Um Heilsubarinn

Hæ,

ég heiti Guðfinna og er eigandi Heilsubarsins. Ég er heilbrigðisverkfræðingur að mennt og búin að vinna við það síðasliðin 15 árin. Eins og margir sem hafa mikinn áhuga á heilsu þá lenti ég í heilsubresti fyrir 10 árum síðan eftir að hafa haft töluverða viðveru í rakaskemmdu húsnæði og fékk mikil einkenni umhverfisveikinda vegna myglu og annarra heilsuspillandi efna sem gjarnan myndast í slíkum aðstæðum.

Þá var litla aðstoð að fá frá heilbrigðiskerfinu og tók ég málin í eigin hendur og prófaði mig áfram með mataræði, bætiefni og ýmsar meðferðir og náði frábærum bata. Í þessu ferli kafaði ég mikið í fræðin og kynnti mér umhverfisveikindi vel og alla helstu prótokola í heiminum. Ég var orðin þreytt á því að bætiefnin sem ég var að nota fengjust ekki hér á landi og fannst vanta á markaðinn hágæða bætiefni sem virka vel. Þar sem bætiefni hafa gagnast mér vel í að ná og viðhalda góðri heilsu langaði mig að hjálpa öðrum og var það til þess að ég stofnaði Heilsubarinn árið 2021.  

Hvað er Heilsubarinn?

Heilsubarinn er net- og heildverslun með hágæða heilsuvörur. 

Ég hef valið bætiefni, vítamín og aðrar heilsuvörur inná  á Heilsubarnum með tilliti til gæða og prófana á vörunum en það er mjög mikilvægt að efni séu á réttu og aðgengilegu formi sem nýtist líkamanum sem best. Einnig hef ég fengið aðstoð frá erlendum næringarfræðingum og lífstílslæknum til þess að tryggja að reynsla sé komin á bætiefnin erlendis og að þau virki í raun, ekki bara eins og framleiðendur segja að þau geri.

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi. Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Þar sem bakgrunnurinn minn er í klínískum prófunum og rannsóknum skil ég mikilvægi þess að innihaldsefni hafi klínískar rannsóknir á bakvið sig þar sem það á við og að virkni efnanna sé staðfest með prófunum og einnig að það sé staðfest að óæskileg efni finnist ekki í vörunum. 

Ég geri mitt besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við en því miður er mun minna um það í bætiefnaheiminum að klínískar rannsóknir séu gerðar á ákveðnum bætiefna samsetningum en algengara er að stök efni séu prófuð.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á heilsubarinn@heilsubarinn.is. 

Athugaðu þó að við getum veitt almenna bætiefnaráðgjöf með tölvupósti en ekki ítarlega ráðgjöf eða læknisfræðilega ráðgjöf. Fyrir ítarlegri heilsuráðgjöf endum við á meðferðaraðila.

Based on 413 reviews
89%
(368)
7%
(27)
2%
(9)
1%
(4)
1%
(5)

Sinadrátturinn horfinn, það var það sem ég sóttist eftir, og þessi vara virkaði frá fyrst degi.

Mæli virkilega með!

Keypti þetta fyrir minn mann sem er fertugur og þetta hjálpaði gríðarlega! Hann var búinn að vera mjög þungur, þreyttur og orkulaus og var varla að meika daginn en eftir sirka 2 vikur af notkun þá kom orkan þvílíkt til baka og honum líður mikið betur!

Svefninn dýpri og betri

Ég er á dollu nr.2 núna og þessi vara fer fram úr Calm vórununum sem ég hef notað í mörg ár.
Ég finn mikinn mun á gæði svefnsins og hvað vöðvarnir eru ekki eins "þreyttir" og að vakna úthvíld á morgnanna gefur mér svo mikla orku og úthald yfir daginn.
Kv. Magga 🧡

Virkilega gott tannkrem

Eg er mjög sátt og ánægð með þetta tannkrem. Kaupi örugglega aftur og líklega enn og aftur ;)

Ætla að gerast áskrifandi

Ég sef betur og fæ síður sinadrátt.

Mæli með

Elska þetta fyrir stelpuna mína sem er oft lystarlaus og gleymir oft að borða

S
Svefn Byltingin
Soffía Amanda T Jóhannesdóttir
Sleep breakthrough

Þetta virkar betur en ég bjóst við. Mæli hiklaust með þessu.

