New
Uppselt

Dimples | Ensk minta | Hydroxyapatite tannkrem hannað af tannlækni

FRAMLEIÐANDI: Dimples Oral Care

1.570 kr

Þetta náttúrulega tannkrem frá Dimple Oral Care inniheldur hydroxyapatite sem er öruggt og áhrifaríkt þegar kemur að því að styrkja, hvetja steinefnamyndun í tönnum og vernda tennurnar. 

Mörg náttúruleg tannkrem miða að því að taka út óæskileg efni en oft dregur verulega úr virkninni við það og geta mörg verið of slípandi og eyðandi fyrir glerunginn. Efnin í Dimples tannkreminu eru örugg en áhrifarík efni án notkunar flúors.

Tannkremið er hannað af breska tannlækninum Dr. Pippu Nichols sem tók eftir því að ekki var mikið um örugg og áhrifarík tannkrem fyrir skjólstæðinga hennar sem ekki gátu eða vildu nota flúor. Hún hannaði því sitt eigið tannkrem byggt á tannlækna-, vísindaþekkingu sinni og miklum áhuga á heilsu.

Nánari upplýsingar fyrir neðan.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

HVAÐ ER HYDROXYAPATITE?

Hydroxyapatite er náttúrulegt steinefni sem glerungurinn er 97% byggður upp af. Þetta efni hefur verið vísindalega rannsakað og hefur þar verið sýnt fram á að það styrki tennurnar og verndi án notkunar flúors.

Hydroxyapatite er almennt ekki mjög vel þekkt í Evrópu eða Bandaríkjunum en hefur verið mikið notað í Japan síðustu 40 árin.

Hydroxyapatite binst glerungnum og virkar sem skjöldur. Það getur einnig virkað sem fylliefni og fyllt í litlar holur og skorur á glerungi. Hydroxyapatite er einnig þekkt fyrir hvítunar virkni sína.

Þar sem það er algjörlega náttúrulegt og finnst í líkamanum okkar er það mjög öruggt til inntöku (ef það gerist óvart).

FYRIR HVERJA?

Tannkremið hentar bæði fyrir börn og fullorðna og er með mintubragði (kannski of sterkt á bragðið fyrir sum börn) en Pippa er að hanna barnatannkrem sem við bíðum spennt eftir.

HVERSU LENGI ENDIST TÚPAN?

Túpan er hönnuð til að endast í 6-8 vikur með því að bursta tennurnar tvisvar á dag og nota magn sem er eins og baun á stærð.

HVAÐ ER Í ÞESSU?

Aqua, Stevioside, Xylitol, Glycerin, Hydroxyapatite Powder, Sorbosil, Calcium Carbonate, Hydrated Silica, Cellulose Gum, Peppermint Oil, Peppermint Oil English, Menthol, Rheance One.

Vísindagreinar

1. Comparative efficacy of a hydroxyapatite and a fluoride toothpaste for prevention and remineralization of dental caries in children

2. Comparison of CPP-ACP, Tri-Calcium Phosphate and Hydroxyapatite on Remineralization of Artificial Caries Like Lesions on Primary Enamel -An in vitro Study

Dimples | Ensk minta | Hydroxyapatite tannkrem hannað af tannlækni

Dimples | Ensk minta | Hydroxyapatite tannkrem hannað af tannlækni

1.570 kr