New
Uppselt

Organifi Harmony |Kakó fyrir fyrirtíðarspennu og hormónaheilsu kvenna

FRAMLEIÐANDI: Organifi

10.570 kr

Organifi blöndurnar eru vel þekktar í heilsuheiminum og eru þær þekktar fyrir hágæða lífræn hráefni, að vera sykurlaus, ásamt því að bragðast vel.

Harmony súkkulaði drykkurinn er orkudrykkur fyrir konur sem hentar frábærlega til að koma jafvnægi á hormónana og minnka einkenni fyrirtíðarspennu og krampa. 

Margar konur smella þessu í morgundrykkinn sinn eða jafnvel seinnipartinn til að fá smá orku. 

Algengt er að PMS orsakist af ónægri framleiðslu af prógestróni. Mikið stress, lélegt mataræði, of kolvetnasnautt mataræði, of miklar æfingar, svefnleysi og kvíði getur til dæmis valdið hormónaójafnvægi. 

Helstu einkenni PMS eru skapsveiflur, bólur, uppþemba, brjóstaspenna og fleira.

Drykkurinn er:

  • Vegan
  • Glútenlaus
  • Plöntumiðaður
  • Mjólkurlaus
  • Sojalaus
  • Lífrænn
  • Laus við leyfar af skordýraeitri

Lýsing á aðalinnihaldsefnum:

Maca: Ofurfæða sem er há í andoxunarefnum og hefur sögulega verið notað til að styðja við hormóna jafnvægi, ásamt því að veita aukna orku og athygli.

Kakó (Criollo): Pakkað af pólýfenólum og "bliss" mólekúlinu anandamide sem styður gott jafvnægi.

Chaste Berry: Þessi jurt er vinsæl til þess að vinna á móti PMS (fyrirtíðarspennu) og krömpum 

Shatavari: Er adaptogen (aðlögunarjurt) sem styðja almenna heilsu og er mjög mikið notuð til að koma jafnvægi á hormóna kvenna. 

Nettla: Nærandi jurt sem er rík af vítamínum og steinefnum, sérstaklega A og C vítamíni, ásamt járni. 

Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing

Superfood Blend: Coconut (Fruit) Milk Powder, Cacao (Fruit) Powder, Acacia (Prebiotic) Powder, Cinnamon (Brak) Powder, Turmeric (Root) Powder, Ginger (Root) Powder Harmonising Blend: maca (Root) Powder, Chaste Tree (Berry) Powder, Shatavari (Root) Powder, Stinging Nettle (Leaf) Powder Other Ingredients: Cocoa Powder, Luo Han Guo (Monk Fruit) Extract, Stevia Extract

Notkun

1 skeið

Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu.

Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.

Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til.

Customer Reviews

Based on 5 reviews
100%
(5)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
H
Hrund Ottóadóttir
Kakósæla

Dásamlega gott á bragðið og kemur í staðinn fyrir kaffi :)

Á
Á.R.E.
Jurtablanda fyrir heilsu kvenna

Frábær blanda af kröftugum og virkum lækningajurtum fyrir hormónaheilsu kvenna sem er bæði bragðgóð og gefur gott orkuskot inn í daginn. Hef notað Organifi Harmony blönduna í nokkra mánuði og blanda henni í morgunbollann minn og finn að hún gerir mér gott. Hef einnig ráðlagt fjölmörgum konum þessa blöndu sem leita til mín í ráðgjöf.

H
H.H.
Minni fyrirtíðarspenna, aukin orka og betri svefn

Er mjög ánægð með þessa vöru! Finnst ég orkumeiri sérstaklega seinnipartinn, betri í maganum og finn mikin mun á svefninum. Sef fastar og næ betri djúpsvefni, vakna úthvíld á morgnana.

S
Sara

Mjög ánægð með þessa vöru mæli með. Dásamlegt heitt kakó í kuldanum 😊

H
Hjördís Ólafsdóttir
Bragðgott

Ég var búin að heyra um þessar vörur og trúði því í raun ekki að þetta væri gott því bæði í þessum og græna (Green juice) eru flott innihaldsefni. En þetta kom mér skemmtilega á óvart, mér finnst kakóið mjög gott og mæli algjörlega með.

Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 15 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

Algengar spurningar viðskiptavina

1. "Ég hef áhyggjur af kostnaði við að kaupa bætiefni. Eru þau þess virði að fjárfesta í?"
Svar:
Það er rétt að verðið á bætiefnum á Heilsubarnum eru í hærri kantinum samanborið við önnur bætiefni á markaðnum hérna, en þau eru sérstaklega formúleruð með hágæða innihaldsefnum til þess að tryggja virkni og áreiðanleika. Það að fjárfesta í heilsunni er langtíma fjárfesting sem borgar sig seinna meir með lægri heilbrigðiskostnaði í framtíðinni. 
2. Virkni - "Hvernig veit ég að bætiefnin virki? Ég hef prófað önnur bætiefni og þau virkuðu ekki fyrir mig."
Svar: Við skiljum áhyggjur þínar. Bætiefnin hjá okkur eru studd af klínískum rannsóknum og hafa fengið mörg jákvæð ummæli frá bæði viðskiptavinum okkar á Íslandi og hjá framleiðendunum sjálfum erlendis.
3. Öryggi - "Ég hef áhyggjur af mögulegum aukaverkunum eða milliverkunum við lyf sem ég er að taka. Eru þessi bætiefni örugg?"
Svar: Öryggi þitt er forgangsverkefni okkar. Fæðubótarefnin okkar eru vandlega hönnuð með hágæða innihaldsefnum og gangast undir strangar prófanir til að tryggja öryggi og verkun. Hins vegar mælum við alltaf með að þú hafir samráð við heilbrigðisstarfsmann áður en þú byrjar á nýjum bætiefnum til að takast á við hugsanlegar milliverkanir eða áhyggjur sem tengjast heilsu þinni. Þetta á sérstaklega við ef þú ert að taka inn lyf.
4. Áreiðanleiki: "Það eru svo mörg fæðubótarefni í boði á netinu og það er erfitt að vita hverjir eru áreiðanlegir. Hvernig get ég treyst vörum ykkar?"
Svar: Við skiljum áhyggjur þínar. Fyrirtækið okkar leggur áherslu á gagnsæi og gæði. Eigandi Heilsubarsins er heilbrigðisverkfræðingur og hefur góða þekkingu á bætiefnum, heilsu og vísindarannsóknum og hefur erlendur, löggiltur næringarfræðingur með mikla reynslu af bætiefnum og notkun þeirra til að bæta heilsu fólks farið yfir vöruúrvalið.Við fáum hráefni okkar frá virtum birgjum og framleiðsluferlar þeirra fylgja ströngum gæðaeftirlitsleiðbeiningum. Við veitum einnig nákvæmar upplýsingar um innihaldsefnin og ávinning þeirra, svo og umsagnir viðskiptavina til að hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun. Við birtum öll ummæli fyrir gagnsæi.
5. Þægindi: "Ég er ekki viss um hvort ég get stöðugt tekið þessi bætiefni á hverjum degi. Ég gleymi oft eða hef upptekinn lífsstíl."
Svar:
Við skiljum að það getur verið krefjandi að viðhalda stöðugri fæðubótarrútínu. Fæðubótarefnin okkar eru hönnuð til að vera auðvelt að koma inn í daglega rútínu þína, með skýrum skammtaleiðbeiningum og þægilegum umbúðum. Við bjóðum einnig upp á áskriftarmöguleika til að tryggja að þú verðir aldrei uppiskroppa með fæðubótarefnin þín, sem gerir það auðveldara að vera halda og uppfylla heilsumarkmi

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Við notum vafrakökur til að þú fáir sem besta upplifun af heimasíðunni.

SKILMÁLAR
Organifi Harmony |Kakó fyrir fyrirtíðarspennu og hormónaheilsu kvenna

Organifi Harmony |Kakó fyrir fyrirtíðarspennu og hormónaheilsu kvenna

10.570 kr