S
Organifi drykkur fyrir svefninn | 10 skammtar
Soffía Amanda T Jóhannesdóttir
Sleep duftið

Virkar nokkuð vel. Sofna fyrr.

S
D3+K2 (MK7) vítamín
Soffía Amanda T Jóhannesdóttir
Vítamín

Frábær vara

Þetta er besta sem ég hef notað og maður sér árangurinn strax frá fyrstu notkun.

Gæðastund í bolla

Virkilega bragðgott kaffi sem fer vel í mann.

Góð Vara

Þetta er fyrirmyndar gelatine sem stóðst mínar væntingar að fullu.

Shilajit hjálpað sannarlega að koma reglu á líkamsstarfsemi og dró úr bólgum.

Shilajit hefur hjálpað mér að koma draga úr bólgum í líkamanum. Var með bólgur í kviðvegg umhverfis þarma sem ég fann ekki lausn á öðruvísi. Er einnig kraftmeiri eftir að ég byrjaði á þessu bætiefni. Mér dugar eitt hylki á dag og get slept úr 1-2 dögum í viku eftir að hafa tekið Shilajit í 3 mánuði.

Á
Magnesium Threonite
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir

Gæða magnesíum sem ég hef fundið fyrir að bæti svefn minn og hlúir að taugakerfinu. Ég mæli með eins og öðrum bætiefnum sem ég hef keypt af hinum frábæra Heilsubar.

Undra vara.

Þetta er undra vara. Hjálpar mér að sofna of sofa værum svefni á næturnar. Ekkert annað virkar eins vel og þetta.

Virkar ótrúlega vel gegn bakflæði, uppþembu og verkjum eftir máltíðir.

Mínir viðskiptavinir í heilsuráðgjöf finna mikinn mun á því að nota Organifi Pure drykkinn ef þeir upplifa óþægindi eða verki eftir máltíðir. Drykkurinn inniheldur meltingarensím, eplaedik og fleiri innihaldsefni sem hjálpa til við meltingu! :)

Er að hjálpa mér mikið

Greindist með sykuríki 2 fékk Jardiance við halda sýkinn niðri
birjaði að taka Curalin með þessum töflum eru þær að hjájpa
að halda sykrinum niðri eð mælast 6 7

Hreinasta og besta próteinið!

Ég hef prófað ótal tegundir af próteini í gegnum tíðina en ávallt fengið illt í magann þar sem langflest próteinduft eru með svo miklum viðbótarbragðefnum og ýmsum aukaefnum. Það var ekki fyrr en ég prófaði próteinið frá Nyotteket að ég fann að ég gat tekið próteinduft án þess að fá illt í magann. Set alltaf 1-2msk út í Chia grautinn minn á morgnana og þetta er líka æðislegt til að gera próteinpönnukökur úr. Mæli hiklaust með þessu.

Langbesta beinaseyðið og aukin próteininntaka

Þetta beinaseyði er mitt allra uppáhalds þar sem það blandast mjög vel í vatn og ég veit að ég er að fá algjöra næringabombu og engin óþarfa aukaefni. Til að toppa þetta er próteininnihaldið gífurlega hátt svo ég byrja alla mína morgna á þessu (2 msk) út í heitt vatn og matskeið af kókosolíu. Þannig fer ég mun betri inn í daginn og fæ minni löngun í sykur og að nasla. Mæli með!

M
Svefn Byltingin
María Weinberg

Hjálpar til að verða afslöppuð og sofna miklu fljótar. Mæli með. Fann mikinn mun þegar ég byrjaði að taka svefn byltinguna.

G
Hágæða majónes úr 100% ólívuolíu
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir
Olívu majones

Mjög gott majones...bíð eftir meiru 😊

G
Magnesíum byltingin|Fyrir svefn og endurheimt
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir
Magnesíum byltingin

Líst rosa vel á þetta magnesíum ...flott í þessu en hentar mér ekki ...sef illa á nóttunni þegar ég tek það þó ég taki það inn í hádeginu

Frábær vara!

Ég dýrka að setja InnerFuel út í kaffið mitt á morgnana. Þegar ég byrjaði að nota það fann ég strax hvað meltingarkerfinu mínu líkar vel við það og þegar það er í lagi líður mér svo miklu betur.
Það er ekkert bragð af þessari vöru og þetta blandast auðveldlega út í bulletproof kaffið mitt.
Mæli svooooo með!