GlycanAge heilsuástandsmælingin mælir stöðu lágrar en krónískrar bólgu í líkamanum og getur metið áhrif lífstílsbreytinga á þann þátt og á líffræðilegan aldur (e. biological age).
Stungið er í fingur með lítilli smellunál (e. finger prick-test) og eru blóðdropar settir á pappír sem fylgir í pakkanum. Mælingin gefur ástand ónæmiskerfisins, bólguástands líkamans og líffræðilegan aldur þinn. Þú færð þinn eigin aðgang þar sem þú getur skoðað niðurstöður og fylgst með þróun heilsunnar eða hvernig lífstílsbreyting sem þú gerir hefur áhrif, ef þú tekur fleiri en eitt próf. Einnig færðu viðtal og ráðgjöf frá GlycanAge sérfræðingi erlendis (á ensku).
GlycanAge mælingin hefur meira en 200 ritrýndar vísindagreinar á bakvið sig og hefur gögnum verið safnað á yfir 200 þúsund einstaklingum erlendis. Glýkanar hafa verið rannsakaðir í yfir 20 ár af vísindamönnum. Listi af hluta af vísindagreinum um glýkana er hér fyrir neðan með tenglum á greinarnar fyrir áhugasama.
Ólíkt öðrum öldrunarklukku (e. aging clocks) mælingum á markaðnum tekur GlycanAge mið af áhrifum erfða, utangenaerfðum (e. epigenetics) og umhverfisþáttum á öldrun. Einnig er þetta einstök mæling þar sem hún er eina mælingin á markaðnum sem getur metið áhrif lífstílsbreytinga á tiltölulega skömmum tíma og hversu mikið þær hafa á líffræðilegan aldur.
GlycanAge mælingin mælir samsetningu IgG glýkóma (glýkanar sem eru fastir við IgG). IgG glýkómar breytast þegar við eldumst en hefur einnig áhrif á bólgur á mörgum stigum. Glýkanar eru ekki aðeins lífmerki (e. biomarkers) heldur einnig hagnýtir áhrifavaldar öldrunar. Margar rannsóknir hafa sýnt að hröðun glýkan öldrunar er tengd óheilbrigðum lífstíl og sjúkdómum. Í sumum tilfellum kom fram að glýkanar voru taldir valda framþróun sjúkdóma.
Hvað eru glýkanar? (sjá myndir)
Glýkanar (e. glycans) eru sykursameindir sem umlykja og breyta prótínum í líkamanum þínum. Útskýring í Instagram vídeó hjá GlycanAge
Hvernig eru niðurstöðurnar settar fram?
Ítarleg greining er gerð á glýkönunum þínum, þú færð uppgefinn líffræðilegan aldur skýrslu með gildum á "Glycan Mature" sem eru slæmir (bólguhvetjandi) glýkanar, "Glycan Health" sem eru góðir glýkanar (bólguhamlandi) og síðan "Glycan Youth" sem einnig eru góðir glýkanar. Þessi gildi eru gefin upp og þau borin saman við annað fólk á þínum aldurshópi og þá sérðu hvar þú stendur.
Hérna geturðu séð hvernig skýrslan kemur til með að líta út
Fyrir hverja er þetta próf?
Þá sem eru að gera lífstílsbreytingar:
Mælingin er sérstaklega vinsæl erlendis hjá þeim sem eru að gera lífstílsbreytingar og prófa sig áfram með mataræði, bætiefni, hreyfingu og annað sem getur haft áhrif á heilsuástand, eins og öndun, jarðtengingu, kuldaböð, eimböð, dragar úr neikvæðum umhverfisáhrifum (eins og rafmengun, myglu, ljósmengun, óæskilegum efnum) og sjá hvernig áhrif það hefur á bólgur og hröðun öldrunar.
Konur sem eru að nálgast tíðahvörf:
Mælingin er að verða vinsæl hjá konum sem eru að nálgast tíðahvörf, í tíðahvörfum og eftir til þess að sjá hvar þær standa. Algent er að líffræðilegur aldur kvenna hækki hratt þegar konur nálgast og byrja á tíðahvörfum. GlycanAge úti hefur fylgst með mörgum konum og séð jákvæð áhrif tíðahvarfa meðferðar á líffræðilegan aldur. GlycanAge eru með sérstaka tíðahvarfa sérfræðinga hjá sér sem veita ráðgjöf. Mælt er með að taka tvö próf með þriggja mánaða millimili ef þig grunar að þú sért að nálgast tíðarhvörf
Þeir sem vilja eldast vel
Íþróttafólk
Fyrir þá sem eru að ná sér eftir áfall
Ert forvitin/n að vita hvernig heilsuástand þitt er miðað við vini og vandamenn eða fólk á sama aldri og kyni erlendis.
