New
Uppselt

Rhodiola

FRAMLEIÐANDI: Thorne

4.650 kr

Rhodiola rosea hefur verið rannsökuð rækilega í löndum Skandinavíu og í Rússlandi í meira en 35 ár og er skilgreind sem aðlögunarjurt vegna þess að hún eykur viðnám gegn efnafræðilegum, líffræðilegum og líkamlegum áreiti.

Aðlögunareiginleikar Rhodiola eru aðallega tengdir við getu hennar til að hafa áhrif á magn og virkni taugaboðefna og amínósýra sem líkja eftir áhrifum ópíata, eins og beta-endorfína, í heilanum.

Þar sem hún er aðlögunarjurt en ekki ópíöt, getur Rhodiola stuðlað að jafnvægi taugaboðefna í miðtaugakerfinu án þess að valda syfju eða þreytu. Hún hjálpar til við að viðhalda eðlilegu magni heilaboða, án þess að hafa frekari áhrif á þau ef þau eru nú þegar í jafnvægi.

Rannsóknir hafa til dæmis sýnt bætta andlega frammistöðu hjá læknum á næturvöktum sem fengu viðbót úr Rhodiola. Þá greindu læknanemar sem fengu Rhodiola á prófatímabilum frá bættri einbeitingu og frammistöðu, auk betri vellíðunar, betri svefns og aukins stöðugleika í skapi.

Rannsóknir frá Rússlandi benda til jákvæðs hlutverks Rhodiola í aðstæðum sem einkennast af minnkaðri vinnuframmistöðu, lélegri matarlyst, svefntruflunum, pirringi og þreytu.

Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing

Rhodiola Extract 100mg, Other Ingredients: Hypromellose Capsule, Leucine, Microcrystalline Cellulose, Silicon Dioxide

Notkun

Taktu 1 hylki, tvisvar til þrisvar á dag, eða samkvæmt ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanns þíns

Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Rhodiola

Rhodiola

4.650 kr