Upphaf tíðahvarfa og hvernig er hægt að draga úr einkennum með bætiefnum og jurtum

Höfundur ALETTA SØRENSEN

Upphaf tíðahvarfa og hvernig er hægt að draga úr einkennum með bætiefnum og jurtum

Breytingaskeiðið sem leiðir til tíðahvarfa getur valdið ýmsum einkennum sem hafa áhrif á líðan og lífsgæði margra kvenna. Eðlileg einkenni geta verið þreyta, pirringur, þunglyndi eða skapsveiflur, hitakóf, lítil kynhvöt, þyngdaraukning, máttleysi, minni beinþéttni og þurrkur í leggöngum.

Þessi einkenni geta haft veruleg áhrif á líkamleg þægindi, tilfinningalega vellíðan og almenn lífsgæði. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þetta er allt viðráðanlegt með réttri nálgun.

Það að finna réttu bætiefnin getur verið snúið og erum við oft ruglaðar í hvað á að taka og hvað er skilvirkast og hagkvæmast. Í þessari grein munum við leitast við að kanna nokkur vísindalega studd náttúruleg fæðubótarefni sem eru talin henta fyrir tíðahvörf og einkenni þeirra. 

Við notum vafrakökur til að þú fáir sem besta upplifun af heimasíðunni.

SKILMÁLAR