Hvernig virkar þetta próf?
1. Þú pantar próf á Heilsubarnum og færð sent eins og aðrar vörur.
2. Hérna er vídeó sem þú getur skoðað hvernig þú tekur sýnið.
Í grófum dráttum þá:
- Hitarðu hendurnar aðeins með því að nudda þeim saman.
- Sótthreinsarðu svæði á puttanum sem þú ætlar að stinga í.
- Þrýstir plaststykki að húð og lítil nál skýst í fingur (eins og í blóðsykursmælingu)
- Setur nokkra blóðdropa á pappa sem fylgir með.
- Setur plástur á fingur.
- Pakkar inn eftir leiðbeiningum
3. Lætur Heilsubarinn vita á heilsubarinn@heilsubarinn.is að þú sért að fara að skila inn mælingu og ferð með hana í Even Labs, Faxafeni 14 ef þú ert í bænum og hefur tök á.
4. Ef þú hefur pantað með Droppi þá er skilamiði með í sendingunni og væri frábært ef þú gætir farið með pakkann eða poka með skilalímmiðanum á á næsta Dropp stað.
5. Heilsubarinn póstleggur hana og pakkinn brunar til GlycanAge þar sem hann fer beint á tilraunastofu og er blóðið greint þar.
6. Eftir um 4-6 vikur koma niðurstöður á reikninginn þinn sem þú getur skoðað og í kjölfarið býðst þér að fá ítarlega ráðgjöf frá GlycanAge, ráðleggingar og yfirferð á niðurstöðunum. Þú færð tilkynningu á tölvupósti þegar þær eru tilbúnar (á tölvupóstfangið sem þú skráir við pöntunina hjá Heilsubarnum).
Heimildir:
1. Immunoglobulin G glycome composition in transition from premenopause to postmenopause
2. Altered IgG glycosylation at COVID-19 diagnosis predicts disease severity
5. Multiomics Profiling Reveals Signatures of Dysmetabolism in Urban Populations in Central India
9. Plasma N-glycome shows continuous deterioration as the diagnosis of insulin resistance approaches
10. Extensive weight loss reduces glycan age by altering IgG N-glycosylation
12. N-glycosylation of immunoglobulin G predicts incident hypertension
13. Systems Glycobiology: Immunoglobulin G Glycans as Biomarkers and Functional
Effectors in Aging and Diseases
14. Immunoglobulin G glycome composition in transition from pre-menopause to menopause
19. Effects of estradiol on biological age measured using the glycan age index
20. Biomarkers of biological age as predictors of COVID-19 disease severity
22. Global variability of the human IgG glycome
26. Association of the IgG N-glycome with the course of kidney function in type 2 diabetes
27. Inflammatory bowel disease - glycomics perspective
28. Translational glycobiology: from bench to bedside
29. Comprehensive N-glycosylation analysis of immunoglobulin G from dried blood spots
31. Altered N-glycosylation profiles as potential biomarkers and drug targets in diabetes
33. Intense Physical Exercise Induces an Anti-inflammatory Change in IgG N-Glycosylation Profile
35. Breaking the Glyco-Code of HIV Persistence and Immunopathogenesis
38. The changes of immunoglobulin G N-glycosylation in blood lipids and dyslipidaemia
40. Deep molecular phenotypes link complex disorders and physiological insult to CpG methylation
41. Network inference from glycoproteomics data reveals new reactions in the IgG glycosylation pathway
43. Glycosylation of Immunoglobulin G Associates With Clinical Features of Inflammatory Bowel Diseases
46. Genome-Wide Association Study on Immunoglobulin G Glycosylation Patterns
47. The sweet spot for biologics: recent advances in characterization of biotherapeutic glycoproteins
48. IgG glycan patterns are associated with type 2 diabetes in independent European populations
49. IgG glycosylation and DNA methylation are interconnected with smoking
50. Increased central adiposity is associated with pro-inflammatory immunoglobulin G N-glycans
51. Immunoglobulin G glycosylation in aging and diseases
52. Ubiquitous Importance of Protein Glycosylation
53. The N-glycosylation of immunoglobulin G as a novel biomarker of Parkinson's disease
54. Connecting genetic risk to disease end points through the human blood plasma proteome
56. Effects of statins on the immunoglobulin G glycome
57. Estrogens regulate glycosylation of IgG in women and men