Sporagerlarnir frá Microbiome labs henta vel til að endurnýja þarmaflóruna eftir að hún er komin á slæman stað eða eftir mikla sýklalyfjanotkun. Þetta er oft fyrsta skrefið þegar kemur að því að byggja upp góða þarmaflóru. Þessir menn vinna góða grunnvinnu og undirbúa jarðveginn fyrir aðra góðgerla til að þeir þrífist vel og fjölgi sér og myndi breiða og fjölbreytta þarmaflóru.
Megasporebiotic er blanda góðgerla sem inniheldur 5 tegundir Bacillusspora gerla sem vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að viðhalda heilbrigðri þarmavirkni og heilbrigðu ónæmiskerfi.
Athugið að þessir gerlar eru mjög öflugir og því er gott að byrja að prufa sig áfram á litlum skömmtum til að forðast óþægindi. Auðvelt er að opna hylkin og nota/gefa með mat. Mikilvæg er að fylgja leiðbeiningum um skammtastærðir og hlusta á líkamann. Einkenni eins og loftgangur, uppþemba, smá krampar eða lausar hægðir geta þýtt að vara er að virka en líka að þú sért líklega að taka of mikið. Gott er að hætta þá að taka vöruna þangað til einkennin hverfa alveg. Þau ættu að hverfa á 2-3 dögum. Þegar þér líður aftur vel geturðu byrjað aftur á lægri skammti eða á lengri tíma. Ef þú ert mjög mikil þarmavandamál, viðkvæman maga eða sjálfsofnæmissjúkdóma er gott að byrja mjög róleg, nema læknir, náttúru- eða grasalæknir hafi mælt með öðru. Sjá nánari meðmæli um skammtastærðir og tímasetningar fyrir neðan.
Gerlarnir eru prófaðir eftir hæstu gæðakröfur og má lesa nánar um framleiðslu þeirra hér fyrir neðan. Tvífasa líftími Bacillusspora gerlanna gerir þeim kleift að breyta sér úr hlutlausu ástandi í virkt ástandi eftir því í hvaða umhverfi þeir eru í líkamanum. Þeir eru hlutlausir á leið sinni niður efri hluta meltingarvegarins en þegar þeir komast í umhverfið sem hentar þeim, eins og í ristlinum, þá virkjast þeir.
Margir gerar á markaðnum eru ekki gæddir þessum tvífasa hæfileikum og lifa því ekki af vegferð sinni niður mjög krefjandi umhverfi meltingarvegarins og eru sumir mögulega gagnslausir þegar þeir komast loks á réttan stað.
Megasporebiotic gerlarnir eru þær harðgerðir að þeir þola bakstur í ofni upp að 230°C!
Talið er að allt af 70% ónæmiskerfisins sé staðsett í þormunum. Rannsóknir sýna aðacillus subtilis styðju við þróun GALT (gut-associated lymphoid tissue) sem er reynt að sýna fram á virkt og öflug ónæmiskerfi.
Útlistun á vísindagreinum sem styðja vöruna má finna fyrir neðan þá sem hafa áhuga.
Innihaldslýsing:
Ráðlagður dagsskammtur fyrir heilbrigða einstaklinga:
Vika 1 : Best er að byrja á 1/2 eða 1 hylki annan hvern dag með mat
Vika 2 : 1/2 eða 1 hylki daglega ef vel þolað
Vika 3+: 2 hylki daglega
Ráðlagður dagsskammtur fyrir viðkvæma einstaklinga:
Vika 1: Best er að byrja á 1/4 til 1/2 hylki annan hvern dag með mat.
Vika 2: 1/2 eða 1 hylki daglega ef vel þolað
Vika 3+: 2 hylki daglega
Langtíma viðhaldsskammtur: 1 hylki á viku
Mjög einstaklingsbundið er hversu mikið hver þolir af gerlunum og þarftu að vera vel vakandi fyrir því. Eins og kemur fram að ofan geta viðkvæmir einstaklingar þurft að minnka skammtinn í 1/4 hylki eða minna. Sumir finna fyrir vægum krömpum í maga, lausum hægðum og breytingu í hægðum. Þó að sum þessara einkenna geti verið óþæginleg þá geta þau verið merki um að gerlarnir séu að virka. Einkennin ættu að hætta á 2-3 dögum, ef þau verða lengur en það er ráðlagt að hætta inntöku þeirra. Eins og með öll fæðubótarefni skal hætta neyslu ef til alvarlegra einkenna kemur og leita læknis.
Rannsóknir og vísindagreinar sem MicrobiomeLabs styðst við:
MCFARLIN BK, HENNING AL, CARBAJAL KM.