New
Uppselt

Histamin Digest (áður Histamin Block) Fyrir histamín viðkvæma

FRAMLEIÐANDI: Seeking Health

7.790 kr

Histamin Digest (nýtt nafn) frá Seeking Health hentar mjög vel fyrir þá sem þola illa histamín eða eru með histamínóþol. Það inniheldur einkaleyfaverndaða ensíma formúlu sem gefur 10000 HDU af diamin oxidase (DAO) - ensímið sem hefur stóru hlutverki að gegna í að brjóta niður histamín úr fæðu. 

Histamín getur verið tvíeggja sverð. Það er nauðsynlegt fyrir okkur en það getur líka valdið alls konar einkennum.

Histamín er frábært til að halda óværum (pathogens) í burtu í meltingunni. Það örvar ónæmiskerfið til að ráðast á óværuna. Það hjálpar líka til við bylgjuhreyfingar meltingarinnar.  Það hjálpar einnig maganum að seita ensímum sem brjóta niður prótein. Þannig að það er augljóst að við viljum endilega hafa histamín í meltingunni okkar, bara ekki of mikið af þeim. 

Of mikið af histamínum er ekki gott og getur það sent röng skilaboð til ónæmiskerfisins og hvetja það í að senda drápsfrumur af stað og búa til bólgusvar. Það getur leitt til histamínóþols, meltingareinkenna, ofnæma og fleira.

DAO hefur verið klínískt rannsakað og verið sannað að það brjóti niður histamín í meltingarveginum. 

Til þess að viðhalda vörnum meltingarvegarins við histamínum góðum er mælt með ProBiota Histamin X og er mikilvægt að finna rót vandans.

Það virðist vera töluvert algengt að fólk sem hefur veikst vegna rakaskemmda finni fyrir histamín viðkvæmni. 

En hvar eru öll þessi histamín að fela sig, ertu að innbyrða mikið af histamínum? Því miður er mikið af histamínum í fullt af mat sem þér finnst sennilega góður og ert jafnvel að borða til að bæta heilsuna.

Þau finnast helst hér:

 • Gömlum ostum
 • Áfengi (sérstaklega í rauðvíni og kampavíni)
 • Beinasoði
 • Súkkulaði
 • Sítrus (ekki sítrónum samt)
 • Reyktu og unnu kjöti eins og pylsum, salami, pepperoni..
 • Þurrkuðum ávöxtum
 • Gerjuðum mat eins og jógúrti, sýrðum rjóma, súrkáli, kefir..
 • Ávaxtasafa
 • Fiski - sérstaklega reyktum eða niðursoðnum
 • Ferskum tómötum
 • Spínati
 • Ediki 
30
90
Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing

Nutritional Information
Serving Size: 1
Servings Per Container: 30
  Amount Per Serving %Daily Value*
Vitamin C (ascorbic acid) 10 mg 11%
DAO2TM porcine kidney extract (Diamine Oxidase Activity 10,000 HDU) 4.2 mg †
† Daily Value not established.

Other Ingredients

 Microcrystalline cellulose, vegetable capsule (hypromellose, water, and gellan gum), and ascorbyl palmitate.


Nutritional Information
Serving Size: 1
Servings Per Container: 90
  Amount Per Serving %Daily Value*
Vitamin C (ascorbic acid) 10 mg 11%
DAO2TM porcine kidney extract (Diamine Oxidase Activity 10,000 HDU) 4.2 mg †
† Daily Value not established.

Other Ingredients

 Microcrystalline cellulose, vegetable capsule (hypromellose, water, and gellan gum), and ascorbyl palmitate.

Notkun

1 hylki rétt áður en histamíns ríks matar eða drykkjar er neytt. Eða á fastandi maga til að styðja við heilbrigt magn histamína í meltingunni.

Þegar Histamin Block er tekið með mat hjálpar það að brjóta niður histamín í mat og drykk.

Einnig má taka það á fastandi maga og þá hjálpar það við að brjóta niður histamín sem framleitt er af meltingarörverum. Virkt ónæmiskerfi býr almennt til töluvert magn af histamínum.

Athugið að Histamin Block kemur ekki í veg fyrir ofnæmisviðbrögð.

Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu.

Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.

Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til.

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
S.S.J.
Þetta bjargaði jólunum!

Ég er með histamín óþol og ákvað að splæsa í svona fyrir jólahátíðina þar sem það er bæði erfitt og leiðinlegt að reyna að forðast allt histamín í öllum kræsingunum. Ég tók þetta fyrir hverja jólamáltíð og var ekki gjörsamlega að farast eins og vanalega, sem er stór sigur! Mæli eindregið með!

S
S.G.
Það virkar með Sibo og sníkjudýrum. Ertingu í þörmum

Ég mæli eindregið með. Það virkar virkilega.Ég er með ofnæmi fyrir histamíni. Viðkvæm einkenni Crohna í þörmum

Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Histamin Digest (áður Histamin Block) Fyrir histamín viðkvæma

Histamin Digest (áður Histamin Block) Fyrir histamín viðkvæma

7.790 kr
30
90