Karfa

  • Engar vörur í körfu

Beinaseyði á duftformi (500g)

7.990 kr

Frítt að sækja á Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir 10 þúsund krónur eða meira.
Framleiðandi: Nyttoteket

Kláraðist hjá framleiðendunum, væntanlegt í júní/júlí.

Viltu neyta beinaseyðis á auðveldan hátt? Real Broth beinaseyði er soðið úr mergbeinum úr sænskum nautgripum. 

Þetta beinaseyði er:

  • Með mjög hátt prótein innihald (97%)
  • Frá sænskum grasfóðruðum nautgripum
  • Blandast mjög auðveldlega í heita og kalda drykki
  • Hátt í glýsíni, prólíni og glútamíni.
  • Inniheldur engar gervisætur eða sykur
  • Engin sýklalyf notuð í nautgripum

Ef þú hefur prófað að gera beinaseyði sjálf/ur þá veistu hvað það er mikil vinna og tekur langan tíma. Að nota þetta beinaseyði er mjög fljótlegt og einfalt, þú smellir því hreinlega í drykk eða mat sem þú er með, hrærir og neytir beinasoðs sem þú veist að er búið að sjóða við rétt hitastig í langan tíma til að vernda næringarefnin. 

Framleiðsluaðferð:

Beinaseyðið er frá sænska fyrirtækinu Nyttoteket.

Með því að sjóða nautamergbein í langan tíma fæst 80% kollagen af týpu 1,2,3,4 og 5 Varan inniheldur líka smá af týpu 6 og 10. Þegar seyðið var soðið var smá bætt við af sólblóma lesitíni til þess að duftið leysist vel upp í heitu og köldu vatni. Næst er það þurrkað með spreyþurrkunar aðferð til að næringarefnin varðveitist þegar varan fer á duft form. 

Innihaldslýsingar:

Hreint: Beinasoðsduft, sólblóma lesitín (1%)

Súkkulaði: Beinasoðsduft, kakó, sjávarsalt, sólblóma lesitín (1%), stevía (extract)

Kryddað: Beinasoðsduft, sjávarsalt, laukduft, hvítlauksduft, sólblóma lesitín (1%), svartur pipar, túrmerik og steinselja.

Notkunarleiðbeiningar

Blandaðu 1-2 matskeiðum af dufti við vökva að eigin vali (heitan eða kaldan). 

Hreina soðið hentar best í hristinga, bökunarvörur, súpur og kássur.

Súkkulaði hentar best í hristinga, bökunarvörur og vatn.

Kryddað hentar best í heita rétti og súpur og í heitt vatn

 

Næringargildi:

Nutritional value


 / 100g   / 15g
 Energy kJ / kcal  1699/406   255/61 
 Protein 97 g 14.5 g
 Carbohydrates 0 g 0 g
  of which sugars 0 g 0 g
 Fat 2 g 0.3 g
  of which saturated 0.7 g 0.1 g
  of which monounsaturated 0.8 g 0.1 g
of which polyunsaturated 0.5 g 0.1 g
 Fiber 0 g 0 g
 Salt 1 g 0.15 g

 

Amínósýru prófíll:

Amino acid profile

  / 100g     / 15g
 Alanine  8.8 g  1.3 g
 Arginine  7.5 g  1.1 g
 Aspartic acid  6 g  0.9 g
 Cysteine  0.1 g  0 g
 Glutamic acid  11 g  1.7 g
 Glycine  20 g  3 g
 Histidine  1.1 g  0.2 g
 Hydroxyproline 10.2 g 1.5 g
 Isoleucine  1.7 g  0.3 g
 Leucine  3.7 g  0.6 g
 Lysine  3.8 g  0.6 g
 Methionine  0.9 g  0.1 g
 Phenylalanine  2.3 g  0.3 g
 Prolin  12 g  1.8 g
 Serin  3.4 g  0.5 g
 Treonin  2.1 g  0.3 g
 Tryptophan  0.4 g  0.1 g
 Tyrosine  1.3 g  0.2 g
  Valin  3 g  0.5 g

 

 

Hvað er kollagen?

