FRAMLEIÐANDI: Seeking Health
Metýlering eða metýlun stjórnar mörgum lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum. Erfðir, hjartaheilsa, hormón, svefn, streita, skap og afeitrun eru háð heilbrigðri metýleringu.
Líkaminn fær metýlhópa sem þarf til að framkvæma metýleringu úr fólötum úr fæðu og örverum í þörmunum. Fólat úr fæðu þarf fyrst að umbreytast í virkt form áður en líkaminn getur notað þau.
MTHFR ensímið breytir fólötum úr fæðu í virkt form fólats sem heitir metýlfólat. Þetta aðgengilega form er einnig þekkt sem L-metýlfólat (L-5-MTHF).
Talið er að um 50% fólks sé með erfðafræðilega stökkbreytingu í MTHFR geninu sínu sem þýðir að þeir geta ekki náð fullnægjandi magni metýlfólats úr fæðu eingöngu.
Þar sem L-metýlfólat fer framhjá MTHFR ensíminu getur það veitt metýeringarstuðning fyrir þá sem eru með MTHFR fjölbreytni.
- Þetta form frásogast auðveldlega og nýtist frumum vel.
- Ríkjandi form fólats í blóðrásinni
- Eina form fólats sem kemst yfir blóð-heila þröskuldinn.
- Nauðsynlegt fyrir metýleringu, DNA tjáningu, homocystein umbrot og taugakerfisvirkni.
L-metýlfólatið frá Seeeking Health inniheldur 1700 míkrógrömm DFE af metýlfólati á lífaðgengilegu formi L-5-metýltetrahýdrólólats.
Stökkbreytingar í MTHFR geninu geta leitt til minnkaðrar framleiðslu á L-metýlfólati og óvirkari metýleringarhring. Áskoranir í metýleringarhringnum geta tengst aukinni hættu á hjarta-ogæðasjúkdómum, skapvandamálum, fæðingargöllum og ófrjósemi.
Athugið að ekki eru allir sem þola metýleruð næringarefni og bendum við þá á metýllausa fólinsýru hér. Ef þú upplifir aukaverkanir við að taka metýleraða fólinsýru eins og höfuðverk, taugaveiklun, kvíða eða hraðan hjartslátt, þá getur þú verið í þeim hópi og þurft að skipta yfir.