New
Uppselt

Hrein tárín amínósýra | Taurine

FRAMLEIÐANDI: Prio Vitality

4.290 kr

Tárín (e. taurine) er náttúruleg amínósýra sem finnst í miklu magni í líkamanum, sérstaklega í heilanum, hjartanu, vöðvum og augum.

Það er flokkað sem skilyrt nauðsynlegt næringarefni sem þýðir að þó að líkaminn geti framleitt það sem hann þarf svo lengi sem nægileg efni séu til staðar, þá geta ákveðnar aðstæður eins og lífstíll leitt til þess að líkaminn framleiði ekki nóg og þurfi þá að taka tárín inn í formi fæðubótarefnis.

Tárín er ólíkt flestum amínósýrum að því leitinu að það er ekki notað til að byggja prótein heldur er það til staðar frjálst í líkamanum og nýtist í að komu stöðugleika á frumur, stjórna vöðvasamdrætti og blóðflæði, styðja meltingu og vernda frumur gegn oxunarálagi.

Nýleg rannsókn frá 2023 benti á að tárín gæti haft möguleika á að lengja lífslíkur og er það að verða eitt aðal bætiefnið í "longevity" og "ani-aging" heiminum í dag. Sjá vísindagreinar og tilvitnanir hér fyrir neðan.

Er Tárín fyrir þig?

Ef eitthvað að eftirfarandi fullyrðingum á við þig, þá gæti tárín hentað:

  • Ég vil styðja við hjartaheilsu og stuðla að heilbrigðum blóðþrýstingi. 
  • Ég hef áhyggjur af kólestrólinu mínu og hef skoðað gögn sem sýna að tárín gæti hjálpað þar.
  • Ég er stundum með meltingarvandamál og vill styðja meltingu fitu og heilbrigði garnanna.
  • Ég vill vernda frumurnar mínar fyrir oxunarálagi og styðja náttúrulegar andoxunarvarnir líkamans.
  • Ég vill bæta frammistöðu og endurheimt eftir æfingar.
  • Ég er að pæla í "longevity" og "anti-aging" bætiefnum

Hvernig virkar það nákæmlega?

Frumuvökvun og stöðugleiki:

Inni í frumum virkar tárín sem osmólít sem sem hjálpar til við að stjórna vatnshlutfallinu inn og út. Þetta hefur áhrif á stöðugleika frumuhimnunnar og viðheldur réttu rúmmáli frumna og kemur í veg fyrir að þær minnki eða þenjist of mikið sem er nauðsynlegt fyrir árangursríkan flutning næringarefna og samskipti milli fruma - jafnvel undir aðstæðum streitu eða fljótlegra breytinga.

Melting

Í lifrinni sameinast tárín gallsýru til að mynda gallsaltið. Þessi umbreyting eykur vatnsleysanleika þess sem gerir það áhrifaríkara við að fleyta fæðufitu og þar með bæta meltingu og upptöku.

Blóðflæði

Aðalhlutverk táríns er að stjórna kalíumstigi í frumum með því að opna og loka ákveðnum göngum. Þetta tryggir að kalíumháð ensím fá réttu merkin til að framleiða nituroxíð sem slakar á æðum, bætir blóðflæði og getur hjálpað til við að lækka blóðþrýsting.

Andoxunarefni

Taurín er öflugt andoxunarefni sem er talið umbreyta skaðlegum sameindum í minna eitraðar gerðir. Þetta ferli minnkar framleiðslu á bólguvörum, kemur í veg fyrir of mikla bólgu og verndar þar með vefi fyrir skemmdum.

Hvers vegna er tárín mikilvægt?

Fólk með eðlileg taurín gildi er gjarnan orkumikið, hugsar skýrt og er með góða hjartavirkni og heilbrigðar æðar. Þó að líkami okkar geti framleitt taurín, geta þættir eins og léleg fæða, lifrarsjúkdómar eða efnaskiptasjúkdómar og mikil streita aukið þörfina fyrir það.

Tárín styður nauðsynleg hlutverk í líkamanum - þar á meðal frumustöðugleika og samskipti, blóðrás og meltingu fitu. Þegar taurín gildi eru ófullnægjandi, getur frumustöðugleiki, skert blóðflæði, og aukið oxunarálag og bólga leitt til skertrar heilsu. 

Tárín og lífslíkur

Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að taurín fæðubótarefni geti lengt lífslíkur með því að draga úr fjölda einkenna öldrunar. Rannsókn frá árinu 2023 skýrði frá því að tárín bætti meðallífslíkur um 12% hjá kvendýrum og 10% hjá karldýrum. Gögnin benda til þess að þegar tárín gildi minnka með aldrinum, verða frumur viðkvæmari fyrir álagi - sem leiðir til oxunarskemmda, frumuöldrunar, minni frumuvirkni. Fæðubót táríns gæti mótað þessi áhrif með því að koma stöðugleika á frumuvirkni, minnka bólgur tengdum öldrun, verndað telómerur og aukið frumuvirkni sem stuðlar að því að draga úr öldrunartengdri rýrnun."

PrioVitality  er nýtt sænskt merki sem inniheldur yfirleitt aðeins virku efnin án aukaefna. Í undantekningartilfellum eru hjálparefni notuð til að dreifa virku efnunum í næringarduftinu fyrir réttan skammt. Tárín frá PrioVitality inniheldur aðeins taurín, ekkert annað.

90 hylki
Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing
Notkun

1 hylki 3 sinnum á dag

Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu.

Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.

Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Hrein tárín amínósýra | Taurine

Hrein tárín amínósýra | Taurine

4.290 kr
90 hylki