B VÍTAMÍN BARINN

Til eru fjölmargar tegundir af B vítamínum eins og B1, B2, B3, B5, B6, B7, B9 (Fólat) og B12. Algengt er að fólk sé lágt í B vítamínum, sérstaklega þegar mikið unnar vörur eru borðaðar. Einnig er algengt að fólk sé með genabreytileika (MTHFR) sem getur haft áhrif á umbreytingu fólats yfir í virka formið sitt, 5-MTHF (methylfolate).  B vítamín eru nauðsynleg fyrir orku framleiðslu, metýlerun, hjarta- og æða heilsu, blóðfrumumyndun og frumuvöxt. Flest B vítamínin á Heilsubarnum koma frá Seeking Health en einnig öðrum merkjum eins og BodyBio og Nutrined.   Þegar verið er að velja B vítamín skiptir formið á því gríðarlegu máli og hvort að það sé á virku formi eða ekki. Alengar ráðleggingar fyrir og á meðgöngu hjá konum eru að taka inn fólínsýru. Algengt er að fólinsýru (e. folic acid) og fólati (e. folate) sé ruglað saman og í ráðleggingum er oft ekki tekið fram um hvort ræðir. Fólinsýra er búin til af mönnum en fólat er á náttúrulegu virku formi. Fólinsýra (gerviformið) getur sest á viðtaka fólats og blokkað þá og leitt til fólat skorts sem er ekki eitthvað sem við viljum á meðgöngu. Á meðgöngu er best að taka inn fólat (e. folinic acid) og L-methylfolate (L-5-MTHF).