Er á mánuði 2 á Curalin og búin að panta mér meira😃 Er laus við nartþörf og sykurlöngun hef vissulega leyft mér sælgæti yfir jólin en mun minna en áður og er alls ekki að kreiva (íslenska orðið?)sykur eins og gerði áður. Mæli með líður betur mun klárlega halda áfram að kaupa...
Þegar ég byrjaði að taka inn Magnesium Brakethrough var ég búin að þjást af sinadrætti - aðallega á nóttunni , vaknaði við hann 3-5 sinnum á nóttu. Síðan eru liðnir 4 mánuðir og ég hef eignast nýtt líf . Sinadrættir heyra sögunni til og þar af leiðandi sef ég mun betur
Hef nánast allt lífið verið með D vítamínskort og tekið allskonar tegundir af D vítamíni án árangurs. Eftir eitt glas af þessu voru D vítamín gildin komin í flott horf.
Mig vantaði eitthvað með B12 og ákvað að prófa þetta, B vitamín fer ekki alltaf vel í mig en þetta er fínt. Ekki skemmdi fyrir þegar ég áttaði mig á að það er kreatín í þessu og tek ég tvö hylki á dag. En þetta er algjört kraftaverkaefni líka, maðurinn minn og dóttir fá stundum sár í munninn og tekur það langan tíma að losna við það, eitt skiptið gaf ég dóttur minni tvö hylki af þessu og viti menn sárið var horfið daginn eftir, við höfum prófað þetta oft síðan og þetta virkar alltaf.
Ég var að fá þetta í dag og hef töluverðar væntingar. Gef fullt hús stjarna í samræmi við væntingar. Á í vandræðum með súrefnisflæði í fótleggjum vegna æðavanda og lýsingin er freistandi. Fattaði samt ekki fyrr en ég fékk þetta að það er talað um 3 hylki 2 svar á dag. Það gerir 6 á dag. Þá endast þessi 60 hylki ekki nema í 10 daga. Almennt verð tæplega 15 000 krónur. Ég ætla samt að klára þessa 10 daga og gá hvort ég fer að gera gengið fleiri skref án hvíldar sökum slaks blóð- og þar með súrefnisflæðis til fótleggja.
Magnesíum Breakthrough hefur hjálpað mér mikið við að ná betri svefni og finn fyrir meiri orku yfir daginn. Einnig hefur fótapirringur og krampar í fótum minnkað mikið..
Mæli eindregið með þessari vöru.
Ég hef tekið Tributyrinx frá sama fyrirtæki í nokkra mánuði og virkar það frábærlega vel. Ég ákvað því að prófa Holoimmune líka. Nú hef ég tekið það í tvo mánuði og hef tekið eftir nokkrum breytingum. Ég hef alltaf fengið mikið ofnæmi á haustin og tengi það við rotnunina úti og tel það tengjast histamíni, þetta er fyrsta haustið í nokkur ár sem ég hef ekki þurft að taka ofnæmislyf og liðið hræðilega. Ég lenti í myglu fyrir nokkrum árum og ónæmiskefið hefur verið í rúst síðan, ég starfa sem kennari og hef fengið allar pestir sem hægt er að fá, t.d. bara núna í sumar fékk ég ælupest og varð tvisvar mjög veik eftir að hafa farið erlendis. Ég hef tekið Holoimmune í sept. og okt. og aðeins verið veik einn dag og vil ég meina að Holoimmune spili þar stóran þátt.
Ég er búin að taka Tributyrinx í nokkra mánuði og þetta er eitt besta bætiefni sem ég hef prófað. Ég hef alltaf verið með útþaninn efri maga og ekkert hefur virkað. Eftir að ég var búin að taka þetta í nokkrar vikur fór ég að taka eftir að maginn á mér var ekki lengur útþaninn, ótrúlegt en satt. Mér finnst meltingin miklu betri og ég þoli ýmsar matvörur betur. Það þarf að passa að fara varlega í að taka þetta í byrjun og ef þú tekur of margar getur það valdið harðlífi en þetta er frábært og ég mæli með.
Vítamín D3 K2 er akkúrat sú blanda sem ég hef leitað af. Magnið í hverri töflu er það sem ég vil hafa.
Hef verið að kaupa beina prótein hjá ykkur og það er alveg frábært, eitt það besta sem ég hef prófað. Eins MCT bulletproof olían - fer vel í mig.
Fràbært efni finn mikinn mun á ristlinum, ekki eins mikið loft. Set matskeið í morgunkaffið
Magnesium Breakthrough hjálpar mér að sofna fljótt og vel og einnig minnkar fótapirringur sem ég fundið fyrir alla tíð.
Þorbjörg

