Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið

Fyrirtæki: Heilsubarinn, Sjafnarbrunnur 1

Netfang: heilsubarinn@heilsubarinn.is

Kennitala: 471021-0320

Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: Hrein Heilsa

Heilsubarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Við notumst við þjónustu Górilla Vöruhúss.

Allar pantanir eru síðan afhentar í gegnum þjónustu Dropp:

Hægt er að sækja pakka á næsta Dropp stað: 790kr.

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 1200kr 

Utan höfuðborgarsvæðis – Pakki á Flytjandastöð: 1200kr

Þegar verslað er fyrir 20.000 kr eða meira á höfuðborgarsvæðinu eða utan höfuðborgarsvæðis sendum við þér vörurnar án endurgjalds.

Sé varan ekki til á lager, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu sé varan ekki væntanleg aftur. 

Heilsubarinn.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. English: Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. English: Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

 

Based on 374 reviews
89%
(334)
6%
(23)
2%
(8)
1%
(4)
1%
(5)
Betri svefn og endurheimt

Sef betur og vakna fersk. Fór að finna greinilegan mun eftir 2-3 vikur. Drekk drykkinn sirka 2klst fyrir svefn.

B
Optimal Electrolyte|Steinefnasölt
Birna Bryndís Þorkelsdóttir
Mjög góð steinefnasölt

Ég er mjög ánægð með Optimal Electrolyte, ég fer mikið í infrarauða gufu og finnst gott að drekka þessi steinefnasölt eftir gufu, mér finnst ég síður fá höfuðverk þegar ég passa upp á söltin. Mun halda áfram að kaupa þessi.

Fullkomin blanda

Ég hef prófað allskona steinefnasölt sem farið misvel í mig. Þessi blanda fer vel í maga og hefur góða virkni t.d. í heitum æfingatímum þar sem mikilvæg sölt tapast úr líkamanum.

Æðisleg vara

Við hjónin elskum þetta gelatín. Set það út í kakóið, súpur, sósur, þykki soðið osfrv. Gelatínið hefur verið lykilþáttur í vegferð minni að heila magann og meltingarfærin.

Beinaseyðisprótein

Hef verið að nota óbragðbætta beinaseyðispróteinið undanfarið sem prótein uppbót. Finnst það fara sérlega vel i maga og hef trú á að það hjálpi beinum og vefjum. Þetta er vara sem ég ætla að nota áfram

Amazing

I really feel a before and after, after consuming this supplement 😻

Ég fór strax að sofa betur eftir að ég fór að taka inn Nu mind wellness.

Heilaþokunni létti

Ég hef verið að glíma við mikil veikindi eftir myglu á vinnustað. Þreyta, orkuleysi, slen, hárlos/brot, útbrot á húð, bólgur í andliti og í likamanum auk þess sem lungun voru mjög viðkvæm. Ég var greind með ofnæmi fyrir myglu ásamt ofnæmis-astma. Eftir að hafa tekið 1 töflu var eins og ég hefði tekið hjálm af höfðinu, því heilaþokunni létti talsvert. Ég fann mikinn mun á mér og fann orku sem ég hafði ekki fundið lengi. Hinsvegar finn ég að það hefur slæm áhrif á meltinguna ef vatnsinntaka er ekki næg. Ég er ekki búin að klára heilt box og hugsa að kannski sé sniðugt að taka pásur á milli. Ég get Klárlega mælt með að gefa þessu bætiefni fyrir fólk sem er að berjast við umhverfisveikindi.

Hjálpar svefninum

Ég á auðveldara með að ná slökun á kvöldin og festa svefn.
Frábær vara.

Flott vara

Hjálpar mikið við að draga úr liðverkjum yfir daginn og bætir orkuna yfir miðja daginn.

Vonbrigði

Hentar mér ekki.

Orkugjafi fyrir líkama og sál

Eftir að ég byrjaði að nota Focuz þá finn ég mikin mun á bæði andlegri og líkamlegri orku. Ég get einbeitt mér meira og lengur í einu að verkefnum. Þessi vara fær 100% mín meðmæli og hef ég nú prófað margt😀

Virkar !

Hef verið með mikla sykurlöngun en eftir þessar töflur hef það alveg borðið og finn fyrir miklu jafnvægi hjá mér ð

Gott fyrir svefninn

Frábær vara

Bragðgott orkuboost, virkilega vönduð vara

Ráðgjöf hjá Alettu

Eftir 10 ár af óútskýrðum veikindum og endalausum læknis tímum án einhverra svara, þá vissi ég alltaf að það væri eitthvað meira að heldur en þessi endalausu regnhlífar hugtök yfir öll þessi óútskýrðu einkenni eins og vefjagigt og ME. Ég vildi ekki sætta mig við að ég væri með einhverja sjúkdóma sem ekki væri hægt að laga!
Ég barðist á hnefanum og las endalaust af fræðigreinum hvað gæti verið að.
Ég var mjög mikið föst heima, þar sem ég hafði ekki mikla orku til að fara út, hvað þá sinna heimilinu. Þá var það bara orðið ljóst að ég virkilega þurfti á meiri hjálp að halda.
Ég þurfti einhvern með meiri/aðra þekkingu eða annað sjónarhorn á öllum þessum veikindum með mér í lið og þá frétti ég af Alettu! þó svo að ég hafi verið efins fyrst, því ég var búin að lenda svo oft á veggjum allstaðar þá var það, það besta sem ég hefði getað gert var að fara til hennar!
Og að upplifa sig ekki lengur eina í öllu skiptir líka mjög miklu máli!
Við tókum allskonar test og það mikilvægasta var að þar lá svarið! Svarið við öllum mínum veikindum og mikið var ég glöð! Loksins var búið að finna út hvað væri að og að það væri hægt að laga það og það gaf mér svo mikla von, þar sem ég var orðin nálægt því að gefast upp þá gaf þetta mér lífsviljann aftur.
Guðfinna (eigandi Heilsubarsins) gerir sitt besta í að panta það sem þarf og viti menn, ég fann mun eftir 2 vikur og sé fram á fullan bata!
Aletta er fljót að svara ef það vakna spurningar og er mikið til taks í þessu ferli og eftirfylgnin er góð.
Núna hef ég verið full af orku síðan ég byrjaði á dropunum þrátt fyrir að eiga langt í land en það er stór sigur að komast uppúr sófanum! Svo ég mæli 100% með Alettu!

Enginn munur

Ég finn engan mun á mér búinn að taka þetta í mánuð.
Virkar eins og lyfleysa

Frábært prótein

Eitt besta og hollasta próteinið á markaðnum!

Virkar mjög vel

Meiri og betri svefn

Óviss ennþá

Finn lítinn mun, en ætla að klára skammtinn.

Óviss ennþá

Finn ekki mikinn mun og ætla að gefa þessu annað tækifæri. Finnst ég vera svolítið orkumeiri en loft í þörmum hefur lítið breyst.

Curalin

Hefur algjörlega breytt minni andlegri og líkamlegri líðan. Löngun í sætindi eftir máltíð mínkað og ég veit að hún hverfur "ernú bara á fysrtsu dollu", betri líðan í þörmum og risli= betri útskilun, svefn betri, ef ég fæ mér sykur er curlain að mínka vanlíðan á eftir. Hlakka til að upplifa meiri jákvæðar breytingar og nú veit ég að viljastyrkurinn minn hefur ekkert með þetta að gera, þetta snýst um blóðsykurinn að halda honum stöðugum og það gerir guralin fyrir mig
Kveðja LHS