Um Heilsubarinn

Heilsubarinn er net- og heildverslun með hágæða heilsuvörur. 

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi. Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á heilsubarinn@heilsubarinn.is. 

Athugaðu þó að við getum veitt almenna bætiefnaráðgjöf með tölvupósti en ekki ítarlega ráðgjöf eða læknisfræðilega ráðgjöf. Fyrir það bendum við á meðferðaraðila en Heilsubarinn er í samstarfi við marga meðferðaraðila á Íslandi. Endilega hafðu samband við okkur ef þú ert að leita að meðferðaraðila sem þekkir vörurnar á Heilsubarnum. 

Based on 311 reviews
92%
(287)
5%
(14)
1%
(4)
1%
(3)
1%
(3)
Magnesíum Byltingin

Búin að nota efnið ca 10 daga, finn mikin mun á svefni og svefngæðum, sofna fljótt og sef betur og lengur😊 og er þar af leiðandi orkumeiri yfir daginn, mæli með😊

K
Ashwagandha Extract
Kristjana Kristjansdottir
Frábært Ashwaganda🙏🏻

Skipti yfir í þetta Ashwaganda úr öðru vörumerki sem fæst í stórverslunum og VÁ þvílíkur munur! Finn mun á streitunni hjá mér við skiptin og þetta var góð áminning um að passa upp á gæði bætiefnanna sem ég kaupi. Mun halda áfram að versla þetta og get hiklaust mælt með fyrir streitu/stress.

Virkar!

Eg akvað að kaupa Curalin bætiefnið vegna þess að eg er orðin svo kallað “pre-diabetic” og þ.a.l hugsaði eg að þetta væri frabært bætiefni til þess að hjalpa mer að vinna mig niður i fastandi bloðsykri.

Helsti munurinn sem að eg finn eru einmitt sveiflurnar i bloðsykri eftir maltið. Þær eru minni þegar að maður tekur bætiefnið inn. Það er lika einstaklega hjalplegt þegar maður leyfir ser inn a milli e-h sætindi sem geta hækkað bloðsykurinn og þa að geta tekið þetta samhliða þvi og sveiflunar verða ekki eins drastískar.

Góð þjónusta

Gott magnesíum

Hressir og kjætir og gott að drekka þetta ískalt

Virkar rosalega vel fyrir svefninn,kvíða,streitu og vefjagigtina 😉

Búin að kaupa 6 stk og gefa - þarf nokkuð að segja meir :-)
STÓRKOSTLEG

Besti græni safinn

Bragðgóður og orkugefandi. Mæli með til að byrja daginn. Frábært að grípa ferðapakkningu ef þú ert á flakki.

H
Nicotinamide Mononucleotide - NMN
Hulda Karen Danielsdottir
NMN

Virkilega áhrifaríkt.

Fimm stjörnur

Frábært 👏👏

Ensím sem virkar

Það besta sem ég hef prufað

Mjög gott

Mjög gott og blandast vel, geggjað í gríska jógúrt 👌

ég finn mikinn mun eftir að ég fór að taka Magnisíum frá ykkur bæði á taugaleiðni í líkamanum og svefni

R
Magnesíum Glycinate
Rut Gudmundsdottir

Algjör bylting fyrir mig, sef í 8 tíma án þess að rumska. Áður vaknaði ég minnst 2svar á nóttu og átti bágt með sofna aftur

Frábær bætiefni.

Þetta er frábær vara mér líður mjög vel af þessu og frábær bætiefni.

H
N-Acetyl-L-Cysteine|NAC
Hrafnhildur Juliusdottir
Nac

Mjög mikil gæði

Hrafnhildur

Nota Nac og magnesium brakethrough
Nuna og hef gert um nokkurt skeið.
Finn mikinn mun á mér.

Blandast illa

Prófaði fyrst hindberja/límonaði sem var fínt á bragðið, keypti síðan banana/mangó sem blandast mjög illa og erfitt að koma niður. Finn persónulega ekki mun á þessu magnesíumi og einhverju öðru.

Við mælum með því að nota hristibrúsa eða sprota til að hræra í drykknum, þá blandast hann mjög vel :)

Þetta virkar

Já þetta virkar og satt að segja strax. Nú sef ég miklu betur takk fyrir💘

Lítill munur...

Búin með einn mánuð er að byrja á glsai tvö, finn ekki mun á svefni eða meltingu. Vona það komi til með að breytast.

Við hjónin erum að tala þessar töflum og líkar mjög vel sofum miklu betur takk

H
HPA Select|Öflug streitu- og svefnblanda
HG
Góð vara

Mér finnst erfitt að gefa sumum vörum umsögn því það sem þær gera er ekki alltaf sýnilegt. Eftir Covid sem ég fékk aftur í nóv. 2023 hefur ónæmiskerfið verið í rúst og ég fengið kvef og orðið veik á hálfs mánaðar fresti. Ég tók sérstaklega eftir því að í hvert sinn sem ég reyndi eitthvað á mig (ræktin eða fjallganga) var eins og kerfið hryndi og ég varð veik. Nú er ég búin að taka þetta á hverjum morgni í hálfan mánuð og búin að fara í nokkrar erfiðar fjallgöngur og orkan er góð, hef ekki fundið fyrir neinu. Ég vil því trúa því að þetta sé að hjálpa mér.

Frábær vara

Ég er á þriðju svona dollunni, ég elska þetta prótín, það er mjög bragðgott. Ég tek oft einn skammt með mér í vinnuna og fæ mér seinnipartinn þegar ég verð svöng. Mæli með.