New
Uppselt

Culture Probiotic góðgerlablanda

FRAMLEIÐANDI: Vitality Pro

8.690 kr

Culture® Probiotic: öflug blanda sem styður þarmaflóruna og ónæmiskerfið.

Hver skammtur inniheldur 14 tegundir af gagnlegum góðgerlum með 58 milljarða CFU sem hannaðir eru til að fjölga sér náttúrulega í þörmunum og viðhalda réttu jafnvægi í örveruflóru líkamans. Blandan inniheldur Saccharomyces boulardii, Mjólkursýrugerlar (Lactobacillus, Bifidobacterium), Bacillus coagulans og Zinc L-Carnosine.

Góðgerlar eru lifandi örverur – aðallega bakteríur og gersveppir – sem styðja heilbrigða meltingu. Þær finnast náttúrulega í þörmum eða koma úr gerjuðum mat og bætiefnum.

Hvernig virkar blandan?
Í þörmunum bindast góðgerlar þarmaslímhúðinni og gerja ómeltar trefjar og næringarefni. Þessi gerjun framleiðir stuttkeðja fitusýrur eins og butyrate sem gefa frumunum orku og styðja við heilbrigða bólgustjórnun og viðhalda réttumsýrustigi í þörmunum. Sumar tegundir framleiða jafnvel vítamín (B-vítamín og K-vítamín).

Góðgerlar keppa við skaðlegar bakteríur um pláss og næringu, mynda náttúruleg örverudrepandi efni og styrkja þarmaslímhúðina með aukinni slímyndun. Þetta hjálpar til við að draga úr leka í þörmum og minnka hættu á að óæskileg efni komist í blóðrásina. Þar sem stór hluti ónæmiskerfisins býr í þörmunum, styðja góðgerlar einnig við jafnvægi í ónæmissvörun.

Helstu virkni og innihald

  • Saccharomyces boulardii: hindrar vöxt skaðlegra baktería eins og C. difficile, styður við jafnvægi örveruflórunnar og dregur úr bólgum.

  • Mjólkursýrugerlar (Lactobacillus, Bifidobacterium): styrkja þarmaslímhúð, draga úr leka í þörmum og framleiða butyrate sem nærir þarmavegginn.

  • Bacillus coagulans: þolir magasýru, spírar í smáþörmum og framleiðir ensím og efni sem bæta jafnvægi örveruflóru og dregur úr uppþembu og hægðatregðu.

  • Zinc L-Carnosine: binst slímhúð maga, stuðlar að gróanda, verndar slímhúð og dregur úr bólgu.

Góðgerlar og heilbrigð öldrun:

Með aldrinum breytist þarmaflóran og góðu bakteríurnar verða færri. Rannsóknir sýna að heilbrigð þarmaflóra getur hjálpað til við að minnka langvinna, væga bólgu sem tengist öldrun og hrörnun. Með því að styrkja þarmaslímhúðina, bæta upptöku næringarefna og jafna ónæmiskerfið geta góðgerlar stutt við heilsu til lengri tíma.

Culture® gæti hentað þér ef þú:

  • Finnur fyrir uppþembu, gasi eða óreglulegum hægðum og vilt bæta meltinguna.

  • Ert með vandamál eins og IBS, leka í þörmum eða IBD og vilt finna náttúrulegan stuðning.

  • Veist að ónæmiskerfið þitt þarf á styrkingu að halda.

  • Ert þreytt(ur) og grunar að meltingin hafi áhrif á orkustigið.

  • Vilt bæta húðina – því góð þarmaheilsa skilar sér oft í betri húð.

  • Ert að jafna þig eftir veikindi eða sýklalyfjameðferð og vilt byggja upp góðu bakteríurnar aftur.

  • Hefur fengið ráðleggingu frá meðferðaraðila um að taka góðagerla sem hluta af meðferð.

Mögulegur ávinningur:

  • Styður meltingu, dregur úr uppþembu og stuðlar að heilbrigðri hægðavenju.

  • Styrkir þarmaslímhúðina og dregur úr leka í þörmum.

  • Styður við jafnvægi örveruflóru og eðlilega bólgusvörun.

  • Eykur framleiðslu IgA mótefna og styður við heilbrigt ónæmissvar.

  • Verndar magann og stuðlar að betri endurheimt slímhúðar.

Prófað af þriðja aðila til að tryggja gæði. Sjá niðurstöður hér og hér.

Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing

Saccharomyces boulardii 6 billion, Lactic Acid Forming Bacteria Lactobacillus rhamnosus 12 billion, Bifidobacterium bifidum 10 billion, Lactobacillus acidophilus 6 billion, Lactobacillus casei 5 billion, Lactobacillus plantarum 4 billion, Lactobacillus salivarius 4 billion, Bifidobacterium longum 2 billion, Streptococcus thermophilus 2 billion, Lactobacillus bulgaricus 2 billion, Lactobacillus paracasei 1 billion,Bifidobacterium lactis 1 billion,Bifidobacterium breve 1 billion, Spore Forming Bacteria Bacillus coagulans 2 billion, Zinc L-Carnosine 37mg, Zinc 8mg, L-Carnosine 29mg, Organic Rice Bran Flour, Vegetable Cellulose Delayed Release Capsule Shell (HPMC)

Notkun

Til að ná bestum árangri skaltu taka 2 hylki á dag eða eins og ráðlagt er af heilbrigðisstarfsmanni þínum. Culture® má taka með eða án matar.

Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Culture Probiotic góðgerlablanda

Culture Probiotic góðgerlablanda

8.690 kr