FRAMLEIÐANDI: Seeking Health
Gerlanir í þessari blöndu eru sérstaklega valdir með það í huga að útiloka gerla sem eru taldir auka histamín í þörmunum og hentar blandan þeim vel sem eru viðkvæmir fyrir histamínum.
Histamín vinveittir gerlar eru sérstaklega valdir sem geta stutt við heilbrigðan metabólisma histamína sem fæða sem við neytum getur innihaldið. Blandan styður við heilbrigða þarmaflóru og meltingu.
Histamín eru nauðsynleg fyrir heilbrigða meltingu, til að styðja vöku/svefn hringinn og fyrir sterkt ónæmiskerfi. Of mikið histamín getur hins vegar valdið óþægindum.
Einkenni histamín viðkvæmni/óþols geta verið: [1]
- Niðurgangur
- Bólgur
- Lágur blóðþrýstingur
- Höfuðverkur
- Kláði
- Histamín roði (flush)
- Hnerri
- Kláði í nefi
- Augnpirringur
Sumir finna fyrir einkennum strax en aðrir eftir um klukkutíma eftir að fæðu hárri í histamínum hefur verið neytt.
Matur og drykkir sem innihalda mikið af histamínum:
- Ostar
- Edik
- Jógúrt
- Pylsur
- Súrkál
- Túnfiskur
- Tómatar
- Áfengir drykkir
Erfitt getur verið að forðast algjörlega mat með histamínum án þess að missa af nauðsynlegum næringarefnum og því getur verið gott að neyta fæðubótarefnis i þeim tilgangi að draga úr einkennum. Athugið að neysla sumra gerla getur aukið histamín í þörmum. Dæmi um gerla sem geta framleitt histamín eru Lactobacillus casei, Lactobacillus reuteri, Lactobacillus bulgaricus.
Takið eftir að Probiota Histamin X virkar EKKI við ofnæmiseinkennum eða selíak einkennum.
Breytingar á hægðum geta átt sér stað þegar byrjað er að taka inn gerla. Ef þetta gerist, hættið þá að taka ProBiota HistaminX þar til hægðir verða eðlilegar.