GlycanAge er mæling sem gefur upplýsingar um glýkansamsetningu í líkamanum. Glýkanar eru sykurkeðjur sem tengjast ákveðnum próteinum og breytast yfir lífið. Með þessari mælingu færðu innsýn í hvernig glýkansnið þitt litur út á þessum tímapunkti.
Hvað fylgir mælingunni?
- Heimapróf þar sem þú tekur sýni sjálf/ur
- Aðgangur að stafrænum reikningi þar sem þú skoðar niðurstöður
- Skýrsla sem útskýrir glýkansnið þitt og hvernig það breytist hjá fólki yfir tíma.
Fyrir hverja er mælingin?
- Einstaklingar sem vilja fá betri yfirsýn yfir glýkansnið sitt.
- Þeir sem eru að fylgjast með breytingum yfir tíma, t.d. fyrir og eftir lífstílsbreytingar.
- Fólk sem hefur áhuga á eigin líkamsmynstri, mælingum og reglulegu eftirliti með breytum sem hægt er að skoða yfir lengri tíma.
Helstu eiginleikar:
- Einfalt að framkvæma heima.
- Skýrar og greinargóðar niðurstöður í stafrænu viðmóti
- Hægt að vera saman mælingar yfir tíma ef fleiri próf eru keypt.
Gott að hafa í huga:
- Prófið er ekki læknisfræðilegt greiningarpróf
- Niðurstöður eru ætlaðar sem fræðandi upplýsingar um glýkansnið þitt.
GlycanAge mælingin hefur meira en 200 ritrýndar vísindagreinar á bakvið sig og hefur gögnum verið safnað á yfir 200 þúsund einstaklingum erlendis. Glýkanar hafa verið rannsakaðir í yfir 20 ár af vísindamönnum. Listi af hluta af vísindagreinum um glýkana er hér fyrir neðan með tenglum á greinarnar fyrir áhugasama.
Ólíkt öðrum öldrunarklukkum (e. aging clocks) mælingum á markaðnum tekur GlycanAge mið af áhrifum erfða, utangenaerfðum (e. epigenetics) og umhverfisþáttum á öldrun.
GlycanAge mælingin mælir samsetningu IgG glýkóma (glýkanar sem eru fastir við IgG). IgG glýkómar breytast þegar við eldumst en hefur einnig áhrif á bólgur á mörgum stigum. Glýkanar eru ekki aðeins lífmerki (e. biomarkers) heldur einnig hagnýtir áhrifavaldar öldrunar. Margar rannsóknir hafa sýnt að hröðun glýkan öldrunar er tengd óheilbrigðum lífstíl og sjúkdómum. Í sumum tilfellum kom fram að glýkanar voru taldir valda framþróun sjúkdóma.
Hvað eru glýkanar? (sjá myndir)
Glýkanar (e. glycans) eru sykursameindir sem umlykja og breyta prótínum í líkamanum þínum. Útskýring í Instagram vídeó hjá GlycanAge
Hvernig virkar þetta próf?
1. Þú pantar próf á Heilsubarnum og færð sent eins og aðrar vörur.
2. Hérna er vídeó sem þú getur skoðað hvernig þú tekur sýnið.
3. Þú sendir sýnið með pósti til Glycanage.
6. Eftir um 4-6 vikur koma niðurstöður á reikninginn þinn sem þú getur skoðað.