Kollagen er eitt stærsta próteinið í líkamanum, eða um 30-35%. Hægt er að hugsa um kollagen sem límið sem heldur líkamanum saman. Það finnst í hári, húð, nöglum, liðum, sinum og í líffærum eins og hjarta, lungum og lifur. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen en er líka að brjóta það niður á sama tíma.

Kollagen er ríkt af glýsínum, prólenum og hýdrocýprólenum, amínósýrunum sem hjálpa líkamanum að framleiða nýtt kollagen.

Tegundir af kollageni

Um 28 mismunandi tegundir af kollageni finnast í líkamanum en tegundir I, II og III mynda um 80-90% af því [1,2,3]. Tegundir I og III byggja upp húð, vöðva og sinar en tegund II finnst í brjóski og augum. [4]

Hvers vegna þarf ég að taka inn kollagen, fæ ég ekki nóg úr fæðu eða framleiði sjálf/ur?  

Eins og kom fram áðan er líkaminn að brjóta niður prótein eins og kollagen og gerir það á sama hraða eftir því sem við eldumst en með aldrinum minnkar einnig framleiðslan á kollageni.

Áður fyrr borðuðu Íslendingar mun meiri fæðu sem innihélt kollagen, eins og beinaseyði, hjörtu, lifur og sinar. Kollagen á duftformi er frábær leið til að bæta upp fyrir minni neyslu.

Húð, neglur og hár

Það sem gerist í húðinni þegar kollagen minnkar með aldrinum (byrjar eftir tvítugs aldurinn) [6] er að við sjáum fínar línur slappari húð. [5] Rannsóknir benda til þess að neysla kollagens geti styrkt húðina, aukið teygjanleika hennar og dregið úr fínum línum. [6,7] Kollagen er talið hjálpa til við að viðhalda raka húðarinnar og örva náttúrulega framleiðslu fíbríns og elastíns sem eru prótín nauðsynleg fyrir góða heilsu húðarinnar.[15,16,17] Kollagen er einnig talið auka nagla- og hárvöxt.

 Bein og liðir

Rannsóknir benda til þess að neysla kollagens geti dregið úr liðverkjum og stífni eftir æfingar [8,9,10] og benda nýlegar rannsóknir til þess að neysla þess geti styrkt beinin.[11] [13,14]

Þarmaheilsa

Ef þarmaveggirnir verða of gegndræpir fara þeir að hleypa of stórum ögnum í gegnum sig og getur það valdið meltingarvandamálum, fæðuóþoli, heilaþoku, húðvandamálum, sjálfsofnæmissjúkdómum og fleira. Kollagen er fullt af amínósýrum og peptíðum sem eru frábær til að styrkja þarmaveggina og hjálpa til við að minnka þetta gegndræpi og viðhalda heilbrigði í þarmaveggjunum.

 

Heimildir

[1] https://cshperspectives.cshlp.org/content/3/1/a004978

[2] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2846778/

[3] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK21582/

[4] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24401291/

[5] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26362110/

[6] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18416885/

[7] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22500661/

[8] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24852756/

[9] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29337906/

[10] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23228664/

[11] https://ods.od.nih.gov/factsheets/VitaminC-HealthProfessional/

[12] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23228664/

[13] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11071580/

[14]  https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25314004/

[15] https://www.jmnn.org/article.asp?issn=2278-1870;year=2015;volume=4;issue=1;spage=47;epage=53;aulast=Borumand

[16] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23949208/

[17] https://www.researchgate.net/publication/259628887_Oral_Intake_of_Specific_Bioactive_Collagen_Peptides_Reduces_Skin_Wrinkles_and_Increases_Dermal_Matrix_Synthesis

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
L
L.Ó.
Frábært fæðubótarefni

Hef meiri einbeitingu og orku