Hvað er NAD+?
Þegar við eldumst þá lækkar NAD+ í líkamanum. NAD+ er náttúrulega eldsneytið sem sérhver fruma treystir á til að halda áfram að virka eins vel eins og vel smurð vél.
Það lækkar einnig vegna streituvalda eins og áfengisneyslu, mikilla æfinga og svefnleysis.
NAD+ gildi okkar lækka allt að 65% á aldrinum 30-70 ára sem gerir það erfiðara fyrir líkamana okkar að framleiða þá orku sem við þurfum til að viðhalda góðri heilsu.
Án nægilegs magns af NAD+ brotnar orkuflutningur í frumunum niður sem leiðir til aldurshraðandi truflunar á starfsemi hvatbera (batterí frumnanna)
Lægri NAD+ gildi og lækkun á SRT1 og SIRT3 ensímum geta leitt til fjölmargra heilsufarsvandamála svo sem æðabólgu, þreytu, tap á vöðvastyrk, sykursýki, insúlínviðnámi og fitulifur.
Er hægt að hækka NAD+ með fæðu?
Nicotinamide ribose finnst í ákveðinni fæðu eins og mjólk og geri til dæmis en ekki nærri því í því magni sem þarf til að ná að hækka NAD+ gildin. Til þess að setja þetta í samhengi, þá inniheldur 250mg af NR bætiefni um 1000 falt meira magn en eitt mjólkurglas.
Með því að taka inn NR sem bætiefni er hægt að ná NAD+ gildum upp um 40-50% [1]
1000mg virðist vera mest rannsakaðasti skammturinn af NR sem finnst í mörgum vísindagreinum.