Umhverfisstefnan
Heilsubarnum er umhugað um sjálfbærni og heilbrigði umhverfisins sem við lifum í. Við trúum því að heilsa plánetunnar okkar hafi áhrif á heilsu okkar og erum við staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til að vernda og gefa til baka til umhverfisins eins og hægt er.
Við erum að vinna í að meta alla þætti fyrirtækisins sem hafa áhrif á umhverfið. Við erum að meta birgjana okkar og vörurnar eftir því hvernig þær eru framleiddar, þeim er pakkað og þær fluttar til landsins. Við metum flutningsleiðir okkar innanlands og pakkningar til ykkar neytendanna. Við erum sífellt að leita leiða til að lágmarka þau áhrif sem okkar vörur og starfssemi hafa á umhverfið, þar með talið kolefnisfótsporið okkar.
Markmiðin okkar:
- Afhenda allar vörur í sjálfbærum pakkningum
- Vinna með birgjum okkar í að þau verði sem sjálfbærust og velja vörumerki sem eru með sem sjálfbærni sem markmið.
- Lágmarka kolefnisfótspor innanlands eftir að vörurnar koma til landsins og þangað til þær komast í hendur viðskiptavina.
- Lágmarka kolefnisfótspor og vinna að kolefnishlutleysi með því að velja sem bestar lausnir og kolefnisjafna þegar þess gerist þörf.