Clean Collagen:
- Er með hátt prótein innihald (91%)
- Frá sænskum grasfóðruðum nautgripum
- 100% vatnsrofið (hydrolyzed) kollagen
- Kollagen týpa 1 og 3
- Paleo og ketó
- Bragðlaust og lyktarlaust
- Blandast mjög auðveldlega í heita og kalda drykki
- Hátt í glýsíni, prólíni og hydroxoprólíni.
- Inniheldur engar gervisætur eða sykur
- Engin sýklalyf notuð í nautgripum
Hreint kollagen kemur úr kúm sem eru grasfóðraðar allt árið um kring.
Framleiðsluaðferð:
Kollagenið er frá sænska fyrirtækinu Nyttoteket.
Kollagenið kemur úr kúm sem eru grasfæddar allt árið um kring. Kollagenið er framleitt með ensím vatnsrofi sem gerir það mjög uppleysanlegt í heitum og köldum vökva. Mólekúl þyngdin í kollageninu eru 3000 Dalton. Kollagenið samanstendur aðallega af týpu 1 en einnig smá týpu 3.
Innihaldslýsing:
Hreint vatnsrofið kollagen
Ef þú notar eina matskeið á dag þá er pakkinn 70 skammtar.
Ef þú notar tvær matskeiðar á dag þá er pakkinn 35 skammtar.
Notkunarleiðbeiningar
Blandaðu 1-2 matskeiðum af dufti við vökva að eigin vali (heitan eða kaldan). Mælt er með því að prófa hvaða skammtur hentar þér. Það hentar vel að blanda kollageninu í kaffi, te, hristinga, vatn, safa, súpur og kássur.
Næringargildi:
Næringargildi |
||
/ 100g | / 15g | |
Energy kJ / kcal | 1547/364 | 232/57 |
Protein | 91 g | 13.5 g |
Carbohydrates | 0 g | 0 g |
of which sugars | 0 g | 0 g |
Fat | 0 g | 0 g |
of which saturated | 0 g | 0 g |
Fiber | 0 g | 0 g |
Salt | 0.2 g | 0.0 g |
Amino acid profile |
||
/ 100g | / 15g | |
Alanine | 8.4 g | 1.26 g |
Arginine | 7.7 g | 1.16 g |
Aspartic acid | 4.5 g | 0.68 g |
Cysteine | 0 g | 0 g |
Glutamic acid | 10 g | 1.5 g |
Glycine | 23.3 g | 3.5 g |
Histidine | 0.9 g | 0.47 g |
Hydroxylysine | 1.5 | 0.23 g |
Hydroxyproline | 12.3 | 1.85 g |
Isoleucine | 1.2 g | 0.18 g |
Hvað er kollagen?
Kollagen er eitt stærsta próteinið í líkamanum, eða um 30-35%. Hægt er að hugsa um kollagen sem límið sem heldur líkamanum saman. Það finnst í hári, húð, nöglum, liðum, sinum og í líffærum eins og hjarta, lungum og lifur. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen en er líka að brjóta það niður á sama tíma.
Kollagen er ríkt af glýsínum, prólenum og hýdrocýprólenum, amínósýrunum sem hjálpa líkamanum að framleiða nýtt kollagen.
Tegundir af kollageni
Um 28 mismunandi tegundir af kollageni finnast í líkamanum en tegundir I, II og III mynda um 80-90% af því [1,2,3]. Tegundir I og III byggja upp húð, vöðva og sinar en tegund II finnst í brjóski og augum. [4]
Hvers vegna þarf ég að taka inn kollagen, fæ ég ekki nóg úr fæðu eða framleiði sjálf/ur?
Eins og kom fram áðan er líkaminn að brjóta niður prótein eins og kollagen og gerir það á sama hraða eftir því sem við eldumst en með aldrinum minnkar einnig framleiðslan á kollageni.
Áður fyrr borðuðu Íslendingar mun meiri fæðu sem innihélt kollagen, eins og beinaseyði, hjörtu, lifur og sinar. Kollagen á duftformi er frábær leið til að bæta upp fyrir minni neyslu.
Húð, neglur og hár
Það sem gerist í húðinni þegar kollagen minnkar með aldrinum (byrjar eftir tvítugs aldurinn) [6] er að við sjáum fínar línur slappari húð. [5] Rannsóknir benda til þess að neysla kollagens geti styrkt húðina, aukið teygjanleika hennar og dregið úr fínum línum. [6,7] Kollagen er talið hjálpa til við að viðhalda raka húðarinnar og örva náttúrulega framleiðslu fíbríns og elastíns sem eru prótín nauðsynleg fyrir góða heilsu húðarinnar.[15,16,17] Kollagen er einnig talið auka nagla- og hárvöxt.
Bein og liðir
Rannsóknir benda til þess að neysla kollagens geti dregið úr liðverkjum og stífni eftir æfingar [8,9,10] og benda nýlegar rannsóknir til þess að neysla þess geti styrkt beinin.[11] [13,14]
Þarmaheilsa
Ef þarmaveggirnir verða of gegndræpir fara þeir að hleypa of stórum ögnum í gegnum sig og getur það valdið meltingarvandamálum, fæðuóþoli, heilaþoku, húðvandamálum, sjálfsofnæmissjúkdómum og fleira. Kollagen er fullt af amínósýrum og peptíðum sem eru frábær til að styrkja þarmaveggina og hjálpa til við að minnka þetta gegndræpi og viðhalda heilbrigði í þarmaveggjunum.
Heimildir
[1] https://cshperspectives.cshlp.org/content/3/1/a004978
[2] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2846778/
[3] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK21582/
[4] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24401291/
[5] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26362110/
[6] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18416885/
[7] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22500661/
[8] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24852756/
[9] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29337906/
[10] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23228664/
[11] https://ods.od.nih.gov/factsheets/VitaminC-HealthProfessional/
[12] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23228664/
[13] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11071580/
[14] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25314004/