Karfa

 • Engar vörur í körfu

Histamin Block PLUS|Fyrir histamínóþol

6.153 kr8.790 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr.
Framleiðandi: Seeking Health

Of mikið histamín í líkamanum getur valdið einkennum eins og að roðna snöggt, nefrennsli, svefnvandamálum og/eða höfuðverkjum. Þessi einkenni geta komið fram þegar hægist á ensímavirkni í histamine ferlinu. Þó að DAO sé aðalensímið sem brýtur niður matartengt histamín í meltingunni, þá taka önnur ensím einnig þátt. 

Þessi blanda var hönnuð til að styðja við öll histamín tengdu ensímin, ekki bara DAO.

Blandan inniheldur sjö nauðsynleg næringar- og andoxunarefni sem styðja við histamín efnaskiptin í hverri frumu. 

Óæskilegar aukaafurðir verða til þegar histamín er metabólliserað, eins og ammónía, vetnisperoxíð og acetaldehýð sem geta einnig valdið aukaverkunum og frumuskaða. Histamin Blok PLUS inniheldur einnig bætiefni sem styðja við niðurbrot á þessum efnum. 

Hérna eru aðalinnihaldsefnin og tilgangur:

 DAO: Inniheldur 5,000 HDU af einkaleyfisvernduðu DAO, aðalensímið sem brýtur niður histamín

 • Kopar: Styður við DAO ensímið 
 • SAMe:  Styður við HNMT ensímið, sem er mikilvægt ensím sem styður við niðurbrot á histamíni 
 • Alpha Keto-Glutarate: Styður við niðurbrot á ammíníu 
 • Riboflavin: Styður við MAOA og MAOB ensímin sem vinna á aukaafurðum histamín niðurbrots.
 • Sink og B3 Vítamín: Stuðningur við ALDH ensíma fjölskylduna sem hjálpar við að brjóta niður acetaldehýð. 
 •  


  Ráðlagður dagsskammtur: 

  2 hylki hvenær sem er yfir daginn. Þú getur prófað að taka 2 hylki fyrir svefninn, það getur hjálpað til við að sofna. Athugið að það er níasín í vörunni sem getur valdið níasín "flushi" sem er ekkert hættulegt en þá roðnarðu vel og finnur smá kláða. Ef þú ert færð svona (og vilt ekki) þá er um að gera að borða mat með bætiefnunum. 

   

  Athugið að þessi vara hentar EKKI vegan og grænmetisætum eða þeim sem eru með ofnæmi fyrir svínakjöti.