Selen er mikilvægt snefilefni og "lífsnauðsynlegt“ næringarefni sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur. Þess vegna verður það að koma úr fæðu eða fæðubótarefnum. Lágt magn af selen getur haft slæm áhrif á hjartað, liði, augu og ónæmis-, innkirtla- og æxlunarkerfi.
Að viðhalda réttu magni af seleni styður við eðlilega starfsemi og sérhæfingu frumna og heilbrigt hjarta, bandvef, augu, lifur og skjaldkirtil. Selen er frábært steinefni sem hjálpar til við að viðhalda heilsu og stuðla að heilbrigðu líferni.
Selen frá Thorne notar hreinasta form af seleni – bundið metíóníni fyrir hámarksupptöku – án óþarfra aukaefna eða rotvarnarefna.
Kostir við Selen:
Stuðningur við skjaldkirtilsheilsu
Selen styður við venjulega starfsemi skjaldkirtils hjá heilbrigðu fólki og er mikilvægt fyrir eðlilega virkni skjaldkirtils. Það er líka nauðsynlegt fyrir umbreytingu skjaldkirtilshormónsins T4 (þýroxín) í virka T3 formið (tríjoðþýrónín). Heilbrigð starfsemi skjaldkirtilsins hefur áhrif á orku, efnaskipti, skap og heilbrigði hárs og húðar.
Stuðningur við heilbrigt öldrunarferli
Selen styður öfluga andoxunarstarfsemi í líkamanum með því að styðja við glútaþíon- og "superoxide dismutase" ensímakerfin. Andoxunarefni eins og selen hjálpa til við að draga úr oxunarskemmdum í líkamanum og heilanum sem stafa af umfram sindurefnum frá umhverfisefnum, reykingum, áfengisneyslu, og streitu, auk þess að styðja við heilbrigða húð, hár og hugræna getu.
Stuðningur við heilbrigt ónæmiskerfi
Selen gegnir mikilvægu hlutverki í heilsu ónæmiskerfisins. Andoxunareiginleikar þess styðja við heilbrigð bólguviðbrögð og stuðla að ákjósanlegri virkni ónæmiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að rétt magn selens tengist heilbrigðum viðbrögðum ónæmiskerfisins.
Vernd gegn þungmálmum
Viðbót með seleni gæti einnig haft verndandi áhrif gegn kvikasilfri, kadmíum og öðrum eitruðum þungmálmum.
Þessi vara hefur verið prófuð af þriðja aðila og vottað til að staðfesta að innihaldið samsvari merkingu og að hún innihaldi ekki hættulega mikið magn af mengunarefnum, svo sem þungmálma, skordýraeitur og örverur.