæði á taugaleiðni í líkamanum og svefni

R
Magnesíum Glycinate
Rut Gudmundsdottir

Algjör bylting fyrir mig, sef í 8 tíma án þess að rumska. Áður vaknaði ég minnst 2svar á nóttu og átti bágt með sofna aftur

Frábær bætiefni.

Þetta er frábær vara mér líður mjög vel af þessu og frábær bætiefni.

H
N-Acetyl-L-Cysteine|NAC
Hrafnhildur Juliusdottir
Nac

Mjög mikil gæði