New
-30%
Uppselt

NiaCel400|NR og betaine fyrir hágæða öldrun

FRAMLEIÐANDI: Thorne

13.990 kr9.793 kr

Hvað er NAD+?

Þegar við eldumst þá lækkar NAD+ í líkamanum. NAD+ er náttúrulega eldsneytið sem sérhver fruma treystir á til að halda áfram að virka eins vel eins og vel smurð vél. 

Það lækkar einnig vegna streituvalda eins og áfengisneyslu, mikilla æfinga og svefnleysis.

NAD+ gildi okkar lækka allt að 65% á aldrinum 30-70 ára sem gerir það erfiðara fyrir líkamana okkar að framleiða þá orku sem við þurfum til að viðhalda góðri heilsu. 

Án nægilegs magns af NAD+ brotnar orkuflutningur í frumunum niður sem leiðir til aldurshraðandi truflunar á starfsemi hvatbera (batterí frumnanna)

Lægri NAD+ gildi og lækkun á SRT1 og SIRT3 ensímum geta leitt til fjölmargra heilsufarsvandamála svo sem æðabólgu, þreytu, tap á vöðvastyrk, sykursýki, insúlínviðnámi og fitulifur. 

Er hægt að hækka NAD+ með fæðu?

Nicotinamide ribose finnst í ákveðinni fæðu eins og mjólk og geri til dæmis en ekki nærri því í því magni sem þarf til að ná að hækka NAD+ gildin. Til þess að setja þetta í samhengi, þá inniheldur 250mg af NR bætiefni um 1000 falt meira magn en eitt mjólkurglas.

Með því að taka inn NR sem bætiefni er hægt að ná NAD+ gildum upp um 40-50% [1]

1000mg virðist vera mest rannsakaðasti skammturinn af NR sem finnst í mörgum vísindagreinum. 

Hvað er NR (Nicotinamide Ribose) og hver er munurinn á NMN og NR?

Þetta NR bætiefni inniheldur tegund af nicotinamide riboside sem eingöngu Thorne merkið má nota.

Nicotinamide Riboside (NR) er náttúrulegt form af B3 vítamíni en byggingarlega og lífefnafræðilega séð öðruvísi en níasín (NA) og nicotinamide (NAM) sem eru önnur form á B3 vítamínum.

B3 vítamín er nauðsynlegt næringarefni sem þarf til að viðhalda heilbrigðum NAD+ gildum í líkamanum.

NR og NMN eru algengustu bætiefnin til að hækka NAD+ á markaðnum í dag. 

NR er "precursor" fyrir NAD sem þýðir að það virkar sem byggingareining til að búa til NAD+ sameind. Það var uppgötvað árið 2004 sem mesta byltingin í NAD+ rannsóknarheiminum.

Þegar NMN er tekið inn þá er það "precursor" fyrir nicotinamide riboside og þarf að umbreytast í NR áður en það kemst í gegnum frumuhimnur. Inní frumum breytist svo NR aftur í NMN og síðan í NAD+. [3]

Í vísindaheiminum er töluvert af rannsóknum í gangi um bæði NR og NMN og eru mjög miklar umræður um hvort er betra.

NR og NMN eru lík efnafræðilega séð, einn auka fosfathópur er í NMN og virðist munurinn liggja þar hvort þau komist inní frumuhimnuna eða ekki. Hins vegar er hægt að fá NMN á lípósómal formi sem á að koma því inní frumuna. Það fæst hér

Þetta NR bætiefni frá Thorne er með "NSF Certified for Sport®" vottun. 

Þetta bætefni inniheldur einnig betaine til þess að styðja við heilbrigða metýleringu sem er mikilvægur þáttur í heilbrigðri öldrun.

Vísindagreinar:

1. Chronic nicotinamide riboside supplementation is well-tolerated and elevates NAD+ in healthy middle-aged and older adults. 

2. Nicotinamide Riboside augments the aged human skeletal muscle NAD+ metabolome and induces transcriptomic and anti-inflammatory signatures.

3. NRK1 controls nicotinamide mononucleotide and nicotinamide ribose metabolism in mammalian cells. 

Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 15 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
NiaCel400|NR og betaine fyrir hágæða öldrun

NiaCel400|NR og betaine fyrir hágæða öldrun

13.990 kr9.793 kr

Cart

Continue shopping
Subtotal
Discount
Total
Your Cart is currently empty

You must accept our terms and conditions before you can proceed.

You have not yet accepted the terms and conditions. This is necessary before you can continue.