Hafði lesið mikið um þessi kerti á Amazon og heimasíðu framleiðanda, og ákvað að slá til, þó ég hefði mínar efasemdir.
Ég er mjög viðkvæmur fyrir myglu, og er fljótur að finna fyrir einkennum þegar ég lendi í slíkum aðstæðum.
Þessi kerti hafa algjörlega bjargað mér núna, þegar ég hef neyðst að vera í vafasömum aðstæðum, en við erum í framkvæmdum heima og þurftum að flytja tímabundið inn á ættingja.
Þar er því miður ekki allt 100%, enda orðið erfitt að finna húsnæði sem er algjörlega til friðs.
Kveiki á kertinu í klukkutíma á morgnana í rýminu þar sem ég er með vinnuaðstöðu og það virðist duga til að halda mér góðum.
Gleymdi því einn daginn og í kringum hádegi var hausinn orðinn þungur og háls og nef byrjað að vera með vesen.
Mæli með fyrir þá sem eru viðkvæmir, geri sjálfur ráð fyrir að taka kerti með mér til öryggis þegar ég ferðast.